Kappræður Repúblikana í nótt:Við hverju má búast? Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. október 2015 21:00 Það verður hart tekist á í kappræðum Repúblikana í nótt. Vísir/Getty Í nótt fara fram þriðju kappræður forsetaframbjóðenda Repúblikanaflokksins. Efni kappræðanna að þessu sinni eru efnahagsmál en CNBC sem sýnir frá kappræðunum auglýsir þær undir slagorðinu 'Þínir peningar, þitt atkvæði'. Kappræðurnar hefjast á miðnætti en alls taka tíu frambjóðendur þátt af þeim fimmtán sem eru í framboði. Sjá má yfirlit yfir þá sem taka þátt og fyrir hvað þeir standa í myndbandinu hér fyrir neðan.Stjórnmálaskýrendur ytra búast við því að Donald Trump muni koma inn í kappræðurnar af fullum þunga en á undanförnum dögum hafa komið fram merki um að fylgi hans sé að dvína. Til marks um það leiðir taugaskurðlæknirinn Ben Carson kannanir í Iowa-fylki þar sem fyrstu forkosningarnar fara fram þann 1. febrúar nk.Það er því talið víst að Trump muni freista þess að hamra á Carson til þess að styrkja stöðu sína á toppnum og er hann í raun byrjaður á þeirri herferð eins og meðfylgjandi tíst sýna.Ben Carson wants to abolish Medicare - I want to save it and Social Security.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 26, 2015 Remember that Carson, Bush and Rubio are VERY weak on illegal immigration. They will do NOTHING to stop it. Our country will be overrun!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 25, 2015 Þrátt fyrir að komið hafi fram kannanir sem sýni Carson með meira fylgi en Trump á landsvísu sýnir samantekt Huffington Post á 197 könnunum á fylgi frambjóðenda að Trump leiðir enn. Eins og sjá má eru þeir Trump og Carson með mikið forskot á aðra frambjóðendur og því ljóst að Jeb Bush og Marco Rubio þurfi að eiga stjörnukvöld ætli þeir sér að eiga möguleika á fastri búsetu í Hvíta húsinu næstu árin.Fylgi Jeb Bush hefur dottið niður frá síðustu kappræðum og hefur Marco Rubio skotist upp fyrir hann en hann situr nú í þriðja sæti. Það þýðir að Rubio færist nær miðjunni á sviðinu í nótt en Bush færist utar. Rubio þykir hafa staðið sig vel í fyrstu tveimur kappræðunum og telja margir að hann sé besta svar hins hefðbundna kjarna Repúblikanaflokksins við Donald Trump og sá eini sem eigi séns í Hillary Clinton hljóti hún útnefningu Demókrata. Ef marka má fyrstu tvær kappræðurnar má búast við miklu fjöri en kappræðurnar hefjast, eins og áður sagði á miðnætti. Fyrir þá sem ætla sér að vaka til þess að horfa á kappræðurnar er vert að benda á þessu skemmtilegu bingó-spjöld sem vefsíðan VOX bíður upp á, þau ættu að krydda umræðurnar.Here are your official Vox bingo cards for CNBC's Republican debate https://t.co/cz8x6fEHEG pic.twitter.com/Py92I4GDf7— Vox (@voxdotcom) October 28, 2015 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir "Ég verð frábært sameiningartákn fyrir þjóðina“ Donald Trump virðist vera að tapa einu af lykilfylkjunum í baráttunni um útnefningu Repúblikanaflokksins. 25. október 2015 19:33 Fiorina rís en fylgi Trump og Walker fellur í nýrri skoðanakönnun Fylgi Donalds Trumps fellur úr 32 prósentum niður í 24 prósent og fylgi Carly Fiorina fimmfaldast, úr þremur prósentum og upp í fimmtán. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu CNN sem gefin var út í gær. 21. september 2015 07:00 Myndbönd af hápunktum kappræðna Repúblikana Tíu af frambjóðendum Repúblikanaflokksins tókust á í kappræðum í gærkvöldi. 7. ágúst 2015 10:29 Fimmur, misheppnaðir brandarar og fleira úr kappræðum Repúblikana CNN hefur tekið saman vandræðalegustu atvikin úr kappræðunum í gærkvöldi 17. september 2015 10:31 Trump með 30 prósent fylgi meðal Repúblikana Fylgi Donalds Trump hefur aukist sérstaklega meðal kvenna og háskólamenntaðra. 10. september 2015 12:07 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Í nótt fara fram þriðju kappræður forsetaframbjóðenda Repúblikanaflokksins. Efni kappræðanna að þessu sinni eru efnahagsmál en CNBC sem sýnir frá kappræðunum auglýsir þær undir slagorðinu 'Þínir peningar, þitt atkvæði'. Kappræðurnar hefjast á miðnætti en alls taka tíu frambjóðendur þátt af þeim fimmtán sem eru í framboði. Sjá má yfirlit yfir þá sem taka þátt og fyrir hvað þeir standa í myndbandinu hér fyrir neðan.Stjórnmálaskýrendur ytra búast við því að Donald Trump muni koma inn í kappræðurnar af fullum þunga en á undanförnum dögum hafa komið fram merki um að fylgi hans sé að dvína. Til marks um það leiðir taugaskurðlæknirinn Ben Carson kannanir í Iowa-fylki þar sem fyrstu forkosningarnar fara fram þann 1. febrúar nk.Það er því talið víst að Trump muni freista þess að hamra á Carson til þess að styrkja stöðu sína á toppnum og er hann í raun byrjaður á þeirri herferð eins og meðfylgjandi tíst sýna.Ben Carson wants to abolish Medicare - I want to save it and Social Security.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 26, 2015 Remember that Carson, Bush and Rubio are VERY weak on illegal immigration. They will do NOTHING to stop it. Our country will be overrun!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 25, 2015 Þrátt fyrir að komið hafi fram kannanir sem sýni Carson með meira fylgi en Trump á landsvísu sýnir samantekt Huffington Post á 197 könnunum á fylgi frambjóðenda að Trump leiðir enn. Eins og sjá má eru þeir Trump og Carson með mikið forskot á aðra frambjóðendur og því ljóst að Jeb Bush og Marco Rubio þurfi að eiga stjörnukvöld ætli þeir sér að eiga möguleika á fastri búsetu í Hvíta húsinu næstu árin.Fylgi Jeb Bush hefur dottið niður frá síðustu kappræðum og hefur Marco Rubio skotist upp fyrir hann en hann situr nú í þriðja sæti. Það þýðir að Rubio færist nær miðjunni á sviðinu í nótt en Bush færist utar. Rubio þykir hafa staðið sig vel í fyrstu tveimur kappræðunum og telja margir að hann sé besta svar hins hefðbundna kjarna Repúblikanaflokksins við Donald Trump og sá eini sem eigi séns í Hillary Clinton hljóti hún útnefningu Demókrata. Ef marka má fyrstu tvær kappræðurnar má búast við miklu fjöri en kappræðurnar hefjast, eins og áður sagði á miðnætti. Fyrir þá sem ætla sér að vaka til þess að horfa á kappræðurnar er vert að benda á þessu skemmtilegu bingó-spjöld sem vefsíðan VOX bíður upp á, þau ættu að krydda umræðurnar.Here are your official Vox bingo cards for CNBC's Republican debate https://t.co/cz8x6fEHEG pic.twitter.com/Py92I4GDf7— Vox (@voxdotcom) October 28, 2015
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir "Ég verð frábært sameiningartákn fyrir þjóðina“ Donald Trump virðist vera að tapa einu af lykilfylkjunum í baráttunni um útnefningu Repúblikanaflokksins. 25. október 2015 19:33 Fiorina rís en fylgi Trump og Walker fellur í nýrri skoðanakönnun Fylgi Donalds Trumps fellur úr 32 prósentum niður í 24 prósent og fylgi Carly Fiorina fimmfaldast, úr þremur prósentum og upp í fimmtán. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu CNN sem gefin var út í gær. 21. september 2015 07:00 Myndbönd af hápunktum kappræðna Repúblikana Tíu af frambjóðendum Repúblikanaflokksins tókust á í kappræðum í gærkvöldi. 7. ágúst 2015 10:29 Fimmur, misheppnaðir brandarar og fleira úr kappræðum Repúblikana CNN hefur tekið saman vandræðalegustu atvikin úr kappræðunum í gærkvöldi 17. september 2015 10:31 Trump með 30 prósent fylgi meðal Repúblikana Fylgi Donalds Trump hefur aukist sérstaklega meðal kvenna og háskólamenntaðra. 10. september 2015 12:07 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Sjá meira
"Ég verð frábært sameiningartákn fyrir þjóðina“ Donald Trump virðist vera að tapa einu af lykilfylkjunum í baráttunni um útnefningu Repúblikanaflokksins. 25. október 2015 19:33
Fiorina rís en fylgi Trump og Walker fellur í nýrri skoðanakönnun Fylgi Donalds Trumps fellur úr 32 prósentum niður í 24 prósent og fylgi Carly Fiorina fimmfaldast, úr þremur prósentum og upp í fimmtán. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu CNN sem gefin var út í gær. 21. september 2015 07:00
Myndbönd af hápunktum kappræðna Repúblikana Tíu af frambjóðendum Repúblikanaflokksins tókust á í kappræðum í gærkvöldi. 7. ágúst 2015 10:29
Fimmur, misheppnaðir brandarar og fleira úr kappræðum Repúblikana CNN hefur tekið saman vandræðalegustu atvikin úr kappræðunum í gærkvöldi 17. september 2015 10:31
Trump með 30 prósent fylgi meðal Repúblikana Fylgi Donalds Trump hefur aukist sérstaklega meðal kvenna og háskólamenntaðra. 10. september 2015 12:07