Erlent

Óku yfir fanga á skriðdreka

Samúel Karl Ólason skrifar
Fanginn var sýrlenskur hermaður sem fangaður var austur af borginni Homs.
Fanginn var sýrlenskur hermaður sem fangaður var austur af borginni Homs. Vísir
Hryðjuverkasamtökin Íslamskt ríki hafa birt enn eitt grimmilegt myndbandið af aftöku fanga samtakanna. ISIS birta reglulega myndbönd af aftökum fanga á samfélagsmiðlum, en aðferðir þeirra virðast verða sífellt grimmilegri. Að þessu sinni var sýrlenskur fangi tekinn af lífi með því að skriðdreka var ekið yfir hann, en vopnaðir menn komu í veg fyrir að hann færði sig.

Sýrlenski herinn hefur sótt gegn uppreisnarmönnum og vígahópum í Sýrlandi undanfarnar vikur, eftir að Rússar hófu loftárásir í landinu. Þar að auki nýtur herinn hjálpar frá vopnuðum sveitum Hezbollah samtakanna frá Líbanon og íranskra hermanna. Hermaðurinn sem lenti í haldi ISIS er sagður hafa verið fangaður í Homs héraði.

Starfsmenn ýmissa samfélagsmiðla eru í stöðugri baráttu við að loka reikningum aðila sem dreifa myndböndum sem þessu, en lítið virðist ganga. Auðvelt er fyrir aðilana að stofna þess í stað nýja reikninga og halda áfram.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×