Assad skýtur óvænt upp kollinum í Moskvu Samúel Karl Ólason skrifar 21. október 2015 10:15 Bashar al-Assad og Vladimir Putin í Moskvu í morgun. Vísir/EPA Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, fór í óvænta heimsókn til Moskvu í dag. Þar ræddi hann við Vladmir Putin, forseta Rússlands, um ástandið í Sýrlandi og þátttöku Rússlands í hernaði þar. Þetta er í fyrsta sinn sem vitað er til þess að Assad ferðast frá Sýrlandi frá því að borgarastyrjöldin hófst fyrir rúmum fjórum árum. Leiðtogarnir töluðu um að hernaðaraðgerðir í Sýrlandi yrðu að leiða til pólitískrar lausnar á ástandinu í landinu. Rússar hófu loftárásir í Sýrlandi í lok september og þar að auki hafa vopnaðar sveitir Hezbollah samtakanna og íranskir hermenn gengið til liðs við sýrlenska herinn. Borgarastyrjöldin í Sýrlandi hófst í mars árið 2011, eftir að stjórnvöld Assad börðu niður friðsöm mótmæli gegn einræði fjölskyldu forsetans.Hafez al-Assad, faðir Bashar, tók völd í Sýrlandi í valdaráni árið 1970. Bashar varð forseti árið 2000, þá 34 ára gamall, en upprunalega stóð til að eldri bróðir hans Basel tæki við af föður þeirra. Basel var hermaður og hafði verið mótaður til að taka við, en hann lét þó lífið í bílslysi árið 1994. Bashar var kallaður heim í skyndi, en hann hafði þá búið í London, þar sem hann lagði nám á augnlækningar.Á fundi forsetanna þakkaði Putin Assad fyrir að hafa þegið boð þeirra til Moskvu, þrátt fyrir „sorglegt ástand“ í Sýrlandi. Assad þakkaði Putin sömuleiðis fyrir hernaðaraðstoðina og sagði að hryðjuverkahópar væru enn útbreiddari ef ekki væri fyrir inngrip Rússlands í Sýrlandi. Rússar segjast vera að gera loftárásir gegn Íslamska ríkinu og öðrum hryðjuverkasamtökum. Þjóðir eins og Tyrkland, Bandaríkin og Frakkland segja hins vegar að árásir Rússa beinist að mestu gegn uppreisnarhópum sem berjist gegn stjórn Assad fjölskyldunnar og eru studdir af meðal annars Bandaríkjunum og Sádi-Arabíu. Þá segja þeir að inngrip Rússa muni lengja átökin í Sýrlandi. Hér má sjá yfirlit yfir loftárásir Rússlands í Sýrlandi sem unnið er af Institute for the Study of War. Kortið er unnið upp úr tilkynningum stjórnvalda í Sýrlandi og víðar, samfélagsmiðlum og tilkynningum aðgerðasinna í Sýrlandi eins og Syrian observatory for human rights, sem rekur stórt net heimildarmanna í Sýrlandi. Talsmaður Putin vildi ekki segja fjölmiðlum nánar frá viðræðum forsetanna né hvað þeir hefðu sérstaklega rætt. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Leiðtogi Al Qaeda veginn í Sýrlandi Hinn sádiarabíski Sanafi Al-Nasr, sem fór fyrir Khorasan hópnum í Sýrlandi, var veginn í loftáras á fimmtudag. 18. október 2015 19:00 Þúsundir Sýrlendinga á flótta undan sókn Assad Minnst 70 þúsund Sýrlendingar hafa nú flúið heimili sín undan sókn stjórnarhers Sýrlands og bandamanna þeirra. 19. október 2015 13:00 Trudau hættir loftárásum á ISIS Hinn nýji forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, hefur greint Bandaríkjaforseta frá því að kanadískar herþotur muni hætta þátttöku í loftárásum á íslamska ríkið í Írak og í Sýrlandi. 21. október 2015 08:52 Áttuðu sig of seint á stöðu Tyrklands Evrópusambandið borgar Tyrklandi milljarða evra til að torvelda flóttafólki ferðir yfir landamærin. Erdogan Tyrklandsforseti segir ESB hafa áttað sig alltof seint á stöðunni. Forseti Evrópuráðsins segir að Tyrkir fái ekki fjárstuðning 17. október 2015 07:00 Skutu niður dróna í lofthelgi Tyrkja Tyrkneskar herþotur skutu niður ómerktan dróna í lofthelgi Tyrkja nærri Sýrlandi um hádegisbilið í dag. Ekki liggur fyrir á hvers vegum dróninn var. 16. október 2015 14:22 Reyna að tryggja flugöryggi yfir Sýrlandi Bandaríkjamenn og Rússar samþykktu í dag að grípa til aukinna ráðstafana til að tryggja flugöryggi í lofthelgi Sýrlands. 20. október 2015 21:38 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi Sjá meira
Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, fór í óvænta heimsókn til Moskvu í dag. Þar ræddi hann við Vladmir Putin, forseta Rússlands, um ástandið í Sýrlandi og þátttöku Rússlands í hernaði þar. Þetta er í fyrsta sinn sem vitað er til þess að Assad ferðast frá Sýrlandi frá því að borgarastyrjöldin hófst fyrir rúmum fjórum árum. Leiðtogarnir töluðu um að hernaðaraðgerðir í Sýrlandi yrðu að leiða til pólitískrar lausnar á ástandinu í landinu. Rússar hófu loftárásir í Sýrlandi í lok september og þar að auki hafa vopnaðar sveitir Hezbollah samtakanna og íranskir hermenn gengið til liðs við sýrlenska herinn. Borgarastyrjöldin í Sýrlandi hófst í mars árið 2011, eftir að stjórnvöld Assad börðu niður friðsöm mótmæli gegn einræði fjölskyldu forsetans.Hafez al-Assad, faðir Bashar, tók völd í Sýrlandi í valdaráni árið 1970. Bashar varð forseti árið 2000, þá 34 ára gamall, en upprunalega stóð til að eldri bróðir hans Basel tæki við af föður þeirra. Basel var hermaður og hafði verið mótaður til að taka við, en hann lét þó lífið í bílslysi árið 1994. Bashar var kallaður heim í skyndi, en hann hafði þá búið í London, þar sem hann lagði nám á augnlækningar.Á fundi forsetanna þakkaði Putin Assad fyrir að hafa þegið boð þeirra til Moskvu, þrátt fyrir „sorglegt ástand“ í Sýrlandi. Assad þakkaði Putin sömuleiðis fyrir hernaðaraðstoðina og sagði að hryðjuverkahópar væru enn útbreiddari ef ekki væri fyrir inngrip Rússlands í Sýrlandi. Rússar segjast vera að gera loftárásir gegn Íslamska ríkinu og öðrum hryðjuverkasamtökum. Þjóðir eins og Tyrkland, Bandaríkin og Frakkland segja hins vegar að árásir Rússa beinist að mestu gegn uppreisnarhópum sem berjist gegn stjórn Assad fjölskyldunnar og eru studdir af meðal annars Bandaríkjunum og Sádi-Arabíu. Þá segja þeir að inngrip Rússa muni lengja átökin í Sýrlandi. Hér má sjá yfirlit yfir loftárásir Rússlands í Sýrlandi sem unnið er af Institute for the Study of War. Kortið er unnið upp úr tilkynningum stjórnvalda í Sýrlandi og víðar, samfélagsmiðlum og tilkynningum aðgerðasinna í Sýrlandi eins og Syrian observatory for human rights, sem rekur stórt net heimildarmanna í Sýrlandi. Talsmaður Putin vildi ekki segja fjölmiðlum nánar frá viðræðum forsetanna né hvað þeir hefðu sérstaklega rætt.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Leiðtogi Al Qaeda veginn í Sýrlandi Hinn sádiarabíski Sanafi Al-Nasr, sem fór fyrir Khorasan hópnum í Sýrlandi, var veginn í loftáras á fimmtudag. 18. október 2015 19:00 Þúsundir Sýrlendinga á flótta undan sókn Assad Minnst 70 þúsund Sýrlendingar hafa nú flúið heimili sín undan sókn stjórnarhers Sýrlands og bandamanna þeirra. 19. október 2015 13:00 Trudau hættir loftárásum á ISIS Hinn nýji forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, hefur greint Bandaríkjaforseta frá því að kanadískar herþotur muni hætta þátttöku í loftárásum á íslamska ríkið í Írak og í Sýrlandi. 21. október 2015 08:52 Áttuðu sig of seint á stöðu Tyrklands Evrópusambandið borgar Tyrklandi milljarða evra til að torvelda flóttafólki ferðir yfir landamærin. Erdogan Tyrklandsforseti segir ESB hafa áttað sig alltof seint á stöðunni. Forseti Evrópuráðsins segir að Tyrkir fái ekki fjárstuðning 17. október 2015 07:00 Skutu niður dróna í lofthelgi Tyrkja Tyrkneskar herþotur skutu niður ómerktan dróna í lofthelgi Tyrkja nærri Sýrlandi um hádegisbilið í dag. Ekki liggur fyrir á hvers vegum dróninn var. 16. október 2015 14:22 Reyna að tryggja flugöryggi yfir Sýrlandi Bandaríkjamenn og Rússar samþykktu í dag að grípa til aukinna ráðstafana til að tryggja flugöryggi í lofthelgi Sýrlands. 20. október 2015 21:38 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi Sjá meira
Leiðtogi Al Qaeda veginn í Sýrlandi Hinn sádiarabíski Sanafi Al-Nasr, sem fór fyrir Khorasan hópnum í Sýrlandi, var veginn í loftáras á fimmtudag. 18. október 2015 19:00
Þúsundir Sýrlendinga á flótta undan sókn Assad Minnst 70 þúsund Sýrlendingar hafa nú flúið heimili sín undan sókn stjórnarhers Sýrlands og bandamanna þeirra. 19. október 2015 13:00
Trudau hættir loftárásum á ISIS Hinn nýji forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, hefur greint Bandaríkjaforseta frá því að kanadískar herþotur muni hætta þátttöku í loftárásum á íslamska ríkið í Írak og í Sýrlandi. 21. október 2015 08:52
Áttuðu sig of seint á stöðu Tyrklands Evrópusambandið borgar Tyrklandi milljarða evra til að torvelda flóttafólki ferðir yfir landamærin. Erdogan Tyrklandsforseti segir ESB hafa áttað sig alltof seint á stöðunni. Forseti Evrópuráðsins segir að Tyrkir fái ekki fjárstuðning 17. október 2015 07:00
Skutu niður dróna í lofthelgi Tyrkja Tyrkneskar herþotur skutu niður ómerktan dróna í lofthelgi Tyrkja nærri Sýrlandi um hádegisbilið í dag. Ekki liggur fyrir á hvers vegum dróninn var. 16. október 2015 14:22
Reyna að tryggja flugöryggi yfir Sýrlandi Bandaríkjamenn og Rússar samþykktu í dag að grípa til aukinna ráðstafana til að tryggja flugöryggi í lofthelgi Sýrlands. 20. október 2015 21:38
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent