Rússnesku flugmennirnir skotnir á leið til jarðar í fallhlífum Guðsteinn Bjarnason skrifar 25. nóvember 2015 07:00 Þeir Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti og Vladimír Pútín Rússlandsforseti hittust á leiðtogafundi í Tyrklandi fyrir rúmri viku. Vísir/EPA Uppreisnarmenn úr sveitum Túrkmena í Sýrlandi drápu tvo rússneska herflugmenn þegar þeir svifu til jarðar í fallhlífum sínum, eftir að Tyrkir höfðu skotið niður þotu þeirra. Túrkmenar hafa tekið þátt í uppreisninni gegn Bashar al Assad Sýrlandsforseta, en rússneski herinn hóf í haust loftárásir á uppreisnarsveitir í Sýrlandi. Rússar hafa verið gagnrýndir fyrir að sprengja jafnt á yfirráðasvæðum hryðjuverkamanna og hófsamra uppreisnarmanna. Túrkmenar hafa notið aðstoðar frá Tyrklandi, og líta á Tyrki sem helstu bandamenn sína. „Við skutum flugmennina meðan þeir voru að lenda í fallhlífum sínum. Lík þeirra eru hérna,“ er haft eftir Alpaslan Celik, yfirmanni í uppreisnarsveitum Túrkmena í Sýrlandi, á fréttavef tyrkneska dagblaðsins Hurriyet. Hann fullyrðir að rússneska herþotan, sem skotin var niður, hafi gert árásir á sveitir Túrkmena. Vladimír Pútín Rússlandsforseti sakaði í gær Tyrki um að aðstoða hryðjuverkamenn í Sýrlandi, eftir að tvær tyrkneskar herþotur skutu niður rússnesku herþotuna. Hann spurði enn fremur hvort Tyrkland vilji að Atlantshafsbandalagið þjóni Daish, samtökunum sem nefna sig Íslamskt ríki. Tyrkir segja rússnesku þotuna hafa farið án leyfis og án þess að ansa fyrirspurnum inn í tyrkneska lofthelgi. Rússneskar herþotur hafi raunar gert þetta ítrekað undanfarnar vikur. Pútín segir að þetta atvik muni hafa alvarlegar afleiðingar fyrir samskipti ríkjanna tveggja. „Við munum aldrei líða slík grimmdarverk,“ sagði Pútín. Tyrkir og Rússar hafa haft mikil efnahagsleg tengsl. Rússland er það ríki sem Tyrkland á í mestum viðskiptum við, næst á eftir Þýskalandi. Túrkmenar búa flestir í Mið-Asíuríkinu Túrkmenistan, en þeir búa einnig í fleiri ríkjum Mið-Asíu og Mið-Austurlanda, þar á meðal Sýrlandi þar sem þeir eru taldir vera allt að ein milljón og þar með einn stærsti minnihlutahópur landsins. Rússland Sýrland Túrkmenistan Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Uppreisnarmenn úr sveitum Túrkmena í Sýrlandi drápu tvo rússneska herflugmenn þegar þeir svifu til jarðar í fallhlífum sínum, eftir að Tyrkir höfðu skotið niður þotu þeirra. Túrkmenar hafa tekið þátt í uppreisninni gegn Bashar al Assad Sýrlandsforseta, en rússneski herinn hóf í haust loftárásir á uppreisnarsveitir í Sýrlandi. Rússar hafa verið gagnrýndir fyrir að sprengja jafnt á yfirráðasvæðum hryðjuverkamanna og hófsamra uppreisnarmanna. Túrkmenar hafa notið aðstoðar frá Tyrklandi, og líta á Tyrki sem helstu bandamenn sína. „Við skutum flugmennina meðan þeir voru að lenda í fallhlífum sínum. Lík þeirra eru hérna,“ er haft eftir Alpaslan Celik, yfirmanni í uppreisnarsveitum Túrkmena í Sýrlandi, á fréttavef tyrkneska dagblaðsins Hurriyet. Hann fullyrðir að rússneska herþotan, sem skotin var niður, hafi gert árásir á sveitir Túrkmena. Vladimír Pútín Rússlandsforseti sakaði í gær Tyrki um að aðstoða hryðjuverkamenn í Sýrlandi, eftir að tvær tyrkneskar herþotur skutu niður rússnesku herþotuna. Hann spurði enn fremur hvort Tyrkland vilji að Atlantshafsbandalagið þjóni Daish, samtökunum sem nefna sig Íslamskt ríki. Tyrkir segja rússnesku þotuna hafa farið án leyfis og án þess að ansa fyrirspurnum inn í tyrkneska lofthelgi. Rússneskar herþotur hafi raunar gert þetta ítrekað undanfarnar vikur. Pútín segir að þetta atvik muni hafa alvarlegar afleiðingar fyrir samskipti ríkjanna tveggja. „Við munum aldrei líða slík grimmdarverk,“ sagði Pútín. Tyrkir og Rússar hafa haft mikil efnahagsleg tengsl. Rússland er það ríki sem Tyrkland á í mestum viðskiptum við, næst á eftir Þýskalandi. Túrkmenar búa flestir í Mið-Asíuríkinu Túrkmenistan, en þeir búa einnig í fleiri ríkjum Mið-Asíu og Mið-Austurlanda, þar á meðal Sýrlandi þar sem þeir eru taldir vera allt að ein milljón og þar með einn stærsti minnihlutahópur landsins.
Rússland Sýrland Túrkmenistan Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira