Erlent

Bretar byrjaðir að sprengja í Sýrlandi

Atli Ísleifsson skrifar
397 þingmenn breska þingsins greiddu atkvæði með hernaraðgerðum gegn ISIS, en 223 gegn.
397 þingmenn breska þingsins greiddu atkvæði með hernaraðgerðum gegn ISIS, en 223 gegn. Vísir/AFP
RAF Tornado orrustuþotur breska hersins hafa gert fyrstu loftárásir Breta á skotmörk ISIS í Sýrland. Breska þingið samþykkti í gær að ráðast í hernaraðgerðir gegn ISIS.

Í frétt BBC kemur fram að fjórar orrustuþotur hafi flogið af stað frá herstöð á Kýpur fljótlega eftir atkvæðagreiðslu þingmanna.

Varnarmálaráðuneyti Bretlands staðfestir að árásirnar hafi beinst að Omar olíusvæðinu í austurhluta Sýrlands sem ISIS-liðar ráða yfir. Varnarmálaráðherrann Michael Fallon að árásirnar hafi verið „árangursríkar“.

397 þingmenn breska þingsins greiddu atkvæði með hernaraðgerðum gegn ISIS, en 223 gegn.

Fallon sagði markmiðið vera að höggva skarð í sölu ISIS á olíu.

Fallon segir að átta orrustuþotum til viðbótar verði flogið til Akrotiri-herstöðvarinnar á Kýpur til að taka þátt í loftárásunum.


Tengdar fréttir

Stjórnir Þýskalands og Bretlands vilja hernað

Ákvarðanir beggja stjórna bornar undir þjóðþing landanna í vikunni. Þýskir hermenn telja þurfa meira en áratug til að ráða niðurlögum Íslamska ríkisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×