Flugvél Malaysia Airlines flogið í um klukkustund í vitlausa átt Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. desember 2015 21:04 Það er skammt stórra högga á milli í rekstri Malaysia Airlines. vísir/getty Flugvél Malaysian Airlines var flogið í um klukkustund í vitlausa átt eftir að hafa tekið á loft frá Nýja Sjálandi á jóladag. Málið er nú til rannsóknar hjá flugstjórnaryfirvöldum þar í landi en þetta kemur fram á vef The Independent. Flug MH312 flýgur alla jafna í norðvestur yfir Ástralíu á leið sinni frá Auckland til Kúala Lúmpúr en gögn úr radarmælum gefa til kynna að vélinni hafi verið flogið í suðurátt í um klukkustund. Sjá einnig: Annað stórslys Malaysia Airlines á árinu Samkvæmt New Zealand Herald gerði flugmaður vélarinnar athugasemd við stefnu vélarinnar um átta mínútum eftir flugtak, sem var klukkan 02:23 að staðartíma. Í frétt miðilsins kemur einnig fram að farþegar vélarinnar hafi ekki orðið þessarar furðulegu flugstefnu varir.Rauða línan gefur til kynna venjulega flugleið MH312 en sú bláa, neðri línan, sýnir leið vélarinnar á jóladag.Að sögn nýsjálenskra flugstjórnaryfirvalda er ekki talið að nein alvarleg hætta hafi stafað af þessari krókaleið vélarinnar sem er sem fyrr segir enn til rannsókar. „Við erum með starfshóp hér innanhúss sem mun rannsaka málið,“ sagði talsmaður við New Zealand Herald.Sjá einnig: Þraukar Malaysia Airlines?Það hefur töluvert gustað um Malaysian Airlines allt frá því að flug MH370 frá Kuala Lumpur til Peking þann 8. mars á síðasta ári hvarf sporlaust yfir Indlandshafi. Orðspor flugfélagsins beið töluverða hnekki og fjárhagslegt tjón þess var mikið. Ekki bætti úr skák að fjórum mánuðum síðar, 17. júlí 2014, var vél Malaysia Airlines HM17 grandað yfir Úkraínu. 298 manns létu lífið í grandinu og hlutabréfaverð í flugfélaginu féll um tugi prósenta. Flugvélahvarf MH370 Tengdar fréttir 3,5 milljarðar fyrir upplýsingar um hver grandaði MH17 Verðlaunafénu er lýst sem því hæsta sinnar tegundar í sögunni. 18. september 2014 13:41 Sex mánuðir í dag frá hvarfi flugs Malaysian airlines MH370 Nýjasta vísbendingin er þó rétt um tíu daga gömul og yfirvöld hafa því ekki gefist upp á leitinni. 8. september 2014 08:07 Afbókaði bæði í flug MH17 og MH370 Hollenskur hjólreiðamaður átti bókað flug bæði með flugi MH370 og flugi MH17 en breytti ferðaáætlunum í bæði skiptin. 22. júlí 2014 14:14 Flugþjónn Malaysian Airlines handtekinn fyrir að káfa á farþega Áhafnarmeðlimurinn á að hafa reynt að róa taugar farþegans sem sagðist vera smeykur við að fljúga með flugfélaginu. 14. ágúst 2014 21:16 Malaysia Airlines íhugar nafnabreytingu Malaysia Airlines íhugar nú að breyta um nafn og merki flugfélagsins. 28. júlí 2014 11:54 Hvarf MH370 var slys og allir eru taldir af Ekkert hefur spurst til vélarinnar frá því að hún hvarf af ratsjám yfir Indlandshafi 8. mars 2014. 29. janúar 2015 12:44 Vilja sérstakan dómstól fyrir þá sem skutu niður vél Malaysia Airlines Vélin var skotin niður í júlí á síðasta ári með þeim afleyðingum að 298 létust. 3. júlí 2015 07:14 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Flugvél Malaysian Airlines var flogið í um klukkustund í vitlausa átt eftir að hafa tekið á loft frá Nýja Sjálandi á jóladag. Málið er nú til rannsóknar hjá flugstjórnaryfirvöldum þar í landi en þetta kemur fram á vef The Independent. Flug MH312 flýgur alla jafna í norðvestur yfir Ástralíu á leið sinni frá Auckland til Kúala Lúmpúr en gögn úr radarmælum gefa til kynna að vélinni hafi verið flogið í suðurátt í um klukkustund. Sjá einnig: Annað stórslys Malaysia Airlines á árinu Samkvæmt New Zealand Herald gerði flugmaður vélarinnar athugasemd við stefnu vélarinnar um átta mínútum eftir flugtak, sem var klukkan 02:23 að staðartíma. Í frétt miðilsins kemur einnig fram að farþegar vélarinnar hafi ekki orðið þessarar furðulegu flugstefnu varir.Rauða línan gefur til kynna venjulega flugleið MH312 en sú bláa, neðri línan, sýnir leið vélarinnar á jóladag.Að sögn nýsjálenskra flugstjórnaryfirvalda er ekki talið að nein alvarleg hætta hafi stafað af þessari krókaleið vélarinnar sem er sem fyrr segir enn til rannsókar. „Við erum með starfshóp hér innanhúss sem mun rannsaka málið,“ sagði talsmaður við New Zealand Herald.Sjá einnig: Þraukar Malaysia Airlines?Það hefur töluvert gustað um Malaysian Airlines allt frá því að flug MH370 frá Kuala Lumpur til Peking þann 8. mars á síðasta ári hvarf sporlaust yfir Indlandshafi. Orðspor flugfélagsins beið töluverða hnekki og fjárhagslegt tjón þess var mikið. Ekki bætti úr skák að fjórum mánuðum síðar, 17. júlí 2014, var vél Malaysia Airlines HM17 grandað yfir Úkraínu. 298 manns létu lífið í grandinu og hlutabréfaverð í flugfélaginu féll um tugi prósenta.
Flugvélahvarf MH370 Tengdar fréttir 3,5 milljarðar fyrir upplýsingar um hver grandaði MH17 Verðlaunafénu er lýst sem því hæsta sinnar tegundar í sögunni. 18. september 2014 13:41 Sex mánuðir í dag frá hvarfi flugs Malaysian airlines MH370 Nýjasta vísbendingin er þó rétt um tíu daga gömul og yfirvöld hafa því ekki gefist upp á leitinni. 8. september 2014 08:07 Afbókaði bæði í flug MH17 og MH370 Hollenskur hjólreiðamaður átti bókað flug bæði með flugi MH370 og flugi MH17 en breytti ferðaáætlunum í bæði skiptin. 22. júlí 2014 14:14 Flugþjónn Malaysian Airlines handtekinn fyrir að káfa á farþega Áhafnarmeðlimurinn á að hafa reynt að róa taugar farþegans sem sagðist vera smeykur við að fljúga með flugfélaginu. 14. ágúst 2014 21:16 Malaysia Airlines íhugar nafnabreytingu Malaysia Airlines íhugar nú að breyta um nafn og merki flugfélagsins. 28. júlí 2014 11:54 Hvarf MH370 var slys og allir eru taldir af Ekkert hefur spurst til vélarinnar frá því að hún hvarf af ratsjám yfir Indlandshafi 8. mars 2014. 29. janúar 2015 12:44 Vilja sérstakan dómstól fyrir þá sem skutu niður vél Malaysia Airlines Vélin var skotin niður í júlí á síðasta ári með þeim afleyðingum að 298 létust. 3. júlí 2015 07:14 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
3,5 milljarðar fyrir upplýsingar um hver grandaði MH17 Verðlaunafénu er lýst sem því hæsta sinnar tegundar í sögunni. 18. september 2014 13:41
Sex mánuðir í dag frá hvarfi flugs Malaysian airlines MH370 Nýjasta vísbendingin er þó rétt um tíu daga gömul og yfirvöld hafa því ekki gefist upp á leitinni. 8. september 2014 08:07
Afbókaði bæði í flug MH17 og MH370 Hollenskur hjólreiðamaður átti bókað flug bæði með flugi MH370 og flugi MH17 en breytti ferðaáætlunum í bæði skiptin. 22. júlí 2014 14:14
Flugþjónn Malaysian Airlines handtekinn fyrir að káfa á farþega Áhafnarmeðlimurinn á að hafa reynt að róa taugar farþegans sem sagðist vera smeykur við að fljúga með flugfélaginu. 14. ágúst 2014 21:16
Malaysia Airlines íhugar nafnabreytingu Malaysia Airlines íhugar nú að breyta um nafn og merki flugfélagsins. 28. júlí 2014 11:54
Hvarf MH370 var slys og allir eru taldir af Ekkert hefur spurst til vélarinnar frá því að hún hvarf af ratsjám yfir Indlandshafi 8. mars 2014. 29. janúar 2015 12:44
Vilja sérstakan dómstól fyrir þá sem skutu niður vél Malaysia Airlines Vélin var skotin niður í júlí á síðasta ári með þeim afleyðingum að 298 létust. 3. júlí 2015 07:14