Rammi fyrir ríkisfjármál næstu fjögurra ára Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 30. apríl 2015 07:00 Bjarni Benediktsson. vísir/gva Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mælti í vikunni fyrir ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016 til 2019. Í máli ráðherra kom fram að þetta væri í fyrsta sinn sem tillaga af þessu tagi væri lögð fyrir á Alþingi og markaði því framlagningin tímamót við stjórn ríkisfjármála á Íslandi. „Með þessu nýja vinnulagi er þingræðið eflt, enda er með þessu tryggt að Alþingi komi mun fyrr að mótun þess ramma sem fjárlagagerðinni er sniðinn því að í áætluninni birtist stefnumótandi umfjöllun sem beinist að markmiðum, meginlínum og heildarstærðum í fyrstu áföngum fjárlagaferlisins,“ sagði Bjarni. Hann sagði áætlunina bera með sér að veruleg umskipti hefðu orðið í rekstri ríkissjóðs, jafnvægi hefði náðst og horfur væru á auknum afgangi á næstu árum. „Afkomubatinn hefur verið nýttur til að loka fjárlagagatinu og stöðva skuldasöfnun ríkissjóðs en það er augljós forsenda fyrir raunverulegri viðspyrnu í fjármálum ríkisins. Miklu máli skiptir að styrkja áfram stöðu ríkissjóðs á næstu árum og að ríkisskuldir sem hlutfall af landsframleiðslu haldi áfram að lækka.?Guðmundur Steingrímssonvísir/valliStjórnarandstöðuþingmenn fögnuðu framlagningunni, þótt þeir hefðu sitthvað efnislegt við hana að athuga. Bæði Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, og Steingrímur J. Sigfússon, Vinstri grænum, gerðu athugasemdir við að áætlaðar væru mjög litlar fjárfestingar. „Í mínum huga heitir það skuldasöfnun að fara ekki í nauðsynlegar fjárfestingar til að byggja upp innviði eða fara ekki í nauðsynlegt viðhald. Það safnast bara upp þörf,“ sagði Guðmundur. Steingrímur var einnig á því að það veikti áætlunina að hvergi væri sýnt að ríkið væri að tapa. „Bæði að taka á sig kostnað sem er ófjármagnaður og tapa umtalsverðum tekjum vegna skuldaniðurfellingaraðgerðar ríkisstjórnarinnar. Það eru stórar fjárhæðir,“ sagði Steingrímur. Alþingi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mælti í vikunni fyrir ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016 til 2019. Í máli ráðherra kom fram að þetta væri í fyrsta sinn sem tillaga af þessu tagi væri lögð fyrir á Alþingi og markaði því framlagningin tímamót við stjórn ríkisfjármála á Íslandi. „Með þessu nýja vinnulagi er þingræðið eflt, enda er með þessu tryggt að Alþingi komi mun fyrr að mótun þess ramma sem fjárlagagerðinni er sniðinn því að í áætluninni birtist stefnumótandi umfjöllun sem beinist að markmiðum, meginlínum og heildarstærðum í fyrstu áföngum fjárlagaferlisins,“ sagði Bjarni. Hann sagði áætlunina bera með sér að veruleg umskipti hefðu orðið í rekstri ríkissjóðs, jafnvægi hefði náðst og horfur væru á auknum afgangi á næstu árum. „Afkomubatinn hefur verið nýttur til að loka fjárlagagatinu og stöðva skuldasöfnun ríkissjóðs en það er augljós forsenda fyrir raunverulegri viðspyrnu í fjármálum ríkisins. Miklu máli skiptir að styrkja áfram stöðu ríkissjóðs á næstu árum og að ríkisskuldir sem hlutfall af landsframleiðslu haldi áfram að lækka.?Guðmundur Steingrímssonvísir/valliStjórnarandstöðuþingmenn fögnuðu framlagningunni, þótt þeir hefðu sitthvað efnislegt við hana að athuga. Bæði Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, og Steingrímur J. Sigfússon, Vinstri grænum, gerðu athugasemdir við að áætlaðar væru mjög litlar fjárfestingar. „Í mínum huga heitir það skuldasöfnun að fara ekki í nauðsynlegar fjárfestingar til að byggja upp innviði eða fara ekki í nauðsynlegt viðhald. Það safnast bara upp þörf,“ sagði Guðmundur. Steingrímur var einnig á því að það veikti áætlunina að hvergi væri sýnt að ríkið væri að tapa. „Bæði að taka á sig kostnað sem er ófjármagnaður og tapa umtalsverðum tekjum vegna skuldaniðurfellingaraðgerðar ríkisstjórnarinnar. Það eru stórar fjárhæðir,“ sagði Steingrímur.
Alþingi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira