Mætti í ráðuneytið og áminnti ráðherra Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 1. maí 2015 11:00 Síðustu vikur hefur Guðrún Einarsdóttir, 82 ára ellilífeyrisþegi, barist fyrir bættum réttindum eldri borgara landsins. Hún mótmælti því að lífeyrisþegar missi lífeyri þegar þeir dvelja langdvölum á sjúkrastofnun eða dvalarheimili og hélt blaðamannafund á heimili sínu þegar það var hlutskipti hennar sjálfrar. Guðrún heldur baráttu sinni áfram og vill að greiðsluþátttöku aldraða verði breytt þannig að aldraðir haldi fjárhagslegu sjálfstæði og greiðslur vasapeninga lagðar af. Þá vill hún að stofnað verði embætti umboðsmanns aldraðra sem gæti hagsmuna þeirra. „Nú er ég mætt hingað í ráðuneytið með vinalega áminningu til ráðherra, ég fæ reyndar ekki að hitta hana heldur Matthías, aðstoðarmann hennar,“ segir Guðrún þar sem hún bíður á biðstofu í ráðuneytinu. Með henni í för er Sigrún Huld Þorgrímsdóttir öldrunarhjúkrunarfræðingur, sem hefur ákveðið að veita Guðrúnu liðsinni í baráttunni. „Í gegnum Guðrúnu hef ég kynnst því hvernig stjórnvaldið vinnur og sé þörf á breytingum. Það gengur ekki að hafa málefni aldraða í tveimur ráðuneytum á herðum tveggja ráðherra.“Guðrún lætur ekki deigan síga. Vísir/ValliÞingsályktunartillaga liggur fyrir Alþingi um stofnun embættis umboðsmanns aldraðra og Guðrúnu er umhugað um að tillagan verði tekin alvarlega en hugmyndin er ekki ný af nálinni. Á Alþingi veturinn 1996-1997 flutti Guðmundur Hallvarðsson tillögu um stofnun þessa embættis. Árið 2007 samþykkti Félag eldri borgara ályktun um að eldri borgarar fengju umboðsmann. „Bág staða aldraðra er auðmýkjandi og hana þarf að leiðrétta og hananú, ég vitna í orð Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítala. Það vantar fimm hundruð rými á næstu fimm árum. Við verðum að berjast, því við verðum öll gömul, er það ekki?“ segir Guðrún sem hefur fylgst vel með fréttum af stöðu aldraðra sem geta ekki útskrifast af spítölum vegna úrræðaleysis. Matthías Imsland opnar hurð til hálfs. „Guðrún,“ kallar hann hvellt og boðar hana til sín. Hún fær aðstoð Sigrúnar Huldar við að komast inn ganginn og í fundarherbergið. Hún hefur ekki enn fengið sérstaka ökklaskó sem hún sótti um að fá fyrir meira en mánuði og þarf því ríkan stuðning. Á fundinum lagði Guðrún svo fram kröfu sína og áminningu. „Ég bað um að þetta yrði leiðrétt 1. júlí og leiðrétt aftur í tímann það sem hefur verið tekið af.“ Alþingi Tengdar fréttir Guðrún fær framlengingu Fær greitt í þrjá mánuði. 25. mars 2015 07:00 „Stjórnmálamenn gera ekki neitt“ Guðrún Einarsdóttir segir stjórnmálamenn lofa öllu fögru þegar bæta á kjör eldri borgara en standa síðan ekki við neitt. 24. mars 2015 19:30 Sett nauðug á vasapeninga Guðrún Einarsdóttir er 82 ára öryrki. Hún er á bið eftir hjúkrunarheimili og mun þurfa að lifa af rúmlega 50 þúsund krónum á mánuði. Sú fjárhæð dugar ekki fyrir brýnum nauðsynjum. 24. mars 2015 07:00 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Fleiri fréttir Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Sjá meira
Síðustu vikur hefur Guðrún Einarsdóttir, 82 ára ellilífeyrisþegi, barist fyrir bættum réttindum eldri borgara landsins. Hún mótmælti því að lífeyrisþegar missi lífeyri þegar þeir dvelja langdvölum á sjúkrastofnun eða dvalarheimili og hélt blaðamannafund á heimili sínu þegar það var hlutskipti hennar sjálfrar. Guðrún heldur baráttu sinni áfram og vill að greiðsluþátttöku aldraða verði breytt þannig að aldraðir haldi fjárhagslegu sjálfstæði og greiðslur vasapeninga lagðar af. Þá vill hún að stofnað verði embætti umboðsmanns aldraðra sem gæti hagsmuna þeirra. „Nú er ég mætt hingað í ráðuneytið með vinalega áminningu til ráðherra, ég fæ reyndar ekki að hitta hana heldur Matthías, aðstoðarmann hennar,“ segir Guðrún þar sem hún bíður á biðstofu í ráðuneytinu. Með henni í för er Sigrún Huld Þorgrímsdóttir öldrunarhjúkrunarfræðingur, sem hefur ákveðið að veita Guðrúnu liðsinni í baráttunni. „Í gegnum Guðrúnu hef ég kynnst því hvernig stjórnvaldið vinnur og sé þörf á breytingum. Það gengur ekki að hafa málefni aldraða í tveimur ráðuneytum á herðum tveggja ráðherra.“Guðrún lætur ekki deigan síga. Vísir/ValliÞingsályktunartillaga liggur fyrir Alþingi um stofnun embættis umboðsmanns aldraðra og Guðrúnu er umhugað um að tillagan verði tekin alvarlega en hugmyndin er ekki ný af nálinni. Á Alþingi veturinn 1996-1997 flutti Guðmundur Hallvarðsson tillögu um stofnun þessa embættis. Árið 2007 samþykkti Félag eldri borgara ályktun um að eldri borgarar fengju umboðsmann. „Bág staða aldraðra er auðmýkjandi og hana þarf að leiðrétta og hananú, ég vitna í orð Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítala. Það vantar fimm hundruð rými á næstu fimm árum. Við verðum að berjast, því við verðum öll gömul, er það ekki?“ segir Guðrún sem hefur fylgst vel með fréttum af stöðu aldraðra sem geta ekki útskrifast af spítölum vegna úrræðaleysis. Matthías Imsland opnar hurð til hálfs. „Guðrún,“ kallar hann hvellt og boðar hana til sín. Hún fær aðstoð Sigrúnar Huldar við að komast inn ganginn og í fundarherbergið. Hún hefur ekki enn fengið sérstaka ökklaskó sem hún sótti um að fá fyrir meira en mánuði og þarf því ríkan stuðning. Á fundinum lagði Guðrún svo fram kröfu sína og áminningu. „Ég bað um að þetta yrði leiðrétt 1. júlí og leiðrétt aftur í tímann það sem hefur verið tekið af.“
Alþingi Tengdar fréttir Guðrún fær framlengingu Fær greitt í þrjá mánuði. 25. mars 2015 07:00 „Stjórnmálamenn gera ekki neitt“ Guðrún Einarsdóttir segir stjórnmálamenn lofa öllu fögru þegar bæta á kjör eldri borgara en standa síðan ekki við neitt. 24. mars 2015 19:30 Sett nauðug á vasapeninga Guðrún Einarsdóttir er 82 ára öryrki. Hún er á bið eftir hjúkrunarheimili og mun þurfa að lifa af rúmlega 50 þúsund krónum á mánuði. Sú fjárhæð dugar ekki fyrir brýnum nauðsynjum. 24. mars 2015 07:00 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Fleiri fréttir Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Sjá meira
„Stjórnmálamenn gera ekki neitt“ Guðrún Einarsdóttir segir stjórnmálamenn lofa öllu fögru þegar bæta á kjör eldri borgara en standa síðan ekki við neitt. 24. mars 2015 19:30
Sett nauðug á vasapeninga Guðrún Einarsdóttir er 82 ára öryrki. Hún er á bið eftir hjúkrunarheimili og mun þurfa að lifa af rúmlega 50 þúsund krónum á mánuði. Sú fjárhæð dugar ekki fyrir brýnum nauðsynjum. 24. mars 2015 07:00