Starfsfólk þarf ekki norður Sveinn Arnarsson skrifar 14. maí 2015 10:30 Stofnunin verður flutt hægar en ráð var fyrir gert í fyrstu. Starfsmenn Fiskistofu mótmæltu upprunalegum áformum ráðherra harðlega. Vísir/VAlli Starfsmenn Fiskistofu þurfa ekki að flytjast búferlum til Akureyrar til að halda starfi sínu hjá stofnuninni. Þetta er niðurstaða Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegsráðherra en hann kynnti þessa niðurstöðu sína í gær. Þeir starfsmenn stofnunarinnar sem starfa hjá Fiskistofu í Hafnarfirði hafa val um starfsstöð milli Akureyrar og höfuðborgarsvæðisins en Fiskistofustjóri mun taka ákvörðun um staðsetningu nýrra starfsmanna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tilkynnti á ársfundi Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar þann 27. júní í fyrra að Fiskistofa yrði flutt til Akureyrar. Áform ráðherranna hafa mætt mikilli andstöðu. BHM og Hafnarfjarðarkaupstaður, auk starfsmanna Fiskistofu, hafa gagnrýnt flutninginn og talið slíka hreppaflutninga tímaskekkju. Í nýlegu áliti gerir umboðsmaður Alþingis athugasemdir við undirbúning flutnings Fiskistofu til Akureyrar. Kom umboðsmaður að því í áliti sínu að ráðherra þyrfti að gera starfsmönnum Fiskistofu formlega grein fyrir stöðu þeirra nú og hvers mætti vænta um framhaldið.Batnandi mönnum best að lifa Björn Jónsson, lögfræðingur hjá Fiskistofu og fulltrúi starfsmanna, segir undanfarið ár hafa verið starfsmönnum stofnunarinnar þungbært. „Þessi hugmynd um flutning Fiskistofu og umræðan sem hefur fylgt hefur reynst starfsmönnum erfitt. Einnig hefur síðasta ár verið erfitt fyrir stofnunina sjálfa. Hins vegar er batnandi mönnum best að lifa og þetta er niðurstaðan,“ segir hann. Björn telur málflutning sem starfsmenn Fiskistofu hafa haft uppi um flutninginn hafa að lokum haft sigur. „Starfsmenn Fiskistofu spyrntu við fótum um leið og ráðherra vildi flytja stofnunina til Akureyrar. Sá málflutningur varð ofan á og því er þetta gleðiefni fyrir okkur starfsmenn sem eftir eru að hafa hér starfsöryggi.“Krefjandi verkefni fram undan Eyþór Björnsson fiskistofustjóri mun flytja til Akureyrar sem fyrst og byggja upp höfuðstöðvar stofnunarinnar nyrðra. Markmið ríkisstjórnarinnar er að stuðla að fjölbreyttum atvinnutækifærum um allt land með dreifingu opinberra starfa. „Það sem skiptir máli er að eftir sem áður verður ráðist í flutning Fiskistofu til Akureyrar en með breyttu sniði. Um leið og lög um staðsetningu ríkisstofnana verða samþykkt mun ég flytja til Akureyrar og byggja upp nýjar höfuðstöðvar. Nú taka við breyttir tímar og ég lít á þetta sem krefjandi tækifæri að setja á laggirnar þessu nýju höfuðstöðvar,“ segir Eyþór. Nú taki hins vegar við tími þar sem hlúa þurfi að starfsmönnum stofnunarinnar. „Það er mikilvægt að ná aftur upp þeim góða starfsanda sem stofnunin hefur verið þekkt fyrir.“ Þeim starfsmönnum sem vilja samt sem áður flytja gefst áfram kostur á að fá styrk fyrir búferlaflutningnum. Alþingi Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Starfsmenn Fiskistofu þurfa ekki að flytjast búferlum til Akureyrar til að halda starfi sínu hjá stofnuninni. Þetta er niðurstaða Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegsráðherra en hann kynnti þessa niðurstöðu sína í gær. Þeir starfsmenn stofnunarinnar sem starfa hjá Fiskistofu í Hafnarfirði hafa val um starfsstöð milli Akureyrar og höfuðborgarsvæðisins en Fiskistofustjóri mun taka ákvörðun um staðsetningu nýrra starfsmanna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tilkynnti á ársfundi Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar þann 27. júní í fyrra að Fiskistofa yrði flutt til Akureyrar. Áform ráðherranna hafa mætt mikilli andstöðu. BHM og Hafnarfjarðarkaupstaður, auk starfsmanna Fiskistofu, hafa gagnrýnt flutninginn og talið slíka hreppaflutninga tímaskekkju. Í nýlegu áliti gerir umboðsmaður Alþingis athugasemdir við undirbúning flutnings Fiskistofu til Akureyrar. Kom umboðsmaður að því í áliti sínu að ráðherra þyrfti að gera starfsmönnum Fiskistofu formlega grein fyrir stöðu þeirra nú og hvers mætti vænta um framhaldið.Batnandi mönnum best að lifa Björn Jónsson, lögfræðingur hjá Fiskistofu og fulltrúi starfsmanna, segir undanfarið ár hafa verið starfsmönnum stofnunarinnar þungbært. „Þessi hugmynd um flutning Fiskistofu og umræðan sem hefur fylgt hefur reynst starfsmönnum erfitt. Einnig hefur síðasta ár verið erfitt fyrir stofnunina sjálfa. Hins vegar er batnandi mönnum best að lifa og þetta er niðurstaðan,“ segir hann. Björn telur málflutning sem starfsmenn Fiskistofu hafa haft uppi um flutninginn hafa að lokum haft sigur. „Starfsmenn Fiskistofu spyrntu við fótum um leið og ráðherra vildi flytja stofnunina til Akureyrar. Sá málflutningur varð ofan á og því er þetta gleðiefni fyrir okkur starfsmenn sem eftir eru að hafa hér starfsöryggi.“Krefjandi verkefni fram undan Eyþór Björnsson fiskistofustjóri mun flytja til Akureyrar sem fyrst og byggja upp höfuðstöðvar stofnunarinnar nyrðra. Markmið ríkisstjórnarinnar er að stuðla að fjölbreyttum atvinnutækifærum um allt land með dreifingu opinberra starfa. „Það sem skiptir máli er að eftir sem áður verður ráðist í flutning Fiskistofu til Akureyrar en með breyttu sniði. Um leið og lög um staðsetningu ríkisstofnana verða samþykkt mun ég flytja til Akureyrar og byggja upp nýjar höfuðstöðvar. Nú taka við breyttir tímar og ég lít á þetta sem krefjandi tækifæri að setja á laggirnar þessu nýju höfuðstöðvar,“ segir Eyþór. Nú taki hins vegar við tími þar sem hlúa þurfi að starfsmönnum stofnunarinnar. „Það er mikilvægt að ná aftur upp þeim góða starfsanda sem stofnunin hefur verið þekkt fyrir.“ Þeim starfsmönnum sem vilja samt sem áður flytja gefst áfram kostur á að fá styrk fyrir búferlaflutningnum.
Alþingi Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira