Stál í stál á Alþingi Kolbeinn Óttarson Proppé skrifar 21. maí 2015 07:00 Katrín Júlíusdóttir Að segja að óvissa ríki um þinglok er eins og að standa í miðju kríuvarpi með ótal sár á höfðinu og fullyrða að krían sé á engan hátt árásargjarn fugl þegar kemur að því að verja varpið sitt. Það segir sitt um ástandið að samkvæmt dagskrá áttu þingstörf í gær að hefjast klukkan 10 á umræðum um störf þingsins og í kjölfarið að koma sérstök umræða um húsnæðismál. Fyrsti dagskrárliðurinn hófst klukkan 15.08. Og talandi um áætlun, samkvæmt starfsáætlun á að fresta þingi eftir rúma viku, föstudaginn 29. maí. Það þarf töluverða glámskyggni til að sjá að ekki mun takast að afgreiða öll mál sem fyrir þinginu liggja fyrir þann tíma. Ríkisstjórnin hefur lagt fram 118 frumvörp á yfirstandandi þingi. Af þeim hafa 42 verið samþykkt sem lög, en 72 eru enn óafgreidd á ýmsum stigum.Sprengja í þingið Hafi menn haft vonir um að það tækist að ljúka þingstörfum í friði og spekt urðu þær að engu þegar breytingartilllaga atvinnuveganefndar varðandi Rammann leit dagsins ljós. Með tillögunni tókst að sameina stjórnarandstöðuna þannig að nú vinnur hún sem einn maður. „Við fáum eina umræðu til að ræða þessar miklu breytingar á Rammanum. Á sama tíma eru stjórnarflokkarnir að boða breytingar á málinu. Þetta eru vond vinnubrögð ofan á enn verri vinnubrögð,“ segir Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.Jón Gunnarsson„Við munum mótmæla þessum vinnubrögðum og sameinuð berjumst við í stjórnarandstöðunni gegn þessum tillögum eins lengi og með þarf. Þó vonum við að menn sjái að sér og dragi þessar breytingatillögur til baka og haldi sig við upphaflega tillögu ráðherra og láti verkefnisstjórn rammaáætlunar um að sinna sínum lögbundna faglega ferli.“ Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, segir hins vegar að málið snúist ekki um form heldur efni. „Það liggur alveg fyrir að það er grundvallarágreiningur um hvert skal stefna í nýtingu á orkuauðlindum okkar. Það er fólk hér á Alþingi sem hefur engan áhuga á að halda áfram virkjanaframkvæmdum, á meðan aðrir telja það nauðsynlegan þátt til að efla íslenskt samfélag og skapa aukin tækifæri fyrir ungt fólk að það verði haldið áfram á þessum vettvangi. Til þess er horft öfundaraugum til okkar um allan heim, þeirra tækifæra sem fyrir okkur liggja.“ Og spurður um hvort það komi til greina að gefa eftir til að liðka fyrir þinglokum, svarar hann: „Það hefur nú þegar verið dreginn til baka umdeildasti virkjanakosturinn í þessu af okkar hálfu sem er Hagavatnsvirkjun. Það virðist ekki hafa nein áhrif á þeirra málflutning og virðist ekki skipta þau neinu máli. Þannig að ég veit ekkert hversu langt þarf að ganga til að semja við þau um þessi mál. En á þessari stundu, þá sýnist mér ekkert annað vera í spilunum hér annað en að við ljúkum málum með þessum hætti og meirihluti þingsins fái að taka sína ákvörðun, eins og gerðist hér á síðasta kjörtímabili þegar þau voru með algjörlega sambærilega tillögu inni í þinginu.“ Allt í lás Á meðan ekki semst um Rammann virðist því ljóst að allt er botnfrosið. Fjöldi stórra mála bíður, Bankasýslan, makríllinn, samgönguáætlun, ívilnanir til nýfjárfestinga, lyfjalög, meðferð sakamála og lögreglulög, almannatryggingar, fjárfestingasamningur við Thorsil um kísilverksmiðju, opinber fjármál, staðgöngumæðrun, tekjustofnar sveitarfélaga, Fiskistofa og svo mætti lengi telja, enda málin mörg. Alþingi Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Að segja að óvissa ríki um þinglok er eins og að standa í miðju kríuvarpi með ótal sár á höfðinu og fullyrða að krían sé á engan hátt árásargjarn fugl þegar kemur að því að verja varpið sitt. Það segir sitt um ástandið að samkvæmt dagskrá áttu þingstörf í gær að hefjast klukkan 10 á umræðum um störf þingsins og í kjölfarið að koma sérstök umræða um húsnæðismál. Fyrsti dagskrárliðurinn hófst klukkan 15.08. Og talandi um áætlun, samkvæmt starfsáætlun á að fresta þingi eftir rúma viku, föstudaginn 29. maí. Það þarf töluverða glámskyggni til að sjá að ekki mun takast að afgreiða öll mál sem fyrir þinginu liggja fyrir þann tíma. Ríkisstjórnin hefur lagt fram 118 frumvörp á yfirstandandi þingi. Af þeim hafa 42 verið samþykkt sem lög, en 72 eru enn óafgreidd á ýmsum stigum.Sprengja í þingið Hafi menn haft vonir um að það tækist að ljúka þingstörfum í friði og spekt urðu þær að engu þegar breytingartilllaga atvinnuveganefndar varðandi Rammann leit dagsins ljós. Með tillögunni tókst að sameina stjórnarandstöðuna þannig að nú vinnur hún sem einn maður. „Við fáum eina umræðu til að ræða þessar miklu breytingar á Rammanum. Á sama tíma eru stjórnarflokkarnir að boða breytingar á málinu. Þetta eru vond vinnubrögð ofan á enn verri vinnubrögð,“ segir Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.Jón Gunnarsson„Við munum mótmæla þessum vinnubrögðum og sameinuð berjumst við í stjórnarandstöðunni gegn þessum tillögum eins lengi og með þarf. Þó vonum við að menn sjái að sér og dragi þessar breytingatillögur til baka og haldi sig við upphaflega tillögu ráðherra og láti verkefnisstjórn rammaáætlunar um að sinna sínum lögbundna faglega ferli.“ Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, segir hins vegar að málið snúist ekki um form heldur efni. „Það liggur alveg fyrir að það er grundvallarágreiningur um hvert skal stefna í nýtingu á orkuauðlindum okkar. Það er fólk hér á Alþingi sem hefur engan áhuga á að halda áfram virkjanaframkvæmdum, á meðan aðrir telja það nauðsynlegan þátt til að efla íslenskt samfélag og skapa aukin tækifæri fyrir ungt fólk að það verði haldið áfram á þessum vettvangi. Til þess er horft öfundaraugum til okkar um allan heim, þeirra tækifæra sem fyrir okkur liggja.“ Og spurður um hvort það komi til greina að gefa eftir til að liðka fyrir þinglokum, svarar hann: „Það hefur nú þegar verið dreginn til baka umdeildasti virkjanakosturinn í þessu af okkar hálfu sem er Hagavatnsvirkjun. Það virðist ekki hafa nein áhrif á þeirra málflutning og virðist ekki skipta þau neinu máli. Þannig að ég veit ekkert hversu langt þarf að ganga til að semja við þau um þessi mál. En á þessari stundu, þá sýnist mér ekkert annað vera í spilunum hér annað en að við ljúkum málum með þessum hætti og meirihluti þingsins fái að taka sína ákvörðun, eins og gerðist hér á síðasta kjörtímabili þegar þau voru með algjörlega sambærilega tillögu inni í þinginu.“ Allt í lás Á meðan ekki semst um Rammann virðist því ljóst að allt er botnfrosið. Fjöldi stórra mála bíður, Bankasýslan, makríllinn, samgönguáætlun, ívilnanir til nýfjárfestinga, lyfjalög, meðferð sakamála og lögreglulög, almannatryggingar, fjárfestingasamningur við Thorsil um kísilverksmiðju, opinber fjármál, staðgöngumæðrun, tekjustofnar sveitarfélaga, Fiskistofa og svo mætti lengi telja, enda málin mörg.
Alþingi Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira