Þingmenn! Þetta gengur ekki Kári Jónasson skrifar 1. júní 2015 05:00 Enn eina ferðina fylgist þjóðin með lokadögum þingsins, og hvernig stjórn og stjórnarandstaða hreinlega misbýður fólki verð ég að segja. Hafandi fylgst með störfum Alþingis bæði á hliðarlínunni nú undanfarin ár, og svo í þinghúsinu sjálfu, bæði á hænsnapriksbekknum svokallaða hér áður fyrr og í hliðarherbergjum – þegar það mátti í fjölda ára – þá verð ég að segja að ástandið að undanförnu eins og það blasir við mér í fjölmiðlum tekur út yfir allan þjófabálk. Þetta gengur hreinlega ekki, ágætu þingmenn, að haga sér svona, og misbjóða þjóðinni með framkomu sinni í þingsal. Þetta er jú elsta löggjafarsamkunda heimsins, sem enn er við lýði, og þið verðið að gæta virðingar ykkar og ekki síst þjóðarinnar við hin daglegu störf ykkar. Það er ekki nema von að þið hríðfallið í áliti hjá almenningi þegar hann er spurður um álit sitt á Alþingi. Það hefur líka í för með sér að fólk – og ekki síður hin unga og upprennandi kynslóð – fær óbeit á pólitík, nennir ekki á kjörstað, og leggur sig ekki niður við að taka þátt í lýðræðislegri umræðu varðandi stjórn landsins. Mér verður stundum hugsað til vordaganna 1974 þegar blikur voru á lofti í heimi stjórnmálanna, og við blasti að stjórnin var að springa. Þá voru oddvitar stjórnar og stjórnarandstöðu tveir sómakærir menn, Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra og Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Þótt mikið gengi á, á hvorum tveggja vígstöðvum, heyrði maður aldrei orðfæri eins og nú er nær daglega viðhaft í sölum Alþingis. Ólafur, með sína miklu stjórnvisku og þekkingu á stjórnlagafræðum, sat rólegur í hliðarherberginu með pípu sína, á meðan stjórnarandstaðan safnaði undirskriftum þingmanna um vantraust á stjórnina, og steig svo á réttu augnabliki í ræðustól og tilkynnti um þingrof og kosningar. Það var enginn ógurlegur hávaði í kringum þessa örlagastund, og séntilmaðurinn Geir Hallgrímsson vissi auðvitað mæta vel að Ólafur hafði örlögin í hendi sér. Væri nú ekki heillavænlegra fyrir alla – stjórn og stjórnarandstöðu, að ekki sé nú talað um fólkið í landinu – að kjörnir alþingismenn tækju sig dálítið saman í andlitinu, og ofbyðu þjóðinni ekki hvern dag undir þinglok með framkomu sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Kári Jónasson Tengdar fréttir Kínverskir kvenrithöfundar og líf þeirra – seinni hluti Árið 1949 var Alþýðulýðveldið Kína stofnað. Staða kvenna hefur gjörbreyst síðan. Um áratugi hafa margir kvenhöfundar slegið í gegn og bókmenntir tilheyra ekki lengur veröld karlmanna. Sumar þeirra eru búsettar erlendis og hafa haft áhrif innan og utan Kína, þar á meðal Yan Geling. 4. júní 2015 00:01 Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Enn eina ferðina fylgist þjóðin með lokadögum þingsins, og hvernig stjórn og stjórnarandstaða hreinlega misbýður fólki verð ég að segja. Hafandi fylgst með störfum Alþingis bæði á hliðarlínunni nú undanfarin ár, og svo í þinghúsinu sjálfu, bæði á hænsnapriksbekknum svokallaða hér áður fyrr og í hliðarherbergjum – þegar það mátti í fjölda ára – þá verð ég að segja að ástandið að undanförnu eins og það blasir við mér í fjölmiðlum tekur út yfir allan þjófabálk. Þetta gengur hreinlega ekki, ágætu þingmenn, að haga sér svona, og misbjóða þjóðinni með framkomu sinni í þingsal. Þetta er jú elsta löggjafarsamkunda heimsins, sem enn er við lýði, og þið verðið að gæta virðingar ykkar og ekki síst þjóðarinnar við hin daglegu störf ykkar. Það er ekki nema von að þið hríðfallið í áliti hjá almenningi þegar hann er spurður um álit sitt á Alþingi. Það hefur líka í för með sér að fólk – og ekki síður hin unga og upprennandi kynslóð – fær óbeit á pólitík, nennir ekki á kjörstað, og leggur sig ekki niður við að taka þátt í lýðræðislegri umræðu varðandi stjórn landsins. Mér verður stundum hugsað til vordaganna 1974 þegar blikur voru á lofti í heimi stjórnmálanna, og við blasti að stjórnin var að springa. Þá voru oddvitar stjórnar og stjórnarandstöðu tveir sómakærir menn, Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra og Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Þótt mikið gengi á, á hvorum tveggja vígstöðvum, heyrði maður aldrei orðfæri eins og nú er nær daglega viðhaft í sölum Alþingis. Ólafur, með sína miklu stjórnvisku og þekkingu á stjórnlagafræðum, sat rólegur í hliðarherberginu með pípu sína, á meðan stjórnarandstaðan safnaði undirskriftum þingmanna um vantraust á stjórnina, og steig svo á réttu augnabliki í ræðustól og tilkynnti um þingrof og kosningar. Það var enginn ógurlegur hávaði í kringum þessa örlagastund, og séntilmaðurinn Geir Hallgrímsson vissi auðvitað mæta vel að Ólafur hafði örlögin í hendi sér. Væri nú ekki heillavænlegra fyrir alla – stjórn og stjórnarandstöðu, að ekki sé nú talað um fólkið í landinu – að kjörnir alþingismenn tækju sig dálítið saman í andlitinu, og ofbyðu þjóðinni ekki hvern dag undir þinglok með framkomu sinni.
Kínverskir kvenrithöfundar og líf þeirra – seinni hluti Árið 1949 var Alþýðulýðveldið Kína stofnað. Staða kvenna hefur gjörbreyst síðan. Um áratugi hafa margir kvenhöfundar slegið í gegn og bókmenntir tilheyra ekki lengur veröld karlmanna. Sumar þeirra eru búsettar erlendis og hafa haft áhrif innan og utan Kína, þar á meðal Yan Geling. 4. júní 2015 00:01
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun