Viljum við ekki skýrleika? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 5. júní 2015 08:00 Talið um að vinstri og hægri séu úrelt og merkingarlaus hugtök er sjálft nánast merkingarlaust – eða öllu heldur svo ofhlaðið ólíkum skilningi á svona almennum hugtökum að umræðan verður næsta gagnslaus. Talið er jafn tómlegt og hugtökin bændaflokkur, gamalmennapólitík eða fjórflokkur. Deilur um hvort Björt framtíð sé eins og eldri flokkarnir eru til lítils, eða hvort Píratar teljist vinstri, hægri, miðja eða bara „eitthvað“. Gagnslaust er að karpa um hvaða tjón „gamlingjar“ (hvar liggja aldursmörkin?) hafi unnið samfélaginu eða pólitíkinni.Opnari stjórnsýsla Þegar hriktir í samfélaginu vegna óánægju almennings með lífsskilyrði, vegna efnahagshruns eða umhverfisvanda, er þörf á viðtækum hugsjónum/stefnu og skýrum hugmyndum um leiðir og lausnir í helstu málefnum dagsins – meira að segja í málefnum dreifðra byggða sem víðast í landinu. Skýrleiki stefnu og drög að lausnum eru ekki sjálfkrafa sammerk innantómum loforðum eða úreltum vinnubrögðum í pólitík. Nei, munum þetta: Einstaklingar og samtök eiga að setja fram víðtæka stefnu, hugmyndir og lausnir. Þá (og vegna þess) ná að spretta fram gagnlegar umræður og grasrótarstarf sem kristallast í nýjum og farsælli stjórnmálum en við höfum mátt þola sl. 20-30 ár. Aðeins þannig verður opnari stjórnsýsla, betri umræða á þingi, aukið lýðræði og þátttaka almennings fær um að hrinda hugmyndum í framkvæmd. Án tillagna og umræðu um stefnu og lausnir eru orð um opnara samfélag eða þátttöku mína og þína í ákvörðun og stefnumótun orðin tóm. Svikin kosningaloforð eða vond stjórnmál eru ekki innmúruð í nýja eða gamla flokka af því að þessi eða hinn stefnuþáttur getur flokkast til hægri eða vinstri í augum fjöldans. Ekki heldur af því að flokkur hefur uppi hugsjón, t.d. í málefnum bænda, verkalýðs, sjómanna, aldraðra, auðmanna o.s.frv. Ekki heldur vegna þess að 55% félagsmanna eru eldri en 50 ára. Vel haldin kosningaloforð og góð stjórnmál ráðast af alvöru aðhaldi, mikilli þátttöku fólks og heiðarlegri og virkri umræðu innan og utan flokka, félaga og stofnana – nokkuð sem hefur aldrei verið auðveldara en nú með tækni sem er opin öllum, en skortir sárlega. Auðvitað á að hvetja til stefnumótunar og lausnartillagna sem rúmast innan þessara merkingarlausu hugtaka (sem svo kallast): Vinstri, hægri og miðja. Einmitt með þátttöku bænda og „gamlingja“, Pírata og Birtunga, sósíalista og talsmanna frjálshyggju. Landið þarfnast ekki aðeins nýrrar forystu heldur líka alvöru fjöldahreyfinga með stefnu og starfshætti sem færa okkur fram á við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Talið um að vinstri og hægri séu úrelt og merkingarlaus hugtök er sjálft nánast merkingarlaust – eða öllu heldur svo ofhlaðið ólíkum skilningi á svona almennum hugtökum að umræðan verður næsta gagnslaus. Talið er jafn tómlegt og hugtökin bændaflokkur, gamalmennapólitík eða fjórflokkur. Deilur um hvort Björt framtíð sé eins og eldri flokkarnir eru til lítils, eða hvort Píratar teljist vinstri, hægri, miðja eða bara „eitthvað“. Gagnslaust er að karpa um hvaða tjón „gamlingjar“ (hvar liggja aldursmörkin?) hafi unnið samfélaginu eða pólitíkinni.Opnari stjórnsýsla Þegar hriktir í samfélaginu vegna óánægju almennings með lífsskilyrði, vegna efnahagshruns eða umhverfisvanda, er þörf á viðtækum hugsjónum/stefnu og skýrum hugmyndum um leiðir og lausnir í helstu málefnum dagsins – meira að segja í málefnum dreifðra byggða sem víðast í landinu. Skýrleiki stefnu og drög að lausnum eru ekki sjálfkrafa sammerk innantómum loforðum eða úreltum vinnubrögðum í pólitík. Nei, munum þetta: Einstaklingar og samtök eiga að setja fram víðtæka stefnu, hugmyndir og lausnir. Þá (og vegna þess) ná að spretta fram gagnlegar umræður og grasrótarstarf sem kristallast í nýjum og farsælli stjórnmálum en við höfum mátt þola sl. 20-30 ár. Aðeins þannig verður opnari stjórnsýsla, betri umræða á þingi, aukið lýðræði og þátttaka almennings fær um að hrinda hugmyndum í framkvæmd. Án tillagna og umræðu um stefnu og lausnir eru orð um opnara samfélag eða þátttöku mína og þína í ákvörðun og stefnumótun orðin tóm. Svikin kosningaloforð eða vond stjórnmál eru ekki innmúruð í nýja eða gamla flokka af því að þessi eða hinn stefnuþáttur getur flokkast til hægri eða vinstri í augum fjöldans. Ekki heldur af því að flokkur hefur uppi hugsjón, t.d. í málefnum bænda, verkalýðs, sjómanna, aldraðra, auðmanna o.s.frv. Ekki heldur vegna þess að 55% félagsmanna eru eldri en 50 ára. Vel haldin kosningaloforð og góð stjórnmál ráðast af alvöru aðhaldi, mikilli þátttöku fólks og heiðarlegri og virkri umræðu innan og utan flokka, félaga og stofnana – nokkuð sem hefur aldrei verið auðveldara en nú með tækni sem er opin öllum, en skortir sárlega. Auðvitað á að hvetja til stefnumótunar og lausnartillagna sem rúmast innan þessara merkingarlausu hugtaka (sem svo kallast): Vinstri, hægri og miðja. Einmitt með þátttöku bænda og „gamlingja“, Pírata og Birtunga, sósíalista og talsmanna frjálshyggju. Landið þarfnast ekki aðeins nýrrar forystu heldur líka alvöru fjöldahreyfinga með stefnu og starfshætti sem færa okkur fram á við.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun