Trump nýtur mests fylgis repúblikana Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. júlí 2015 07:00 Donald Trump nýtur mikils fylgis þrátt fyrir skiptar skoðanir landsmanna á honum. nordicphotos/afp Auðkýfingurinn Donald Trump er með mest fylgi þeirra sem sækjast eftir útnefningu flokks repúblikana til forsetaframboðs í Bandaríkjunum samkvæmt nýrri könnun The Economist og YouGov. Trump nýtur stuðnings um fimmtán prósenta þeirra sem hyggjast kjósa í forsetakosningunum. Á hæla honum koma Jeb Bush, fyrrverandi ríkisstjóri Flórída, og Rand Paul, öldungadeildarþingmaður frá Kentucky, með ellefu prósent hvor. Jeb Bush þykir hins vegar líklegasti sigurvegarinn. 29 prósent telja hann sigurstranglegastan. Einungis sjö prósent telja Trump sigurstranglegastan, innan við helmingur hugsanlegra kjósenda hans. Fylgi Trumps kemur í kjölfar harðra ummæla hans um ólöglega innflytjendur en hann sagði í ræðu þar sem hann tilkynnti um framboð sitt að margir þeirra Mexíkóa sem flyttu ólöglega til Bandaríkjanna væru glæpamenn og kynferðisbrotamenn. Trump sagði í viðtali við CNN í gær að ef hann yrði forseti myndi hann varpa sprengjum á olíusvæði undir stjórn Íslamska ríkisins í Írak. Rick Francona, fyrrverandi hershöfðingi í Bandaríkjaher, sagði áform Trumps skaðleg fyrir Írak til lengri tíma. Í framtíðinni, eftir að Íslamska ríkinu hefði verið bolað burt, myndu olíusvæðin vera nauðsynleg fyrir uppbyggingu Íraks. Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra, leiðir listann hjá demókrötum. Hún nýtur stuðnings 55 prósenta hugsanlegra kjósenda. Fylgi hennar hefur þó dalað á síðustu vikum þar sem Bernie Sanders, öldungadeildarþingmaður frá Vermont, hefur klifrað upp í 24 prósenta fylgi. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
Auðkýfingurinn Donald Trump er með mest fylgi þeirra sem sækjast eftir útnefningu flokks repúblikana til forsetaframboðs í Bandaríkjunum samkvæmt nýrri könnun The Economist og YouGov. Trump nýtur stuðnings um fimmtán prósenta þeirra sem hyggjast kjósa í forsetakosningunum. Á hæla honum koma Jeb Bush, fyrrverandi ríkisstjóri Flórída, og Rand Paul, öldungadeildarþingmaður frá Kentucky, með ellefu prósent hvor. Jeb Bush þykir hins vegar líklegasti sigurvegarinn. 29 prósent telja hann sigurstranglegastan. Einungis sjö prósent telja Trump sigurstranglegastan, innan við helmingur hugsanlegra kjósenda hans. Fylgi Trumps kemur í kjölfar harðra ummæla hans um ólöglega innflytjendur en hann sagði í ræðu þar sem hann tilkynnti um framboð sitt að margir þeirra Mexíkóa sem flyttu ólöglega til Bandaríkjanna væru glæpamenn og kynferðisbrotamenn. Trump sagði í viðtali við CNN í gær að ef hann yrði forseti myndi hann varpa sprengjum á olíusvæði undir stjórn Íslamska ríkisins í Írak. Rick Francona, fyrrverandi hershöfðingi í Bandaríkjaher, sagði áform Trumps skaðleg fyrir Írak til lengri tíma. Í framtíðinni, eftir að Íslamska ríkinu hefði verið bolað burt, myndu olíusvæðin vera nauðsynleg fyrir uppbyggingu Íraks. Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra, leiðir listann hjá demókrötum. Hún nýtur stuðnings 55 prósenta hugsanlegra kjósenda. Fylgi hennar hefur þó dalað á síðustu vikum þar sem Bernie Sanders, öldungadeildarþingmaður frá Vermont, hefur klifrað upp í 24 prósenta fylgi.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira