Alvaran loks að hefjast í löngu kosningabaráttunni vestra Guðsteinn Bjarnason skrifar 30. janúar 2016 07:00 Bernie Sanders hefur velgt Hillary Clinton verulega undir uggum upp á síðkastið. Fréttablaðið/EPA Bernie Sanders vantar ekki mikið upp á til að sigra Hillary Clinton á fyrsta kjörfundi Demókrataflokksins, ef marka má skoðanakannanir. Hann mælist með um 45 prósenta stuðning en Clinton með 47 til 48 prósent, samkvæmt samantekt á fréttavefnum RealClearPolitics.com. Fyrsti kjörfundur flokksins verður að venju haldinn í Iowa, núna á mánudaginn, 1. febrúar. Næst kemur röðin að New Hampshire, þar sem haldnar verða forkosningar þriðjudaginn 9. febrúar, og þar virðist Sanders með öruggt forskot. Hann mælist með nærri 54 prósent en Clinton tæplega 40 prósent. Í herbúðum repúblikana virðist ekkert lát á sigurgöngu Donalds Trump, sem mælist með vel yfir 30 prósenta fylgi. Sá sem kemur næstur honum er Ted Cruz, sem er með um 26 prósent í Iowa og gæti því átt möguleika þar, en nær ekki nema 12 prósentum í New Hampshire. Yfirburðir Trumps voru meira að segja áberandi í sjónvarpskappræðum repúblikana á fimmtudagskvöldið, þótt Trump sjálfur hafi ákveðið að mæta ekki til leiks og efna heldur til eigin samkomu á sama tíma. „Það liggur við að ég sakni Trumps,“ sagði Jeb Bush í hálfkæringi, en hann mælist með innan við fimm prósenta fylgi í Iowa.Trump virðist eiga sigurinn vísan hjá Repúblikanaflokknum, en mjórra er á munum hjá Demókrötunum Clinton og Sanders. Fréttablaðið/EPAAlvaran er nú loks að hefjast í hinni ógnarlöngu kosningabaráttu um að verða forsetaefni stóru flokkanna tveggja í Bandaríkjunum. Meira en ár er liðið frá því fyrstu frambjóðendurnir lýstu yfir áhuga sínum, og enn eru tæpir tíu mánuðir til forsetakosninganna. Fyrstu forkosningarnar og kjörfundirnir hafa oft ráðið úrslitum um framhaldið þannig að víða er úrslitanna frá Iowa á mánudaginn beðið með óþreyju. Rúmlega viku síðar ættu línur síðan að skýrast enn betur, þegar úrslit koma frá New Hampshire. Síðar í febrúar kemur röðin svo að Nevada og Suður-Karólínu, en 1. mars er svo röðin komin að ofurþriðjudeginum svonefnda, þegar kosið er samtímis í fjórtán ríkjum Bandaríkjanna. Eftir þann mikilvæga dag má búast við að verulega fækki í hópi frambjóðenda Repúblikanaflokksins, en þeir eru nú 11 talsins. Formlega ganga flokkarnir tveir svo frá útnefningu forsetaefna sinna á landsþingum sínum, sem haldin verða í júlí. Forsetakosningar verða síðan þriðjudaginn 8. nóvember. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Sjá meira
Bernie Sanders vantar ekki mikið upp á til að sigra Hillary Clinton á fyrsta kjörfundi Demókrataflokksins, ef marka má skoðanakannanir. Hann mælist með um 45 prósenta stuðning en Clinton með 47 til 48 prósent, samkvæmt samantekt á fréttavefnum RealClearPolitics.com. Fyrsti kjörfundur flokksins verður að venju haldinn í Iowa, núna á mánudaginn, 1. febrúar. Næst kemur röðin að New Hampshire, þar sem haldnar verða forkosningar þriðjudaginn 9. febrúar, og þar virðist Sanders með öruggt forskot. Hann mælist með nærri 54 prósent en Clinton tæplega 40 prósent. Í herbúðum repúblikana virðist ekkert lát á sigurgöngu Donalds Trump, sem mælist með vel yfir 30 prósenta fylgi. Sá sem kemur næstur honum er Ted Cruz, sem er með um 26 prósent í Iowa og gæti því átt möguleika þar, en nær ekki nema 12 prósentum í New Hampshire. Yfirburðir Trumps voru meira að segja áberandi í sjónvarpskappræðum repúblikana á fimmtudagskvöldið, þótt Trump sjálfur hafi ákveðið að mæta ekki til leiks og efna heldur til eigin samkomu á sama tíma. „Það liggur við að ég sakni Trumps,“ sagði Jeb Bush í hálfkæringi, en hann mælist með innan við fimm prósenta fylgi í Iowa.Trump virðist eiga sigurinn vísan hjá Repúblikanaflokknum, en mjórra er á munum hjá Demókrötunum Clinton og Sanders. Fréttablaðið/EPAAlvaran er nú loks að hefjast í hinni ógnarlöngu kosningabaráttu um að verða forsetaefni stóru flokkanna tveggja í Bandaríkjunum. Meira en ár er liðið frá því fyrstu frambjóðendurnir lýstu yfir áhuga sínum, og enn eru tæpir tíu mánuðir til forsetakosninganna. Fyrstu forkosningarnar og kjörfundirnir hafa oft ráðið úrslitum um framhaldið þannig að víða er úrslitanna frá Iowa á mánudaginn beðið með óþreyju. Rúmlega viku síðar ættu línur síðan að skýrast enn betur, þegar úrslit koma frá New Hampshire. Síðar í febrúar kemur röðin svo að Nevada og Suður-Karólínu, en 1. mars er svo röðin komin að ofurþriðjudeginum svonefnda, þegar kosið er samtímis í fjórtán ríkjum Bandaríkjanna. Eftir þann mikilvæga dag má búast við að verulega fækki í hópi frambjóðenda Repúblikanaflokksins, en þeir eru nú 11 talsins. Formlega ganga flokkarnir tveir svo frá útnefningu forsetaefna sinna á landsþingum sínum, sem haldin verða í júlí. Forsetakosningar verða síðan þriðjudaginn 8. nóvember.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Sjá meira