Erlent

40 menn dæmdir til dauða vegna fjöldamorða

Samúel Karl Ólason skrifar
Allt að 1.700 menn voru teknir af lífi af Íslamska ríkinu í júní 2014.
Allt að 1.700 menn voru teknir af lífi af Íslamska ríkinu í júní 2014. Vísir
40 menn hafa verið dæmdir til dauða vegna fjöldamorða í Írak. Mennirnir eru sagðir hafa tekið þátt í morðum á allt að 1.700 hermönnum þegar Íslamska ríkið réðst inn í Írak 2014. Samtökin náðu herstöðinni Camp Speicher þar sem fjölmargir ungir sjítar voru sem höfðu nýlega gengið til liðs við herinn.

Margar fjöldagrafir hafa fundist á svæðinu en enn er ekki vitað með vissu hve marga vígamennirnir myrtu.

ISIS birtu myndir og myndbönd af fjöldamorðunum, þar sem sjá mátti unga menn grafa eigin grafir og jafnvel leggjast ofan í þær áður en þeir voru skotnir. Fjölmargir sjítar gengu til liðs við stjórnvöld í baráttunni við ISIS vegna myndbandanna.

Sjá einnig: Tóku fjölda hermanna af lífi

Samkvæmt frétt BBC var sjö mönnum sleppt vegna skorts á sönnunargögnum, en mannréttindasamtök hafa gagnrýnt málaferlin. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem menn eru dæmdir til dauða fyrir þátttöku í fjöldamorðunum. 24 af mönnunum 47 voru að áfrýja dómi frá því í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×