Umsvif Kínverja vekja hörð viðbrögð Guðsteinn Bjarnason skrifar 18. febrúar 2016 07:00 Kínversk mannvirki á eynni Yongxing. vísir/epa Kínverjar hafa sett upp loftvarnarbúnað með flugskeytaskotstöð á lítilli eyju í Suður-Kínahafi, Sjálfir segja Kínverjar ekkert athugavert við þessar framkvæmdir. Þær séu allar í góðu samræmi við lög. Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, sagði á blaðamannafundi í Peking að Kínverjar hefðu staðið í margvíslegum framkvæmdum á eyjum í Suður-Kínahafi til að þjónusta almenning, þar á meðal reist vita og veðurstöðvar. Að auki hafi þeir komið sér upp takmarkaðri en nauðsynlegri varnaraðstöðu, sem sé í fullu samræmi við sjálfsvarnarrétt Kína samkvæmt alþjóðalögum. „Það ætti ekki að vera nein spurning um það,“ sagði Wang. Tsai Ing-wen, nýkjörinn forseti Taívans, segir spennuna vera vaxandi en hvetur samt til stillingar. Það var bandaríska fréttastöðin Fox News, sem skýrði fyrst frá því á þriðjudag að í síðustu viku hefðu Kínverjar flutt öflugan flugskeytabúnað til eyjunnar Yongxing, og birti myndir af búnaðinum. „Við teljum að þetta sé tilraun af hálfu ákveðinna vestrænna fjölmiðla til þess að búa til fréttir,“ sagði Wang, en neitaði því ekki að búnaðinum hefði verið komið þarna upp. Eyjan Yongxing er partur af Paracel-eyjaklasanum í Suður-Kyrrahafi. Mikill ágreiningur er um yfirráðarétt yfir þessu hafsvæði. Kínverjar gera tilkall til stærsta hluta hafsins en Taívan, Malasía, Víetnam og Filippseyjar gera einnig tilkall til hluta þess. Þessi tiltekna eyja, sem einnig er nefnd Woody-eyja og Phu Lam-eyja, hefur verið undir kínverskum yfirráðum frá árinu 1974. Bæði Taívan og Víetnam gera tilkall til hennar. Aukin umsvif Kínverja á eyjunum hafa vakið mikla tortryggni og hörð viðbrögð nágrannalandanna, sem saka Kínverja um yfirgang og hótanir. Meðal annars hafa Kínverjar byggt upp litlar eyjar til að stækka þær og tryggja að þær verði frekar marktækar, þegar skorið er úr um yfirráð samkvæmt alþjóðasáttmálum. Kínverjar hafa sjálfir sakað Bandaríkin um ólöglegar skipaferðir um hafsvæðið, enda njóti tilkall Kína til þess ekki alþjóðlegrar viðurkenningar. „Bandaríkin munu halda áfram að fljúga, sigla og athafna sig hvar sem alþjóðalög leyfa,“ sagði Barack Obama forseti nú í vikunni. Hann sagði Bandaríkin sömuleiðis styðja rétt annarra þjóða til slíks. Suður-Kínahaf Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Kínverjar hafa sett upp loftvarnarbúnað með flugskeytaskotstöð á lítilli eyju í Suður-Kínahafi, Sjálfir segja Kínverjar ekkert athugavert við þessar framkvæmdir. Þær séu allar í góðu samræmi við lög. Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, sagði á blaðamannafundi í Peking að Kínverjar hefðu staðið í margvíslegum framkvæmdum á eyjum í Suður-Kínahafi til að þjónusta almenning, þar á meðal reist vita og veðurstöðvar. Að auki hafi þeir komið sér upp takmarkaðri en nauðsynlegri varnaraðstöðu, sem sé í fullu samræmi við sjálfsvarnarrétt Kína samkvæmt alþjóðalögum. „Það ætti ekki að vera nein spurning um það,“ sagði Wang. Tsai Ing-wen, nýkjörinn forseti Taívans, segir spennuna vera vaxandi en hvetur samt til stillingar. Það var bandaríska fréttastöðin Fox News, sem skýrði fyrst frá því á þriðjudag að í síðustu viku hefðu Kínverjar flutt öflugan flugskeytabúnað til eyjunnar Yongxing, og birti myndir af búnaðinum. „Við teljum að þetta sé tilraun af hálfu ákveðinna vestrænna fjölmiðla til þess að búa til fréttir,“ sagði Wang, en neitaði því ekki að búnaðinum hefði verið komið þarna upp. Eyjan Yongxing er partur af Paracel-eyjaklasanum í Suður-Kyrrahafi. Mikill ágreiningur er um yfirráðarétt yfir þessu hafsvæði. Kínverjar gera tilkall til stærsta hluta hafsins en Taívan, Malasía, Víetnam og Filippseyjar gera einnig tilkall til hluta þess. Þessi tiltekna eyja, sem einnig er nefnd Woody-eyja og Phu Lam-eyja, hefur verið undir kínverskum yfirráðum frá árinu 1974. Bæði Taívan og Víetnam gera tilkall til hennar. Aukin umsvif Kínverja á eyjunum hafa vakið mikla tortryggni og hörð viðbrögð nágrannalandanna, sem saka Kínverja um yfirgang og hótanir. Meðal annars hafa Kínverjar byggt upp litlar eyjar til að stækka þær og tryggja að þær verði frekar marktækar, þegar skorið er úr um yfirráð samkvæmt alþjóðasáttmálum. Kínverjar hafa sjálfir sakað Bandaríkin um ólöglegar skipaferðir um hafsvæðið, enda njóti tilkall Kína til þess ekki alþjóðlegrar viðurkenningar. „Bandaríkin munu halda áfram að fljúga, sigla og athafna sig hvar sem alþjóðalög leyfa,“ sagði Barack Obama forseti nú í vikunni. Hann sagði Bandaríkin sömuleiðis styðja rétt annarra þjóða til slíks.
Suður-Kínahaf Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira