Erlent

Hundr­að upp­reisn­ar­hóp­ar sam­þykkj­a vopn­a­hlé

Samúel Karl Ólason skrifar
Uppreisnarmenn við þjálfun nærri Aleppo.
Uppreisnarmenn við þjálfun nærri Aleppo. Vísir/AFP
Hinar fjölmörgu fylkingar Free Syrian Army og aðrir uppreisnarhópar hafa samþykkt að leggja niður vopn á miðnætti í nótt að staðartíma. Klukkan tíu hér á landi. Rússar og Bandaríkin hafa miðlað milli uppreisnarhópa og stjórnvalda, en vopnahléið nær ekki til fjölmargra hópa í Sýrlandi, eins og ISIS og Nusra Front.

Stjórnvöld hafa einnig samþykkt að leggja niður vopn gegn uppreisnarmönnum.

Rússar eru sakaðir um að gera fjölmargar loftárásir gegn uppreisnarmönnum í dag og í gær. Samkvæmt BBC segja yfirvöld í Moskvu að þau haldi áfram að gera loftárásir gegn „hryðjuverkamönnum“.

Í sjónvarpsávarpi í Rússlandi í dag sagði Vladimir Putin að friðarferli í Sýrlandi væri flókið, en engin önnur leið væri möguleg. Hann sagði að Rússar muni þó halda áfram að gera loftárásir gegn ISISNusra Front og „öðrum hryðjuverkahópum“.

Hingað til virðast Rússar aldrei hafa gert greinarmun á uppreisnarhópum, eða hópum sem Sameinuðu þjóðirnar skilgreina sem hryðjuverkahópa.

Samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar, óttast vestræn ríki að Rússar og Assadliðar muni nota „baráttuna gegn hryðjuverkum“ til að halda áfram árásum gegn þeim uppreisnarhópum sem enn halda landsvæði nærri Damscus, höfuðborg Sýrlands.

Í ávarpi sínu sagði Putin einnig að FSB, leyniþjónusta Rússlands, hefði komið í veg fyrir árásir vígamanna Íslamska ríkisins í Rússlandi.


Tengdar fréttir

Stefnt að vopnahléi á laugardag

Sýrlandsstjórn og helstu fylkingar sýrlenskra stjórnarandstæðinga hafa fallist á vopnahlé. Kjósa á 13. apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×