Hvarf MH370 enn ráðgáta Samúel Karl Ólason skrifar 8. mars 2016 12:45 Veggmynd í Malasíu. Vísir/AFP Þrátt fyrir að tvö ár séu liðin frá hvarfi flugvélar Malaysian Airlines, MH370, eru rannsakendur engu nær því að vita hvað kom fyrir vélina. Rannsóknarnefndin birti í dag nýja skýrslu um leitina, en þar kom ekkert nýtt fram. Leit stendur enn yfir í suðurhluta Indlandshafs en flugvélin hefur ekki fundist. Yfirvöld í Malasíu og Ástralíu segjast hins vegar vera vongóð um að leitin muni bera árangur á endanum. Að flugritar vélarinnar finnist og hægt verði að varpa ljósi á hvarf flugvélarinnar. Núverandi leitaraðgerð verður hætt seinna á þessu ári og ákvörðun tekin um framhaldið þá.Hér má sjá yfirlit yfir meinta leið vélarinnar og hvert ferðinni var upprunalega heitið. Þá er einnig farið yfir leitina.Vísir/GraphicNewsRannsakendur segja þó að lykilgögn séu enn til rannsóknar. Flugvélin hvarf þann 8. mars 2014 á leið frá Kuala Lumpur til Peking. Um borð voru 239 manns og flestir þeirra frá Kína og Malasíu. Þar af voru tólf áhafnarmeðlimir. Ljóst þykir að flugvélinni hafi verið flogið þúsundir kílómetra úr leið og að hún hafi farið í sjóinn vestur af Ástralíu. Síðasta júlí fannst brak úr væng Boeng 777 vélarinnar á Reunioneyju. Þúsundum kílómetra frá leitarsvæðinu. Þá fannst annað brak sem talið er að sé úr flugvélinni við strendur Mósambík á dögunum. Það er nú til rannsóknar. Brakið sem fannst á Reunioneyju var fyrsta sönnun þess að flugvélin hefði farist, en rannsakendur voru sem áður engu nær um hvar það hefði gerst.Leitin að MH370. Henni mun ljúka á næstu mánuðum og þá verður ákvörðun tekin um framhaldið.Vísir/GraphicNewsSamkvæmt AFP fréttaveitunni þykir ekki líklegt að leitinni verði haldið áfram hafi ekkert fundist eftir nokkra mánuði. Nú þegar er um að ræða dýrustu og umfangsmestu leitaraðgerð sögunnar. Allt í allt er leitarsvæðið um 120 þúsund ferkílómetrar að stærð. Dýpið á svæðinu er mikið. Það er allt að sex kílómetrar og má finna gríðarstór gljúfur og fjöll á hafsbotninum. Heildarkostnaður leitarinnar um sextán milljarðar króna. Fjölskyldur þeirra sem fórust með vélinni segja þó að ekki megi hætta leitinni. Rannsóknarnefndin er skipuð sérfræðingum frá Malasíu, Bandaríkjunum, Bretlandi, Kína, Frakklandi og Ástralíu. Meðal þess sem farið hefur verið yfir við rannsókn málsins eru áhafnarmeðlemir flugvélarinnar. Fyrir um ári síðan sagði nefndin að ekkert grunnsamlegt hefði komið í ljós þegar fjármál áhafnarinnar voru skoðuð. Líf áhafnarinnar voru könnuð til hlítar og kom ekkert upp sem vakti grunsemdir. Sömu sögu er að segja þegar farþegar flugvélarinnar voru teknir til rannsóknar. Yfirlitsskýrsla um störf nefndarinnar verður gefin út þegar leit verður hætt, eða flugvélin finnst. Hvort sem verður á undan.Eftir tvö ár hafa aðstandendur farþega MH370 engin svör fengið.Vísir/AFPDarren Chester, samgönguráðherra Ástralíu, sagðist í dag vonast til þess að leitin að MH370 myndi á endanum veita aðstandendum farþega vélarinnar svör um örlög ástvina sinna. Tuttugu aðstandendur komu í nótt saman við hof í Peking. Þar báðu þau fyrir svörum og lásu upp yfirlýsingu. „Frá því að MH370 hvarf, höfum við aðstandendur búið við þjáningar jafnt dag sem nótt og hver dagur líður sem ár. Söknuður okkar eykst með hverjum deginum,“ stóð í yfirlýsingunni. Fjölmargir aðstandendur hafa höfðað skaðabótamál gegn Malaysia Airlines á síðustu dögum, en frestur til þess rennur út í dag. Þá hafa margir samþykkt ótilgreindar bætur.Martin Dolan, yfirmaður leitarinnar að MH370, sagði við Guardian að honum þætti „mjög líklegt“ að flugvélin myndi finnast á næstu fjórum mánuðum. „Það er eins líklegt að við finnum vélina á síðasta degi leitarinnar og að við hefðum fundið hana á fyrsta degi. Við höfum nú leitað á nærri því einum þriðja af leitarsvæðinu og þar sem við höfum ekki fundið vélina enn, eykur það líkurnar á því að hún sé á svæðum sem við höfum ekki enn leitað á.“Hér má sjá heimildamynd National Geographic um MH370. Flugvélahvarf MH370 Fréttaskýringar Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Þrátt fyrir að tvö ár séu liðin frá hvarfi flugvélar Malaysian Airlines, MH370, eru rannsakendur engu nær því að vita hvað kom fyrir vélina. Rannsóknarnefndin birti í dag nýja skýrslu um leitina, en þar kom ekkert nýtt fram. Leit stendur enn yfir í suðurhluta Indlandshafs en flugvélin hefur ekki fundist. Yfirvöld í Malasíu og Ástralíu segjast hins vegar vera vongóð um að leitin muni bera árangur á endanum. Að flugritar vélarinnar finnist og hægt verði að varpa ljósi á hvarf flugvélarinnar. Núverandi leitaraðgerð verður hætt seinna á þessu ári og ákvörðun tekin um framhaldið þá.Hér má sjá yfirlit yfir meinta leið vélarinnar og hvert ferðinni var upprunalega heitið. Þá er einnig farið yfir leitina.Vísir/GraphicNewsRannsakendur segja þó að lykilgögn séu enn til rannsóknar. Flugvélin hvarf þann 8. mars 2014 á leið frá Kuala Lumpur til Peking. Um borð voru 239 manns og flestir þeirra frá Kína og Malasíu. Þar af voru tólf áhafnarmeðlimir. Ljóst þykir að flugvélinni hafi verið flogið þúsundir kílómetra úr leið og að hún hafi farið í sjóinn vestur af Ástralíu. Síðasta júlí fannst brak úr væng Boeng 777 vélarinnar á Reunioneyju. Þúsundum kílómetra frá leitarsvæðinu. Þá fannst annað brak sem talið er að sé úr flugvélinni við strendur Mósambík á dögunum. Það er nú til rannsóknar. Brakið sem fannst á Reunioneyju var fyrsta sönnun þess að flugvélin hefði farist, en rannsakendur voru sem áður engu nær um hvar það hefði gerst.Leitin að MH370. Henni mun ljúka á næstu mánuðum og þá verður ákvörðun tekin um framhaldið.Vísir/GraphicNewsSamkvæmt AFP fréttaveitunni þykir ekki líklegt að leitinni verði haldið áfram hafi ekkert fundist eftir nokkra mánuði. Nú þegar er um að ræða dýrustu og umfangsmestu leitaraðgerð sögunnar. Allt í allt er leitarsvæðið um 120 þúsund ferkílómetrar að stærð. Dýpið á svæðinu er mikið. Það er allt að sex kílómetrar og má finna gríðarstór gljúfur og fjöll á hafsbotninum. Heildarkostnaður leitarinnar um sextán milljarðar króna. Fjölskyldur þeirra sem fórust með vélinni segja þó að ekki megi hætta leitinni. Rannsóknarnefndin er skipuð sérfræðingum frá Malasíu, Bandaríkjunum, Bretlandi, Kína, Frakklandi og Ástralíu. Meðal þess sem farið hefur verið yfir við rannsókn málsins eru áhafnarmeðlemir flugvélarinnar. Fyrir um ári síðan sagði nefndin að ekkert grunnsamlegt hefði komið í ljós þegar fjármál áhafnarinnar voru skoðuð. Líf áhafnarinnar voru könnuð til hlítar og kom ekkert upp sem vakti grunsemdir. Sömu sögu er að segja þegar farþegar flugvélarinnar voru teknir til rannsóknar. Yfirlitsskýrsla um störf nefndarinnar verður gefin út þegar leit verður hætt, eða flugvélin finnst. Hvort sem verður á undan.Eftir tvö ár hafa aðstandendur farþega MH370 engin svör fengið.Vísir/AFPDarren Chester, samgönguráðherra Ástralíu, sagðist í dag vonast til þess að leitin að MH370 myndi á endanum veita aðstandendum farþega vélarinnar svör um örlög ástvina sinna. Tuttugu aðstandendur komu í nótt saman við hof í Peking. Þar báðu þau fyrir svörum og lásu upp yfirlýsingu. „Frá því að MH370 hvarf, höfum við aðstandendur búið við þjáningar jafnt dag sem nótt og hver dagur líður sem ár. Söknuður okkar eykst með hverjum deginum,“ stóð í yfirlýsingunni. Fjölmargir aðstandendur hafa höfðað skaðabótamál gegn Malaysia Airlines á síðustu dögum, en frestur til þess rennur út í dag. Þá hafa margir samþykkt ótilgreindar bætur.Martin Dolan, yfirmaður leitarinnar að MH370, sagði við Guardian að honum þætti „mjög líklegt“ að flugvélin myndi finnast á næstu fjórum mánuðum. „Það er eins líklegt að við finnum vélina á síðasta degi leitarinnar og að við hefðum fundið hana á fyrsta degi. Við höfum nú leitað á nærri því einum þriðja af leitarsvæðinu og þar sem við höfum ekki fundið vélina enn, eykur það líkurnar á því að hún sé á svæðum sem við höfum ekki enn leitað á.“Hér má sjá heimildamynd National Geographic um MH370.
Flugvélahvarf MH370 Fréttaskýringar Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent