Erlent

Komust yfir persónuupplýsingar 22 þúsund vígamanna

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Fréttastofa Sky hefur komist yfir skjöl frá Sýrlandi sem innihalda persónuupplýsingar 22 þúsund vígamanna Íslamska ríkisins. Í skjölunum má finna raunveruleg nöfn vígamanna, upprunalönd, símanúmer, nöfn fjölskyldumeðlima og margt fleira. Vígamennirnir sem eru frá 51 ríki þurftu að fylla út 23 spurninga eyðublað til að ganga til liðs við ISIS.

Fyrrverandi meðlimur samtakanna lét fréttamenn SKY fá gögnin á landamærum Tyrklands og Sýrlands. Sá hafði stolið gögnunum af yfirmanni innraöryggisdeildar ISIS.

Samkvæmt frétt Sky eru mörg símanúmeranna enn virk.

Yfirvöld í Þýskalandi hafa einnig komist yfir gögnin og eru þau talin vera raunveruleg. Leki gagnanna gæti reynst ISIS erfiður. Með þeim verður hægt að bera kennsl á þá sem hafa gengið til liðs við samtökin og gæti leikinn jafnvel gert þeim erfiðara um vik að fá fólk til að ganga til liðs við sig.

Talsmaður bandalagsins gegn ISIS sagði AP fréttaveitunni að mögulega væri hægt að nota skjölin til að bera kennsl á erlenda vígamenn samtakanna. Hægt væri að elta umrædda vígamenn uppi og jafnvel stöðva flæði vígamanna til Sýrlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×