Ferja mat og lyf til 120 þúsund óbreyttra borgara í Sýrlandi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. apríl 2016 07:00 Fjölmargir Sýrlendingar eru svangir og særðir vegna borgarastyrjaldarinnar sem ríkir í landinu. Þetta hús í borginni Douma hrundi eftir loftárásir hers ríkisstjórnar Bashar al-Assad. Nordicphotos/AFP Bílalest Rauða krossins og Rauða hálfmánans, sem telur 65 vörubíla, kom í gær til stríðshrjáðu borgarinnar Rastan í Sýrlandi. Um borð í bílunum eru lyf og matur fyrir um 120 þúsund óbreytta borgara. Lestin er sú fyrsta á vegum samtakanna til að komast til borgarinnar frá árinu 2012 og hefur vopnahléið sem hefur verið við lýði í landinu frá því í febrúar gert hjálparsamtökum auðveldara fyrir. Talsmaður alþjóðahreyfingar Rauða krossins, Pawel Krzysiek, segir matvæli, lyf, hveiti og búnað til að gera við vatnslagnir borgarinnar í bílalestinni. „Við bindum vonir við að þetta sé aðeins ein af mörgum bílalestum sem á eftir að koma hingað, ekki aðeins til Rastan heldur einnig til annarra stríðshrjáðra borga í Sýrlandi,“ sagði Krzysiek á Twitter-síðu sinni í gær. Þá sagði Krzysiek að samtökin hygðust leggja mat á innviði Rastan sem og þarfir borgaranna, sem hafa tvöfaldast vegna fjölda flóttamanna sem þar eru. Uppreisnarmenn fara nú með völdin í borginni, sem er um tuttugu kílómetrum frá borginni Homs, og hefur hún verið skotmark loftárása stjórnarhers Bashar al-Assad undanfarna daga. Á meðan heldur áfram að fjara undan friðarviðræðum, sem eiga sér nú stað milli uppreisnarmanna og ríkisstjórnarinnar í Genf í Sviss, og vopnahléinu sömuleiðis. Stærsta fylking uppreisnarmanna dró sig úr friðarviðræðunum á þriðjudag og sakaði hún ríkisstjórnarherinn um að brjóta gegn vopnahléssamkomulaginu. Síðustu tvær vikur hefur ríkisstjórnin hins vegar sakað uppreisnarmennina um að brjóta vopnahléið með því að berjast við hlið hryðjuverkasamtaka í kring um borgina Aleppo. Hryðjuverkasamtök á borð við Al-Nusra og Íslamska ríkið voru ekki hluti af vopnahléinu. Uppreisnarmenn hafa hafnað þeim ásökunum og sagst vera að verjast árásum hryðjuverkasamtakanna. Talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands, Maria Zakharova, hefur varað uppreisnarmenn við því að draga sig út úr friðarviðræðunum en Rússar eru einn helsti bandamaður ríkisstjórnar Assad. Í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í gær sagði hún ákvörðun uppreisnarmanna hættulega því hún gæti leitt til allsherjarátaka í landinu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. apríl Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
Bílalest Rauða krossins og Rauða hálfmánans, sem telur 65 vörubíla, kom í gær til stríðshrjáðu borgarinnar Rastan í Sýrlandi. Um borð í bílunum eru lyf og matur fyrir um 120 þúsund óbreytta borgara. Lestin er sú fyrsta á vegum samtakanna til að komast til borgarinnar frá árinu 2012 og hefur vopnahléið sem hefur verið við lýði í landinu frá því í febrúar gert hjálparsamtökum auðveldara fyrir. Talsmaður alþjóðahreyfingar Rauða krossins, Pawel Krzysiek, segir matvæli, lyf, hveiti og búnað til að gera við vatnslagnir borgarinnar í bílalestinni. „Við bindum vonir við að þetta sé aðeins ein af mörgum bílalestum sem á eftir að koma hingað, ekki aðeins til Rastan heldur einnig til annarra stríðshrjáðra borga í Sýrlandi,“ sagði Krzysiek á Twitter-síðu sinni í gær. Þá sagði Krzysiek að samtökin hygðust leggja mat á innviði Rastan sem og þarfir borgaranna, sem hafa tvöfaldast vegna fjölda flóttamanna sem þar eru. Uppreisnarmenn fara nú með völdin í borginni, sem er um tuttugu kílómetrum frá borginni Homs, og hefur hún verið skotmark loftárása stjórnarhers Bashar al-Assad undanfarna daga. Á meðan heldur áfram að fjara undan friðarviðræðum, sem eiga sér nú stað milli uppreisnarmanna og ríkisstjórnarinnar í Genf í Sviss, og vopnahléinu sömuleiðis. Stærsta fylking uppreisnarmanna dró sig úr friðarviðræðunum á þriðjudag og sakaði hún ríkisstjórnarherinn um að brjóta gegn vopnahléssamkomulaginu. Síðustu tvær vikur hefur ríkisstjórnin hins vegar sakað uppreisnarmennina um að brjóta vopnahléið með því að berjast við hlið hryðjuverkasamtaka í kring um borgina Aleppo. Hryðjuverkasamtök á borð við Al-Nusra og Íslamska ríkið voru ekki hluti af vopnahléinu. Uppreisnarmenn hafa hafnað þeim ásökunum og sagst vera að verjast árásum hryðjuverkasamtakanna. Talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands, Maria Zakharova, hefur varað uppreisnarmenn við því að draga sig út úr friðarviðræðunum en Rússar eru einn helsti bandamaður ríkisstjórnar Assad. Í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í gær sagði hún ákvörðun uppreisnarmanna hættulega því hún gæti leitt til allsherjarátaka í landinu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. apríl
Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira