Þaðan skutu þeir eldflaugum að fararækjum sem ISIS-liðar notuðu til sjálfsmorðsárása. Farartækin eru brynvarin og hlaðin sprengiefnum. Svo er þeim ekið inn í víglínur SDF og sprengd í loft upp. Nokkrir tugir sérsveitarmanna hafa verið í Sýrlandi um nokkuð skeið, en í þessari viku áttu fyrstu af 250 mönnum til viðbótar að ferðast til Sýrlands.
Stjórnvöld í Washington hafa ávalt haldið því fram að mennirnir séu ekki sendir til Sýrlands til að taka þátt í bardögum.
Sókn SDF er einnig studd af loftárásum Bandaríkjanna. Allt í allt eru um 25 þúsund vopnaðir Kúrdar og fimm þúsund Arabar í bandalaginu. Bandaríkjamenn vilja fá fleiri Araba til að ganga til liðs við bandalagið þar sem Arabar eru fjölmennasti hluti íbúa á svæðinu. Kúrdum hefur gengið vel að berjast gegn ISIS í bæði Sýrlandi og Írak.
Absolutely remarkable seeing US special forces personnel wearing #YPG patches in northern #Raqqa operation.#Syria pic.twitter.com/6NM87QVOhz
— Charles Lister (@Charles_Lister) May 26, 2016