Erlent

Vígamenn sagðir skjóta á borgara á flótta

Samúel Karl Ólason skrifar
Fjöldi fólks hefur flúið frá Fallujah.
Fjöldi fólks hefur flúið frá Fallujah. Vísir/EPA
Vígamenn Íslamska ríkisins hafa skotið á borgara og aðra sem reyna að flýja frá borginni Fallujah. Hjálparsamtök og herinn, sem situr um borgina, segja að minnst 14 manns hafi verið skotin til bana á flótta. Herinn telur tuga borgara hafa fallið frá því að árásin gegn borginni hófst fyrir um tveimur vikum.

Um 50 þúsund manns voru föst í borginni þegar umsátrið hófst.

Hægt hefur verulega á árásinni að Fallujah vegna mikillar mótspyrnu vígamanna og vegna nándar þeirra við almenna borgara. Sóknin hefur verið studd af lotárásum Bandaríkjanna.

Sótt er að ISIS úr mörgum áttum um þessar mundir. Auk Fallujah er sótt að þeim úr norðri og suðri í Raqqa og sækja Kúrdar að Mabij í norðanverðu Sýrlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×