Íslamska ríkið grunað um árásina Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. júní 2016 07:00 Glerbrot á gólfi Ataturk-flugvallar áður en þau voru hreinsuð upp. Nordicphotos/AFP Þjóðarsorg var um allt Tyrkland í gær. Allt að 41 er nú talinn látinn eftir skot- og sprengjuárás á Atatürk-flugvöllinn í Istanbúl, fjölmennustu borg landsins, í fyrradag. Þar af voru 13 ferðamenn. 239 eru særðir eftir árásina, þar af liggja 109 enn á spítala. Frá þessu greindi Vasip Sahin, borgarstjóri Istanbúl, í gær. Hreingerningarstarfsfólk vann í alla fyrrinótt við að sópa upp glerbrotum á meðan viðhaldi var einnig sinnt á gólfflísum og ýmsum raftækjum. Þá gekk þungvopnað öryggisgæslulið um flugvöllinn í gær. Þrír hryðjuverkamenn gerðu árás á komusal flugvallarins og bílastæði við salinn með byssum. Þegar löggæslumenn mættu á vettvang og skutu á mennina sprengdu þeir sig í loft upp. Ekki hafa verið borin kennsl á lík árásarmannanna. Þó segist CNN hafa heimildir fyrir því að enginn þeirra hafi verið tyrkneskur ríkisborgari. Binali Yildirim, forsætisráðherra Tyrklands, sagði við fjölmiðla í gær að upplýsingar frá rannsóknarlögreglu bentu til þess að hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki beri ábyrgð á árásinni. Það sé þó ekki víst enda rannsókn ekki lokið. „Hryðjuverkamennirnir komu til flugvallarins í leigubíl og réðust síðan á fólk. Fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að þeir hafi skotið úr byssum sínum allir þrír og síðan sprengt sig í loft upp,“ sagði Yildirim. Þá greinir CNN frá því að heimildarmenn stöðvarinnar innan CIA segi Íslamska ríkið líklega hafa staðið að árásinni eða að minnsta kosti hóp sem sæki innblástur til Íslamska ríkisins.Recep Tayyip Erdoganvísir/nordic photosRecep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, kallaði í gær eftir því að alþjóðasamfélagið sameinaði krafta sína til að berjast gegn hryðjuverkum í kjölfar árásarinnar. „Í augum hryðjuverkasamtaka er enginn munur á Istanbúl og Lundúnum, Ankara og Berlín, Izmír og Chicago eða Antalya og Róm,“ sagði forsetinn. „Ef gjörvallt mannkyn slæst ekki í för með okkur í baráttunni gegn hryðjuverkum munu mun verri árásir en við getum ímyndað okkur eiga sér stað.“ Átta hryðjuverkaárásir hafa verið gerðar í Tyrklandi frá áramótum, þar af fjórar í Istanbúl. Alls hafa um 140 fallið í árásunum átta, flestir í árásinni í fyrradag. Herskár armur Verkamannaflokks Kúrda (PKK) hefur lýst yfir ábyrgð á fimm árásum. Íslamska ríkinu hefur verið kennt um hinar þrjár. Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Þjóðarsorg var um allt Tyrkland í gær. Allt að 41 er nú talinn látinn eftir skot- og sprengjuárás á Atatürk-flugvöllinn í Istanbúl, fjölmennustu borg landsins, í fyrradag. Þar af voru 13 ferðamenn. 239 eru særðir eftir árásina, þar af liggja 109 enn á spítala. Frá þessu greindi Vasip Sahin, borgarstjóri Istanbúl, í gær. Hreingerningarstarfsfólk vann í alla fyrrinótt við að sópa upp glerbrotum á meðan viðhaldi var einnig sinnt á gólfflísum og ýmsum raftækjum. Þá gekk þungvopnað öryggisgæslulið um flugvöllinn í gær. Þrír hryðjuverkamenn gerðu árás á komusal flugvallarins og bílastæði við salinn með byssum. Þegar löggæslumenn mættu á vettvang og skutu á mennina sprengdu þeir sig í loft upp. Ekki hafa verið borin kennsl á lík árásarmannanna. Þó segist CNN hafa heimildir fyrir því að enginn þeirra hafi verið tyrkneskur ríkisborgari. Binali Yildirim, forsætisráðherra Tyrklands, sagði við fjölmiðla í gær að upplýsingar frá rannsóknarlögreglu bentu til þess að hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki beri ábyrgð á árásinni. Það sé þó ekki víst enda rannsókn ekki lokið. „Hryðjuverkamennirnir komu til flugvallarins í leigubíl og réðust síðan á fólk. Fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að þeir hafi skotið úr byssum sínum allir þrír og síðan sprengt sig í loft upp,“ sagði Yildirim. Þá greinir CNN frá því að heimildarmenn stöðvarinnar innan CIA segi Íslamska ríkið líklega hafa staðið að árásinni eða að minnsta kosti hóp sem sæki innblástur til Íslamska ríkisins.Recep Tayyip Erdoganvísir/nordic photosRecep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, kallaði í gær eftir því að alþjóðasamfélagið sameinaði krafta sína til að berjast gegn hryðjuverkum í kjölfar árásarinnar. „Í augum hryðjuverkasamtaka er enginn munur á Istanbúl og Lundúnum, Ankara og Berlín, Izmír og Chicago eða Antalya og Róm,“ sagði forsetinn. „Ef gjörvallt mannkyn slæst ekki í för með okkur í baráttunni gegn hryðjuverkum munu mun verri árásir en við getum ímyndað okkur eiga sér stað.“ Átta hryðjuverkaárásir hafa verið gerðar í Tyrklandi frá áramótum, þar af fjórar í Istanbúl. Alls hafa um 140 fallið í árásunum átta, flestir í árásinni í fyrradag. Herskár armur Verkamannaflokks Kúrda (PKK) hefur lýst yfir ábyrgð á fimm árásum. Íslamska ríkinu hefur verið kennt um hinar þrjár.
Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira