Erlent

Nusra front slítur sig frá al-Qaeda

Samúel Karl Ólason skrifar
Abo Mohammad al-Jolani, leiðtogi Jabhat Fateh al-Cham er hér fyrir miðju.
Abo Mohammad al-Jolani, leiðtogi Jabhat Fateh al-Cham er hér fyrir miðju. Vísir
Vígahópurinn Jabhat al-Nusra, eða Nusra Front, hefur slitið sig frá al-QaedaNusra Front hefur undanfarin ár barist í Sýrlandi sem deild al-Qaeda þar í landi. Samtökin Jabhat Fateh al-Cham, sem þýðir í raun „hernám Sýrlands“ verða nú stofnuð í stað Nusra.

Forsvarsmenn Nusra hafa fundað undanfarna daga um stöðu þeirra gagnvart al-Qaeda en undanfarin ár hefur dregið verulega úr hnattrænum umsvifum hryðjuverkasamtakanna. Al-Qaeda er með deildir víða um hnöttinn, eins og í Sýrlandi, Jemen, Afríku, Indlandi og víðar. Ekki er ólíklegt að ákvörðunin Nusra Front um að slíta sig frá samtökunum muni leiða til annarra deilda að gera slíkt hið sama.

Sérfræðingar virðast margir hverjir telja að ákvörðunin sé að mestu til sýnis og að Jabhat Fateh al-Cham muni áfram hlýða skipunum Ayman al Zawahirileitoga al-QaedaNusra Front hafa verið talin vera hryðjuverkasamtök og vestræn lönd hafa stillt þeim upp með Íslamska ríkinu. Samtökin hafa verið undanskilin þeim vopnahléum sem hafa verið gerð í Sýrlandi.

Næstráðandi hjá al-Qaeda gaf fyrr í dag út yfirlýsingu þar sem hann lýsti því yfir að forsvarsmenn hryðjuverkasamtakanna væru í raun hlynntir aðskilnaðinum.

Líklegt þykir að ákvörðunin að slíta sig frá al-Qaeda muni gera þeim auðveldara að mynda bandalög og jafnvel að verða sér út um fé.

Abo Mohammad al-Jolani, leiðtogi Jabhat Fateh al-Cham, tilkynnti ákvörðunina fyrir skömmu í útsendingu hjá Orient News. Þar sagði hann að nýju samtökin hefðu engin tengsl út fyrir landamæri Sýrlands. Hann sagði markmið þeirra að koma á Sharia-lögum á yfirráðasvæði sínu og að binda endi á óréttlæti.

Þeir muni sameina vígamenn og frelsa Sýrland undan stjórn Bashar al-Assad og stuðningsmanna hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×