Kúrdar hörfa undan ógnunum Tyrkja Samúel Karl Ólason skrifar 25. ágúst 2016 14:45 Tyrkneskir skriðdrekar á leið til Jarablus. Vísir/Getty Sýrlenskir Kúrdar (YPG) ætla sér að hörfa aftur austur fyrir Efratána eftir að Tyrkir kröfðust þess. Stjórnvöld í Ankara gáfu YPG viku til að yfirgefa bæinn Manbij, sem Kúrdar frelsuðu úr haldi Íslamska ríkisins fyrr í mánuðinum. Fjölmennar sveitir uppreisnarhópa gerðu í gær árás á landamærabæinn Jarablus og studdu Tyrkir árásina með skriðdrekum, sérsveitum og loftárásum. Síðan þá hafa fleiri skriðdrekar verið sendir yfir landamærin. Tyrkland býr yfir næst stærsta her Atlantshafsbandalagsins. Fikri Isik, varnarmálaráðherra Tyrklands, sagði í dag að markmið aðgerðanna væri tvíþætt. Þau væru að tryggja öryggi á landamærum Tyrklands og Sýrlands og að ganga úr skugga um að sýrlenskir Kúrdar fari af svæðinu. Íslamska ríkið hefur þó verið við völd við landamæri Tyrklands í tvö ár án þess að Tyrkir hafi gripið til vopna.Hér á kortinu má sjá Manbij, sem er nú í höndum SDF. Það eru regnhlífasamtök yfir YPG (Kúrda í Sýrlandi) og sveitir Araba sem hafa sótt mikið fram gegn Íslamska ríkinu.Tyrkir tóku bæinn Jarablus, sem liggur norður af Manbij mjög fljótlega og nánast án mótspyrnu í gær en barirst er í nærliggjandi þorpum. Þeir krefjast þess að Kúrdar yfirgefi Manbij og haldi aftur austur yrir Efratána og segja það óásættanlegt að Kúrar taki svæði vestur af áni. Yfirvöld í Tyrklandi líta á YPG sem hryðjuverkasamtök tengd Verkamannaflokki Kúrda í Tyrklandi sem einnig er litið á sem hryðjuverkasamtök og hafa barist fyrir sjálfstæðu ríki Kúrda í austurhluta Tyrklands í um þrjá áratugi. Tyrkir óttast að velgengni Kúrda í Sýrlandi gæti verið olía á eld uppreisnarinnar í Tyrklandi. Stjórnvöld Bashar al Assad, forseta Sýrlands, hafa mótmælt innrás Tyrklands harkalega og segja hana brjóta gegn fullveldi Sýrlands. Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, studdi í gær kröfu Tyrkja og sagði nauðsynlegt að Kúrdar færu aftur yfir Efratána. Annars myndu Bandaríkin hætta stuðningi sínum við þá. Kúrdar hafa sótt hart fram gegn ISIS og lagt undir sig stór svæði í norðanverðu Sýrlandi með stuðningi Bandaríkjanna og annarra ríkja. Bærinn Jarablus er nú í höndum uppreisnarhópa sem Tyrkir styðja. Ekki liggur fyrir hvort að sóknin muni halda áfram suður að Mabij eða ekki. Kúrdar hafa yfirgefið Manjib, samkvæmt AP fréttaveitunni, en þeir hafa þó ekki farið aftur yfir Efratána. Tyrkir hafja sagt að hermenn þeirra verði í Sýrlandi þar til Kúrdar hörfi í austur og þar til Íslamska ríkið ógnar ekki uppreisnarmönnunum sem þeir styðja. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Tyrkir ráðast gegn ISIS og Kúrdum í Sýrlandi Stórskotaárásir Tyrkja eru sagðar undirbúningur fyrir sókn uppreisnarhópa við landamæri Sýrlands og Tyrklands. 23. ágúst 2016 07:45 Hart sótt að ISIS Hinn hernaðarlegi mikilvægi bær Manbij í Sýrlandi hefur verið frelsaður úr höndum ISIS. 6. ágúst 2016 11:14 Íbúar Manbij fagna frelsinu Íslamska ríkið ræður ekki lengur lögum og lofum í Manbij í Sýrlandi. 13. ágúst 2016 21:56 Hernaðarlega mikilvægur bær úr höndum ISIS Sýrlenskir uppreisnarmenn, dyggilega studdir af tyrkneska hernum og þeim bandaríska úr lofti, hafa náð bænum Jarablus úr klóm ISIS. 24. ágúst 2016 23:30 Tyrkir senda skriðdreka til Sýrlands Yfirvöld í Tyrklandi hafa heitið því að hreinsa landamæri sín af vígamönnum ISIS og „öðrum hryðjuverkamönnum“. 24. ágúst 2016 08:41 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Sýrlenskir Kúrdar (YPG) ætla sér að hörfa aftur austur fyrir Efratána eftir að Tyrkir kröfðust þess. Stjórnvöld í Ankara gáfu YPG viku til að yfirgefa bæinn Manbij, sem Kúrdar frelsuðu úr haldi Íslamska ríkisins fyrr í mánuðinum. Fjölmennar sveitir uppreisnarhópa gerðu í gær árás á landamærabæinn Jarablus og studdu Tyrkir árásina með skriðdrekum, sérsveitum og loftárásum. Síðan þá hafa fleiri skriðdrekar verið sendir yfir landamærin. Tyrkland býr yfir næst stærsta her Atlantshafsbandalagsins. Fikri Isik, varnarmálaráðherra Tyrklands, sagði í dag að markmið aðgerðanna væri tvíþætt. Þau væru að tryggja öryggi á landamærum Tyrklands og Sýrlands og að ganga úr skugga um að sýrlenskir Kúrdar fari af svæðinu. Íslamska ríkið hefur þó verið við völd við landamæri Tyrklands í tvö ár án þess að Tyrkir hafi gripið til vopna.Hér á kortinu má sjá Manbij, sem er nú í höndum SDF. Það eru regnhlífasamtök yfir YPG (Kúrda í Sýrlandi) og sveitir Araba sem hafa sótt mikið fram gegn Íslamska ríkinu.Tyrkir tóku bæinn Jarablus, sem liggur norður af Manbij mjög fljótlega og nánast án mótspyrnu í gær en barirst er í nærliggjandi þorpum. Þeir krefjast þess að Kúrdar yfirgefi Manbij og haldi aftur austur yrir Efratána og segja það óásættanlegt að Kúrar taki svæði vestur af áni. Yfirvöld í Tyrklandi líta á YPG sem hryðjuverkasamtök tengd Verkamannaflokki Kúrda í Tyrklandi sem einnig er litið á sem hryðjuverkasamtök og hafa barist fyrir sjálfstæðu ríki Kúrda í austurhluta Tyrklands í um þrjá áratugi. Tyrkir óttast að velgengni Kúrda í Sýrlandi gæti verið olía á eld uppreisnarinnar í Tyrklandi. Stjórnvöld Bashar al Assad, forseta Sýrlands, hafa mótmælt innrás Tyrklands harkalega og segja hana brjóta gegn fullveldi Sýrlands. Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, studdi í gær kröfu Tyrkja og sagði nauðsynlegt að Kúrdar færu aftur yfir Efratána. Annars myndu Bandaríkin hætta stuðningi sínum við þá. Kúrdar hafa sótt hart fram gegn ISIS og lagt undir sig stór svæði í norðanverðu Sýrlandi með stuðningi Bandaríkjanna og annarra ríkja. Bærinn Jarablus er nú í höndum uppreisnarhópa sem Tyrkir styðja. Ekki liggur fyrir hvort að sóknin muni halda áfram suður að Mabij eða ekki. Kúrdar hafa yfirgefið Manjib, samkvæmt AP fréttaveitunni, en þeir hafa þó ekki farið aftur yfir Efratána. Tyrkir hafja sagt að hermenn þeirra verði í Sýrlandi þar til Kúrdar hörfi í austur og þar til Íslamska ríkið ógnar ekki uppreisnarmönnunum sem þeir styðja.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Tyrkir ráðast gegn ISIS og Kúrdum í Sýrlandi Stórskotaárásir Tyrkja eru sagðar undirbúningur fyrir sókn uppreisnarhópa við landamæri Sýrlands og Tyrklands. 23. ágúst 2016 07:45 Hart sótt að ISIS Hinn hernaðarlegi mikilvægi bær Manbij í Sýrlandi hefur verið frelsaður úr höndum ISIS. 6. ágúst 2016 11:14 Íbúar Manbij fagna frelsinu Íslamska ríkið ræður ekki lengur lögum og lofum í Manbij í Sýrlandi. 13. ágúst 2016 21:56 Hernaðarlega mikilvægur bær úr höndum ISIS Sýrlenskir uppreisnarmenn, dyggilega studdir af tyrkneska hernum og þeim bandaríska úr lofti, hafa náð bænum Jarablus úr klóm ISIS. 24. ágúst 2016 23:30 Tyrkir senda skriðdreka til Sýrlands Yfirvöld í Tyrklandi hafa heitið því að hreinsa landamæri sín af vígamönnum ISIS og „öðrum hryðjuverkamönnum“. 24. ágúst 2016 08:41 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Tyrkir ráðast gegn ISIS og Kúrdum í Sýrlandi Stórskotaárásir Tyrkja eru sagðar undirbúningur fyrir sókn uppreisnarhópa við landamæri Sýrlands og Tyrklands. 23. ágúst 2016 07:45
Hart sótt að ISIS Hinn hernaðarlegi mikilvægi bær Manbij í Sýrlandi hefur verið frelsaður úr höndum ISIS. 6. ágúst 2016 11:14
Íbúar Manbij fagna frelsinu Íslamska ríkið ræður ekki lengur lögum og lofum í Manbij í Sýrlandi. 13. ágúst 2016 21:56
Hernaðarlega mikilvægur bær úr höndum ISIS Sýrlenskir uppreisnarmenn, dyggilega studdir af tyrkneska hernum og þeim bandaríska úr lofti, hafa náð bænum Jarablus úr klóm ISIS. 24. ágúst 2016 23:30
Tyrkir senda skriðdreka til Sýrlands Yfirvöld í Tyrklandi hafa heitið því að hreinsa landamæri sín af vígamönnum ISIS og „öðrum hryðjuverkamönnum“. 24. ágúst 2016 08:41