Tyrkir senda skriðdreka til Sýrlands Samúel Karl Ólason skrifar 24. ágúst 2016 08:41 Vísir/AFP Tyrkneskum skriðdrekum hefur verið ekið inn í Sýrland þar sem þeir skjóta nú á skotmörk við bæinn Jarablus við landamæri Tyrklands og Sýrlands. Uppreisnarmenn sem studdir eru af Tyrkjum taka þátt í sókninni, sem og tyrkneskir sérsveitarmenn en bærinn er í haldi Íslamska ríkisins. Bandaríkin hafa einnig komið að aðgerðinni, sem nefnist Efratskjöldurinn, með loftárásum gegn ISIS. Yfirvöld í Tyrklandi hafa heitið því að hreinsa landamæri sín af vígamönnum ISIS og „öðrum hryðjuverkamönnum“, en talið er að þar eigi Tyrkir við Kúrda í Sýrlandi (YPG) sem yfirvöld í Ankara skilgreina sem hryðjuverkasamtök vegna tengsla þeirra við Verkamannaflokk Kúrda í Tyrklandi. YPG á í nánu samstarfi við Bandaríkin, sem einnig eru bandamenn Tyrklands. Kúrdar hafa sótt hart fram gegn ISIS á undanförnum mánuðum og lagt undir sig stór svæði við landamæri Tyrklands og eru Tyrkir ekki sáttir við það. Tyrkir hafa sakað Kúrda í Sýrlandi um að vilja stofna eigið ríki. Kúrdar í Tyrklandi hafa um árabil staðið í uppreisn sem miðar að því að stofna eigið ríki.Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, er nú kominn til Tyrklands og mun hann funda með Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. Stærsta málefni fundar þeirra verður að finna upp á sameiginlegri áætlun í Sýrlandi. Þeir uppreisnarhópar sem Tyrkir hafa stutt við bakið á haafpfa átt í miklum vandræðum í baráttunni við ISIS og stjórnarher Bashar al Assad, forseta Sýrlands. Erdogan ætlar einnig að fara fram á að Bandaríkin framselji klerkinn Gulen sem hann hefur sakað um að standa að baki valdaránstilraun þar í landi í síðasta mánuði. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Tyrkir ráðast gegn ISIS og Kúrdum í Sýrlandi Stórskotaárásir Tyrkja eru sagðar undirbúningur fyrir sókn uppreisnarhópa við landamæri Sýrlands og Tyrklands. 23. ágúst 2016 07:45 Meira en helmingur hinna látnu sagður vera á barnsaldri Forseti Tyrklands segir hryðjuverkamann sem stóð að árás á laugardag tólf til fjórtán ára. Forsætisráðherrann segir það ekki víst. 29 af 54 fórnarlömbum voru undir átján ára aldri. Forsetinn segir hryðjuverkasamtökin sem kenna sig 23. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira
Tyrkneskum skriðdrekum hefur verið ekið inn í Sýrland þar sem þeir skjóta nú á skotmörk við bæinn Jarablus við landamæri Tyrklands og Sýrlands. Uppreisnarmenn sem studdir eru af Tyrkjum taka þátt í sókninni, sem og tyrkneskir sérsveitarmenn en bærinn er í haldi Íslamska ríkisins. Bandaríkin hafa einnig komið að aðgerðinni, sem nefnist Efratskjöldurinn, með loftárásum gegn ISIS. Yfirvöld í Tyrklandi hafa heitið því að hreinsa landamæri sín af vígamönnum ISIS og „öðrum hryðjuverkamönnum“, en talið er að þar eigi Tyrkir við Kúrda í Sýrlandi (YPG) sem yfirvöld í Ankara skilgreina sem hryðjuverkasamtök vegna tengsla þeirra við Verkamannaflokk Kúrda í Tyrklandi. YPG á í nánu samstarfi við Bandaríkin, sem einnig eru bandamenn Tyrklands. Kúrdar hafa sótt hart fram gegn ISIS á undanförnum mánuðum og lagt undir sig stór svæði við landamæri Tyrklands og eru Tyrkir ekki sáttir við það. Tyrkir hafa sakað Kúrda í Sýrlandi um að vilja stofna eigið ríki. Kúrdar í Tyrklandi hafa um árabil staðið í uppreisn sem miðar að því að stofna eigið ríki.Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, er nú kominn til Tyrklands og mun hann funda með Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. Stærsta málefni fundar þeirra verður að finna upp á sameiginlegri áætlun í Sýrlandi. Þeir uppreisnarhópar sem Tyrkir hafa stutt við bakið á haafpfa átt í miklum vandræðum í baráttunni við ISIS og stjórnarher Bashar al Assad, forseta Sýrlands. Erdogan ætlar einnig að fara fram á að Bandaríkin framselji klerkinn Gulen sem hann hefur sakað um að standa að baki valdaránstilraun þar í landi í síðasta mánuði.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Tyrkir ráðast gegn ISIS og Kúrdum í Sýrlandi Stórskotaárásir Tyrkja eru sagðar undirbúningur fyrir sókn uppreisnarhópa við landamæri Sýrlands og Tyrklands. 23. ágúst 2016 07:45 Meira en helmingur hinna látnu sagður vera á barnsaldri Forseti Tyrklands segir hryðjuverkamann sem stóð að árás á laugardag tólf til fjórtán ára. Forsætisráðherrann segir það ekki víst. 29 af 54 fórnarlömbum voru undir átján ára aldri. Forsetinn segir hryðjuverkasamtökin sem kenna sig 23. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira
Tyrkir ráðast gegn ISIS og Kúrdum í Sýrlandi Stórskotaárásir Tyrkja eru sagðar undirbúningur fyrir sókn uppreisnarhópa við landamæri Sýrlands og Tyrklands. 23. ágúst 2016 07:45
Meira en helmingur hinna látnu sagður vera á barnsaldri Forseti Tyrklands segir hryðjuverkamann sem stóð að árás á laugardag tólf til fjórtán ára. Forsætisráðherrann segir það ekki víst. 29 af 54 fórnarlömbum voru undir átján ára aldri. Forsetinn segir hryðjuverkasamtökin sem kenna sig 23. ágúst 2016 07:00