Ritstjóri Aftenposten segir Facebook ekki geta greint á milli barnakláms og frægra stríðsljósmynda Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. september 2016 11:45 Forsíða blaðsins er undirlögð gagnrýni vegna ákvörðunar Facebook um að ritskoða fræga mynd af fórnarlambi Víetnamstríðsins. Vísir Espen Egil Hansen, ritstjóri norska blaðsins Aftenposten, gagnrýnir Facebook og stofnanda þess, Marck Zuckerberg harðlega í blaði sínu í dag. Forsíða blaðsins er undirlögð gagnrýni vegna ákvörðunar Facebook um að ritskoða fræga mynd af fórnarlambi Víetnamstríðsins. Í opnu bréfi til Zuckerberg segist Hansen það ekki koma til greina að verða við óskum Facebook um að taka myndina sem um ræðir, eina af frægustu stríðsljósmyndum allra tíma, af Facebook-síðu Aftenposten. Forsaga málsins er sú að fyrir nokkrum vikum birti norski rithöfundurinn færslu á Facebook þar sem fjallað var um sjö ljósmyndir sem hann taldi hafa breytt sögu stríðsreksturs í gegnum tíðina. Þar á meðal var ljósmynd Nick Ut af hinni níu ára gömlu víetnömsku stúlku Kim Phuc, flýjandi nakin undan napalm-sprengjuárás í Víetnam-stríðinu á sjöunda áratug síðustu aldar.Forsíða Aftenposten í dag.VísirHent út af Facebook fyrir að gagnrýna ritskoðunarstefnuna Myndin er jafnan talin ein frægasta stríðsmynd allra tíma og hlaut Ut Pulizer-verðlaunin eftirsóttu fyrir myndaseríuna sem ljósmyndin var hluti af. Facebook fjarlægði hins vegar myndina úr færslu Egelund sem var ekki sáttur við það og gagnrýndi Facebook fyrir vikið. Var honum þá sparkað af Facebook og meinað að setja inn nýjar færslur. Segir Hansen að þetta sé grafalvarlegt mál. Facebook búi til reglur sem ekki greint á milli barnakláms og heimsfrægra stríðsljósmynda. „Þið framfylgið þessum reglum án þess að eðlileg dómgreind rúmist innan þeirra. Ekki nóg með það, þá ritskoðið þið gagnrýni án þess að ræða málin og refsið svo þeim sem voga sér að gagnrýna ykkur,“ skrifar Hansen í opnu bréfi sínu til Zuckerberg.Heimsins valdamesti ritstjóri Segir Hansen að fjölmiðlar verði að geta birt myndir eða efni sem í sumum tilvikum geti verið óþægilegt að horfa á. Mynd Ut af Kim Phuc sé eitt besta dæmið um það en Hansen segir myndina hafa átt stóran þátt í að stuðningur almennings við stríðsreksturinn í Víetnam fór þverrandi, sem varð að lokum til þess að bundinn var endi á stríðið.Færslan sem Facebook krafðist að yrði fjarlægð.Vísir„Þú ert heimsins valdamesti ritstjóri,“ skrifar Hansen. „Ég er ritstjóri stærsta blaðsins í Noregi en þú verður að átta þig á því að þú ert að takmarka ritstjórnarlegt vald mitt. Þið eruð að misnota vald ykkar og ég efast um að þið hafið áttað þig á því hvað þið eruð að gera.“ Biður Hansen Zuckerberg um að ímynda sér nýtt stríð þar sem börn verða fyrir sprengjuárásum. „Myndir þú koma í veg fyrir myndbirtingu af slíkum hryllingi eingöngu vegna þess að örlítill minnihluti gæti verið misboðið að sjá myndir af nöktum börnum eða ef einhver barnaníðingur gæti mögulega litið á myndirnar sem klámfengið efni?“Ritstjórnarvaldið eigi ekki að liggja hjá reikniforritum FacebookSegir Hansen að slíkt ristjórnarlegt vald eigi ekki að liggja hjá reikniforritum Facebook í Kaliforníu heldur inn á ritstjórnarskrifstofum fjölmiðla um allan heim. „Ég er í uppnámi, vonsvikinn og jafnvel hræddur um hvað þú ert að fara að gera við máttarstólpana í lýðræðisþjóðfélagi okkar,“ segir Hansen sem telur að Facebook verði að veita meira svigrúm í þessum efnum.Opið bréf Hansen til Zuckerberg má lesa hér. Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Espen Egil Hansen, ritstjóri norska blaðsins Aftenposten, gagnrýnir Facebook og stofnanda þess, Marck Zuckerberg harðlega í blaði sínu í dag. Forsíða blaðsins er undirlögð gagnrýni vegna ákvörðunar Facebook um að ritskoða fræga mynd af fórnarlambi Víetnamstríðsins. Í opnu bréfi til Zuckerberg segist Hansen það ekki koma til greina að verða við óskum Facebook um að taka myndina sem um ræðir, eina af frægustu stríðsljósmyndum allra tíma, af Facebook-síðu Aftenposten. Forsaga málsins er sú að fyrir nokkrum vikum birti norski rithöfundurinn færslu á Facebook þar sem fjallað var um sjö ljósmyndir sem hann taldi hafa breytt sögu stríðsreksturs í gegnum tíðina. Þar á meðal var ljósmynd Nick Ut af hinni níu ára gömlu víetnömsku stúlku Kim Phuc, flýjandi nakin undan napalm-sprengjuárás í Víetnam-stríðinu á sjöunda áratug síðustu aldar.Forsíða Aftenposten í dag.VísirHent út af Facebook fyrir að gagnrýna ritskoðunarstefnuna Myndin er jafnan talin ein frægasta stríðsmynd allra tíma og hlaut Ut Pulizer-verðlaunin eftirsóttu fyrir myndaseríuna sem ljósmyndin var hluti af. Facebook fjarlægði hins vegar myndina úr færslu Egelund sem var ekki sáttur við það og gagnrýndi Facebook fyrir vikið. Var honum þá sparkað af Facebook og meinað að setja inn nýjar færslur. Segir Hansen að þetta sé grafalvarlegt mál. Facebook búi til reglur sem ekki greint á milli barnakláms og heimsfrægra stríðsljósmynda. „Þið framfylgið þessum reglum án þess að eðlileg dómgreind rúmist innan þeirra. Ekki nóg með það, þá ritskoðið þið gagnrýni án þess að ræða málin og refsið svo þeim sem voga sér að gagnrýna ykkur,“ skrifar Hansen í opnu bréfi sínu til Zuckerberg.Heimsins valdamesti ritstjóri Segir Hansen að fjölmiðlar verði að geta birt myndir eða efni sem í sumum tilvikum geti verið óþægilegt að horfa á. Mynd Ut af Kim Phuc sé eitt besta dæmið um það en Hansen segir myndina hafa átt stóran þátt í að stuðningur almennings við stríðsreksturinn í Víetnam fór þverrandi, sem varð að lokum til þess að bundinn var endi á stríðið.Færslan sem Facebook krafðist að yrði fjarlægð.Vísir„Þú ert heimsins valdamesti ritstjóri,“ skrifar Hansen. „Ég er ritstjóri stærsta blaðsins í Noregi en þú verður að átta þig á því að þú ert að takmarka ritstjórnarlegt vald mitt. Þið eruð að misnota vald ykkar og ég efast um að þið hafið áttað þig á því hvað þið eruð að gera.“ Biður Hansen Zuckerberg um að ímynda sér nýtt stríð þar sem börn verða fyrir sprengjuárásum. „Myndir þú koma í veg fyrir myndbirtingu af slíkum hryllingi eingöngu vegna þess að örlítill minnihluti gæti verið misboðið að sjá myndir af nöktum börnum eða ef einhver barnaníðingur gæti mögulega litið á myndirnar sem klámfengið efni?“Ritstjórnarvaldið eigi ekki að liggja hjá reikniforritum FacebookSegir Hansen að slíkt ristjórnarlegt vald eigi ekki að liggja hjá reikniforritum Facebook í Kaliforníu heldur inn á ritstjórnarskrifstofum fjölmiðla um allan heim. „Ég er í uppnámi, vonsvikinn og jafnvel hræddur um hvað þú ert að fara að gera við máttarstólpana í lýðræðisþjóðfélagi okkar,“ segir Hansen sem telur að Facebook verði að veita meira svigrúm í þessum efnum.Opið bréf Hansen til Zuckerberg má lesa hér.
Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira