Móðir Teresa tekin í dýrlingatölu á sunnudaginn nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 2. september 2016 17:30 Móðir Teresa hefur sætt talsverðri gagnrýni undanfarin ár. Vísir Móðir Teresa verður tekin í dýrlingatölu nú á sunnudaginn. Athöfnin mun fara fram í Vatíkaninu en áætlað er að hálf milljón manna verði viðstödd messuna. Móðir Teresa er heimsþekkt fyrir starf sitt í fátækrahverfum Kalkútta á Indlandi en hún hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1979. Hún lést árið 1997, 87 ára að aldri. Í frétt BBC kemur fram að til þess að Kaþólska kirkjan taki einstakling í dýrlingatölu þurfi að teljast sannað að viðkomandi hafi stuðlað að tveimur kraftaverkum eftir andlát. Vatíkanið hefur nú lýst því yfir að tvö kraftaverk hafi verið staðfest eftir andlát Móður Teresu. Annars vegar á kona á Indlandi að hafa læknast af æxli í kviðarholi árið 2002 og hins vegar brasilískur karl af heilaæxli árið 2008. Bæði höfðu þau beðið til Móður Teresu í von um lækningu. Frans páfi staðfesti síðara kraftaverkið í fyrra og gerði Móður Teresu þannig kleift að vera tekin í dýrlingatölu. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, lýsti því yfir í útvarpsviðtali á dögunum að indverska þjóðin væri stolt vegna viðburðarins enda hefði Móðir Teresa helgað líf sitt fátæku fólki. Modi mun senda hundrað manna hóp frá Indlandi til Vatíkansins með Sushma Swaraj, utanríkisráðherra Indlands, í broddi fylkingar. Ekki eru þó allir Indverjar sáttir með þessa ákvörðun Modis og hefur undirskriftasöfnun verið sett á fót með því markmiði að fá Swaraj til þess að sniðganga athöfnina. Að mati gagnrýnendanna er tvískinnungur fólginn í því að utanríkisráðherra lands sem leggur áherslu á vísindalega hugsun skuli vera viðstaddur athöfn sem byggir á trúarlegum kraftaverkum. Þess má jafnframt geta að Móðir Teresa sjálf hefur sætt margvíslegri gagnrýni í gegnum árin. Sú gagnrýni varðar helst meinta vanrækslu og vöntun á hreinlæti við þjónustu á fátækum sjúklingum og blessun fólks á dánarbeði óháð því hvaða trúarbrögðum það aðhylltist. Páfagarður Tengdar fréttir Móðir Teresa tekin í dýrðlingatölu í september Móðir Teresa var tekin í tölu blessaðra árið 2003 og Frans páfi lýsti því svo yfir á síðasta ári að hún hafi framkvæmt annað kraftaverk. 15. mars 2016 13:59 Móðir Teresa nær því að verða tekin í tölu dýrlinga Nefnd Páfagarðs ákvað fyrir þremur dögum að hún hafi framkvæmt kraftaverk með því að lækna brasilískan mann af heilaæxli. 18. desember 2015 09:38 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira
Móðir Teresa verður tekin í dýrlingatölu nú á sunnudaginn. Athöfnin mun fara fram í Vatíkaninu en áætlað er að hálf milljón manna verði viðstödd messuna. Móðir Teresa er heimsþekkt fyrir starf sitt í fátækrahverfum Kalkútta á Indlandi en hún hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1979. Hún lést árið 1997, 87 ára að aldri. Í frétt BBC kemur fram að til þess að Kaþólska kirkjan taki einstakling í dýrlingatölu þurfi að teljast sannað að viðkomandi hafi stuðlað að tveimur kraftaverkum eftir andlát. Vatíkanið hefur nú lýst því yfir að tvö kraftaverk hafi verið staðfest eftir andlát Móður Teresu. Annars vegar á kona á Indlandi að hafa læknast af æxli í kviðarholi árið 2002 og hins vegar brasilískur karl af heilaæxli árið 2008. Bæði höfðu þau beðið til Móður Teresu í von um lækningu. Frans páfi staðfesti síðara kraftaverkið í fyrra og gerði Móður Teresu þannig kleift að vera tekin í dýrlingatölu. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, lýsti því yfir í útvarpsviðtali á dögunum að indverska þjóðin væri stolt vegna viðburðarins enda hefði Móðir Teresa helgað líf sitt fátæku fólki. Modi mun senda hundrað manna hóp frá Indlandi til Vatíkansins með Sushma Swaraj, utanríkisráðherra Indlands, í broddi fylkingar. Ekki eru þó allir Indverjar sáttir með þessa ákvörðun Modis og hefur undirskriftasöfnun verið sett á fót með því markmiði að fá Swaraj til þess að sniðganga athöfnina. Að mati gagnrýnendanna er tvískinnungur fólginn í því að utanríkisráðherra lands sem leggur áherslu á vísindalega hugsun skuli vera viðstaddur athöfn sem byggir á trúarlegum kraftaverkum. Þess má jafnframt geta að Móðir Teresa sjálf hefur sætt margvíslegri gagnrýni í gegnum árin. Sú gagnrýni varðar helst meinta vanrækslu og vöntun á hreinlæti við þjónustu á fátækum sjúklingum og blessun fólks á dánarbeði óháð því hvaða trúarbrögðum það aðhylltist.
Páfagarður Tengdar fréttir Móðir Teresa tekin í dýrðlingatölu í september Móðir Teresa var tekin í tölu blessaðra árið 2003 og Frans páfi lýsti því svo yfir á síðasta ári að hún hafi framkvæmt annað kraftaverk. 15. mars 2016 13:59 Móðir Teresa nær því að verða tekin í tölu dýrlinga Nefnd Páfagarðs ákvað fyrir þremur dögum að hún hafi framkvæmt kraftaverk með því að lækna brasilískan mann af heilaæxli. 18. desember 2015 09:38 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira
Móðir Teresa tekin í dýrðlingatölu í september Móðir Teresa var tekin í tölu blessaðra árið 2003 og Frans páfi lýsti því svo yfir á síðasta ári að hún hafi framkvæmt annað kraftaverk. 15. mars 2016 13:59
Móðir Teresa nær því að verða tekin í tölu dýrlinga Nefnd Páfagarðs ákvað fyrir þremur dögum að hún hafi framkvæmt kraftaverk með því að lækna brasilískan mann af heilaæxli. 18. desember 2015 09:38