Erlent

Tvær milljónir manna án drykkjavatns í Aleppo

Höskuldur Kári Schram skrifar
Ekkert lát virðist vera á bardögum í Aleppo.
Ekkert lát virðist vera á bardögum í Aleppo. Vísir/Getty
Talið er að allt að tvær milljónir manna séu án drykkjarvatns í borginni Aleppo í Sýrlandi eftir harða bardaga sem þar hafa geisað undanfarna daga. Talsmenn á vegum Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna segja vatnsdælustöðvar borgarinnar hafa skemmst og útilokað sé að gera við þær á meðan á bardögum stendur.

Sýrlenski stjórnarherinn hefur heitið því að ná borginni aftur á sitt vald eftir að vopnahléið milli þeirra og uppreisnarmanna fór út um þúfur á mánudag. Hátt í hundrað manns létu lífið í loftárásum Rússa og sýrslenska stjórnarhersins á borgina í gær og tugir særðust.


Tengdar fréttir

Sýrlandsher hefur nýja sókn gegn uppreisnarhópum í Aleppo

Sýrlandsher tilkynnti nú undir kvöld að hann muni nú hefja nýja sókn gegn uppreisnarhópnum í austurhluta borgarinnar Aleppo, en herinn hefur staðið fyrir miklum sprengjuárásum á uppreisnarhópana síðustu daga, eða allt frá því að vopnahléinu lauk á mánudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×