Friðarviðræðum Bandaríkjanna og Rússa slitið Samúel Karl Ólason skrifar 3. október 2016 18:08 Vísir/AFP Bandaríkin hafa slitið viðræðum sínum við Rússa um að endurvekja vopnahlé í Sýrlandi. Fyrr í dag höfðu Rússar slitið samstarfi ríkjanna varðandi eyðingu plútóníums. Samband ríkjanna hefur kólnað til muna á undanförnum mánuðum. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hótaði því í síðustu viku að slíta viðræðunum ef ekki yrði dregið úr loftárásum á austurhluta Aleppo, sem uppreisnarmenn halda. Bandaríkin segja að viðræðunum hafi verið slitið þar sem Rússar hafi ekki staðið við skuldbindingar sínar um að sjá til þess að hjálparstarfsmenn kæmu neyðarbirgðum til þeirra 250 þúsund manna sem halda til í borginni. Rússar hafa verið sakaðir um að fremja mögulega stríðsglæpi í Aleppo, af Sameinuðu þjóðunum og mannréttindasamtökum. Fyrr í dag bárust fregnir af því að stærsta sjúkrahús borgarinnar hefði verið eyðilagt í loftárás. Þrír starfsmenn sjúkrahússins létust í loftárásunum en sjúkrahúsið var rekið af samtökunum Syrian American Society.Segja Bandaríkin ógna jafnvægi Rússar tilkynntu í dag að þeir hafi slitið samstarfi þeirra við Bandaríkin varðandi eyðingu plútóníums. Samningurinn var samþykktur árið 2000 og endurnýjaður árið 2010 og samkvæmt honum átti hvort ríkið að eyða 34 tonnum af plútóníumi. Hægt væri að gera um 17 þúsund kjarnorkusprengjur úr því magni.Vladimir Putin, forseti Rússlands, sagði bandaríkin ógna jafnvægi heimsins með óvinsamlegum aðgerðum sínum gagnvart Rússlandi. Hann hefur lagt fram frumvarp þar sem skilyrði eru sett fyrir því að samkomulagið verði samþykkt aftur. Þau skilyrði fela í sér að Bandaríkin dragi úr veru hermanna og herafla í þeim ríkjum NATO sem gengu til liðs við bandalagið eftir 1. september árið 2000 og að allar viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Rússlandi verði afnumdar og Rússar fái greiddar bætur vegna þeirra. Bæði Bandaríkin og Evrópusambandið hafa beitt Rússa þvingunum vegna innlimunar Krímskaga og aðgerða þeirra í austurhluta Úkraínu. Mið-Austurlönd Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira
Bandaríkin hafa slitið viðræðum sínum við Rússa um að endurvekja vopnahlé í Sýrlandi. Fyrr í dag höfðu Rússar slitið samstarfi ríkjanna varðandi eyðingu plútóníums. Samband ríkjanna hefur kólnað til muna á undanförnum mánuðum. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hótaði því í síðustu viku að slíta viðræðunum ef ekki yrði dregið úr loftárásum á austurhluta Aleppo, sem uppreisnarmenn halda. Bandaríkin segja að viðræðunum hafi verið slitið þar sem Rússar hafi ekki staðið við skuldbindingar sínar um að sjá til þess að hjálparstarfsmenn kæmu neyðarbirgðum til þeirra 250 þúsund manna sem halda til í borginni. Rússar hafa verið sakaðir um að fremja mögulega stríðsglæpi í Aleppo, af Sameinuðu þjóðunum og mannréttindasamtökum. Fyrr í dag bárust fregnir af því að stærsta sjúkrahús borgarinnar hefði verið eyðilagt í loftárás. Þrír starfsmenn sjúkrahússins létust í loftárásunum en sjúkrahúsið var rekið af samtökunum Syrian American Society.Segja Bandaríkin ógna jafnvægi Rússar tilkynntu í dag að þeir hafi slitið samstarfi þeirra við Bandaríkin varðandi eyðingu plútóníums. Samningurinn var samþykktur árið 2000 og endurnýjaður árið 2010 og samkvæmt honum átti hvort ríkið að eyða 34 tonnum af plútóníumi. Hægt væri að gera um 17 þúsund kjarnorkusprengjur úr því magni.Vladimir Putin, forseti Rússlands, sagði bandaríkin ógna jafnvægi heimsins með óvinsamlegum aðgerðum sínum gagnvart Rússlandi. Hann hefur lagt fram frumvarp þar sem skilyrði eru sett fyrir því að samkomulagið verði samþykkt aftur. Þau skilyrði fela í sér að Bandaríkin dragi úr veru hermanna og herafla í þeim ríkjum NATO sem gengu til liðs við bandalagið eftir 1. september árið 2000 og að allar viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Rússlandi verði afnumdar og Rússar fái greiddar bætur vegna þeirra. Bæði Bandaríkin og Evrópusambandið hafa beitt Rússa þvingunum vegna innlimunar Krímskaga og aðgerða þeirra í austurhluta Úkraínu.
Mið-Austurlönd Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira