Duterte snýr sér til Kína Samúel Karl Ólason skrifar 20. október 2016 13:28 Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, og Zhang Gaoli, aðstoðarforsætisráðherra Kína. Vísir/AFP Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, tilkynnti í dag að Filippseyjar hefðu slitið sig frá Bandaríkjunum. Þess í stað ætlar Duterte að snúa sér til Kína, þar sem hann er nú staddur. Kína og Filippseyjar hafa samþykkt að leysa deilur sínar um Suður-Kínahaf með viðræðum. Duterte sagði Bandaríkin hafa „tapað“ og að hann myndi mögulega einnig snúa sér mynda bandalag við Rússland. Þetta sagði Duterte á blaðamannafundi með Zhang Gaoli, aðstoðarforsætisráðherra Kína. Skömmu áður hafði Duterte fundað með Xi Jingping, leiðtoga Kína. „Ég hef snúið mér að ykkar hugmyndafræði og ég mun mögulega fara til Rússlands líka og segja Putin að við séum þrír á móti öllum heiminum. Kína, Filippseyjar og Rússlands. Það er eina leiðin,“ sagði Duterte. Undir stjórn fyrrum forseta Filippseyja, Benigno Aquino, neituðu Filippseyjar að samþykkja ólögmætt tilkall Kína til Suður-Kínahafs, þar sem þeir hafa byggt fjölmargar eyjur, flugvelli og flotastöðvar. Árið 2012 hertóku Kínverjar Scarborought skerið sem var innan efnahagslögsögu Filippseyja. Á blaðamannafundinum sagði Duterte að Filippseyjar hefðu grætt lítið á áratugalöngu bandalagi sínu við Bandaríkin. Þá kallaði hann Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, aftur hóruson. Duterte er verulega ósáttur við yfirvöld Bandaríkjanna eftir að Washington, ásamt Sameinuðu þjóðunum, ESB og mannréttindasamtökum, gagnrýndu Duterte fyrir „átak“ hans gegn fíkniefnum. Þúsundir meintra fíkniefnasala og neytanda hafa verið drepnir af lögreglu og vopnuðum gengjum borgara í Filippseyjum á undanförnum mánuðum. Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Sáttur með Hitler-líkingu Mannréttindasamtök hafa furðað sig á ummælum Rodrigos Duterte, forseta Filippseyja, sem stærir sig af því að láta drepa fíkniefnaneytendur og hefur ekkert á móti því að sér sé líkt við Hitler. 1. október 2016 07:00 Duterte sagður hafa fyrirskipað morð á andstæðingum sínum Um þúsund manns voru myrtir á 25 árum þegar Rodrigo Duterte var borgarstjóri Davao. 15. september 2016 10:15 Segir Obama að „fara til helvítis“ Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, segist ætla að „hætta með“ Bandaríkjunum. 4. október 2016 17:40 Enn versnar samband Duterte og Bandaríkjanna Hinn umdeildi forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte, lýsti því yfir í gær að fyrirhuguð heræfing í landinu þar sem Bandaríkjamenn og Filippseyski herinn taka þátt verði þær síðustu af slíkum toga. 29. september 2016 07:58 Hætta æfingum með Bandaríkjunum í Suður-Kínahafi Yfirvöld Filippseyja vilja losna við bandaríska hermenn frá landi sínu. 7. október 2016 22:38 Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, tilkynnti í dag að Filippseyjar hefðu slitið sig frá Bandaríkjunum. Þess í stað ætlar Duterte að snúa sér til Kína, þar sem hann er nú staddur. Kína og Filippseyjar hafa samþykkt að leysa deilur sínar um Suður-Kínahaf með viðræðum. Duterte sagði Bandaríkin hafa „tapað“ og að hann myndi mögulega einnig snúa sér mynda bandalag við Rússland. Þetta sagði Duterte á blaðamannafundi með Zhang Gaoli, aðstoðarforsætisráðherra Kína. Skömmu áður hafði Duterte fundað með Xi Jingping, leiðtoga Kína. „Ég hef snúið mér að ykkar hugmyndafræði og ég mun mögulega fara til Rússlands líka og segja Putin að við séum þrír á móti öllum heiminum. Kína, Filippseyjar og Rússlands. Það er eina leiðin,“ sagði Duterte. Undir stjórn fyrrum forseta Filippseyja, Benigno Aquino, neituðu Filippseyjar að samþykkja ólögmætt tilkall Kína til Suður-Kínahafs, þar sem þeir hafa byggt fjölmargar eyjur, flugvelli og flotastöðvar. Árið 2012 hertóku Kínverjar Scarborought skerið sem var innan efnahagslögsögu Filippseyja. Á blaðamannafundinum sagði Duterte að Filippseyjar hefðu grætt lítið á áratugalöngu bandalagi sínu við Bandaríkin. Þá kallaði hann Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, aftur hóruson. Duterte er verulega ósáttur við yfirvöld Bandaríkjanna eftir að Washington, ásamt Sameinuðu þjóðunum, ESB og mannréttindasamtökum, gagnrýndu Duterte fyrir „átak“ hans gegn fíkniefnum. Þúsundir meintra fíkniefnasala og neytanda hafa verið drepnir af lögreglu og vopnuðum gengjum borgara í Filippseyjum á undanförnum mánuðum.
Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Sáttur með Hitler-líkingu Mannréttindasamtök hafa furðað sig á ummælum Rodrigos Duterte, forseta Filippseyja, sem stærir sig af því að láta drepa fíkniefnaneytendur og hefur ekkert á móti því að sér sé líkt við Hitler. 1. október 2016 07:00 Duterte sagður hafa fyrirskipað morð á andstæðingum sínum Um þúsund manns voru myrtir á 25 árum þegar Rodrigo Duterte var borgarstjóri Davao. 15. september 2016 10:15 Segir Obama að „fara til helvítis“ Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, segist ætla að „hætta með“ Bandaríkjunum. 4. október 2016 17:40 Enn versnar samband Duterte og Bandaríkjanna Hinn umdeildi forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte, lýsti því yfir í gær að fyrirhuguð heræfing í landinu þar sem Bandaríkjamenn og Filippseyski herinn taka þátt verði þær síðustu af slíkum toga. 29. september 2016 07:58 Hætta æfingum með Bandaríkjunum í Suður-Kínahafi Yfirvöld Filippseyja vilja losna við bandaríska hermenn frá landi sínu. 7. október 2016 22:38 Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira
Sáttur með Hitler-líkingu Mannréttindasamtök hafa furðað sig á ummælum Rodrigos Duterte, forseta Filippseyja, sem stærir sig af því að láta drepa fíkniefnaneytendur og hefur ekkert á móti því að sér sé líkt við Hitler. 1. október 2016 07:00
Duterte sagður hafa fyrirskipað morð á andstæðingum sínum Um þúsund manns voru myrtir á 25 árum þegar Rodrigo Duterte var borgarstjóri Davao. 15. september 2016 10:15
Segir Obama að „fara til helvítis“ Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, segist ætla að „hætta með“ Bandaríkjunum. 4. október 2016 17:40
Enn versnar samband Duterte og Bandaríkjanna Hinn umdeildi forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte, lýsti því yfir í gær að fyrirhuguð heræfing í landinu þar sem Bandaríkjamenn og Filippseyski herinn taka þátt verði þær síðustu af slíkum toga. 29. september 2016 07:58
Hætta æfingum með Bandaríkjunum í Suður-Kínahafi Yfirvöld Filippseyja vilja losna við bandaríska hermenn frá landi sínu. 7. október 2016 22:38