„Þeir óttast raddir okkar“ Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2016 14:30 Shireen ásamt vinkonu sinni Kaziwar á víglínunni nærri Raqqa. Vísir/AFP „Þeir óttast raddir okkar," segir 25 ára kona sem hefur barist með sveitum Kúrda (YPG) í Sýrlandi í um fimm ár. Hundruð kvenna hafa gengið til liðs við YPG eftir að vígamenn samtakanna tóku þúsundir kvenna og barna sem tilheyra Jasídum í þrældóm sumarið 2014 og stofnað hópinn YPJ. YPG stendur í raun fyrir People's Protection Units, en YPJ stendur fyrir Women's Protection Units. Talið er að um 3.200 Jasídar séu enn í haldi ISIS og þar af að mestu í Sýrlandi.Vísir/GraphicNewsSamkvæmt trú ISIS-liða er skömmustulegt og bannað að vera veginn af konu og er það eitthvað sem þeir óttast mjög. Því láta Shireen og aðrar konur í YPG vel heyra í sér þegar þær sækja fram gegn ISIS. YPG ásamt sýrlenskum bandamönnum þeirra hafa stofnað regnhlífarsamtökin SDF, eða Syrian Democratic Forces, og hafa samtökin sótt hart fram gegn ISIS á síðustu mánuðum, með stuðningi Bandaríkjanna og annarra ríkja. Nú sækja SDF að borginni Raqqa, höfuðvígi Íslamska ríkisins. Rojda Felat, yfirmaður Shireen, segir konurnar taka þátt í orrustunni um Raqqa til að verja „mæður sínar og systur“. „Fólk lítur niður á konur af fyrirlitningu og halda því fram að við séum of viðkvæmar, að við ættum ekki að dirfast halda á hníf eða byssu,“ segir Rojda við blaðamann AFP. „En þú getur séð sjálfur að við kunnum að notast við dushka (rússnesk gerð af vélbyssum), við kunnum að nota sprengjuvörpur og við getum einnig fjarlægt jarðsprengjur.“ Shireen segir vígamenn ISIS líta á konur sem þræla. Þess vegna berjist hún. Til að frelsa kynsystur sínar úr þrældómi.Out for revenge: Syria Kurd women fighters vow to make jihadist foes pay https://t.co/nRmK0bxAgy pic.twitter.com/iUE50PTiSd— AFP news agency (@AFP) November 11, 2016 Mið-Austurlönd Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
„Þeir óttast raddir okkar," segir 25 ára kona sem hefur barist með sveitum Kúrda (YPG) í Sýrlandi í um fimm ár. Hundruð kvenna hafa gengið til liðs við YPG eftir að vígamenn samtakanna tóku þúsundir kvenna og barna sem tilheyra Jasídum í þrældóm sumarið 2014 og stofnað hópinn YPJ. YPG stendur í raun fyrir People's Protection Units, en YPJ stendur fyrir Women's Protection Units. Talið er að um 3.200 Jasídar séu enn í haldi ISIS og þar af að mestu í Sýrlandi.Vísir/GraphicNewsSamkvæmt trú ISIS-liða er skömmustulegt og bannað að vera veginn af konu og er það eitthvað sem þeir óttast mjög. Því láta Shireen og aðrar konur í YPG vel heyra í sér þegar þær sækja fram gegn ISIS. YPG ásamt sýrlenskum bandamönnum þeirra hafa stofnað regnhlífarsamtökin SDF, eða Syrian Democratic Forces, og hafa samtökin sótt hart fram gegn ISIS á síðustu mánuðum, með stuðningi Bandaríkjanna og annarra ríkja. Nú sækja SDF að borginni Raqqa, höfuðvígi Íslamska ríkisins. Rojda Felat, yfirmaður Shireen, segir konurnar taka þátt í orrustunni um Raqqa til að verja „mæður sínar og systur“. „Fólk lítur niður á konur af fyrirlitningu og halda því fram að við séum of viðkvæmar, að við ættum ekki að dirfast halda á hníf eða byssu,“ segir Rojda við blaðamann AFP. „En þú getur séð sjálfur að við kunnum að notast við dushka (rússnesk gerð af vélbyssum), við kunnum að nota sprengjuvörpur og við getum einnig fjarlægt jarðsprengjur.“ Shireen segir vígamenn ISIS líta á konur sem þræla. Þess vegna berjist hún. Til að frelsa kynsystur sínar úr þrældómi.Out for revenge: Syria Kurd women fighters vow to make jihadist foes pay https://t.co/nRmK0bxAgy pic.twitter.com/iUE50PTiSd— AFP news agency (@AFP) November 11, 2016
Mið-Austurlönd Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira