Varðar mig og þig um skólann? Bryndís Víglundsdóttir skrifar 11. nóvember 2016 07:00 Ég er hugsi yfir þröngri stöðu skólastarfs á Íslandi. Þessi þrengsli eru á öllum skólastigum og þetta „reddast ekki“ nema tekið sé á vandanum. Nú er fyrirskipað að skólinn skuli vera án aðgreiningar. Þetta þýðir að börn sem glíma við margslunginn vanda, skerta námsgetu og skert andlegt heilbrigði skulu sækja menntun sína í sömu smiðju og börnin sem fengu meiri námsgetu í vöggugjöf og þau sem ekki glíma við veikindi á geði. Börnin sem verið er að mennta í skólum okkar eiga eftir nokkur ár að bera uppi samfélag okkar. Gert er ráð fyrir því í lögum og reglugerðum um skólastarf á Íslandi að börn skuli fá menntun við hæfi hvers og eins, enda sé stuðningur við námið tiltækur. Mikið vantar á að þessi stuðningur sé annað en orðin tóm. Ekki er við stjórnendur skólanna að sakast. Þeir fá ekki fólk til starfa. Flóknara er það ekki. Löngum hefur það viðhorfið þrifist hér að hver sem er geti „sagt börnum til“. Margt má segja börnum með góðum árangri. En það er þegar kenna á börnum sem búa við ýmsar skerðingar að reynir á hvort kennarinn-leiðbeinandinn kann til verka. Það er ekki fleipur þegar koma fréttir um að fjöldi kennara sé orðinn uppgefinn. Leiðbeinendur/stuðningsfulltrúar eru ráðnir til starfa í skólunum án nokkurrar þjálfunar og þeim fengin mörg flókin verkefni til úrlausnar. Börn fá ekki það sem þeim berNiðurstaðan er sú að börnin fá ekki það sem þeim ber, hvar í getuflokki sem þau standa. Það er niðurlægjandi fyrir fagmenn að vinna í umhverfi þar sem aðstæður allar hamla því að unnt sé að vinna í samræmi við þekkingu og hugsjónirnar. Svona er staðan í skólastofunni og svo kemur að laununum. Unga fólkinu hugnast ekki launin sem eru í boði fyrir kennslustörfin. Nýnemum í kennaranámi fækkar og vantar mikið á að hægt verði að ráða kennara í stöður sem losna á næstu misserum. Varðar okkur, borgarana ekki um þetta? Á okkur að standa á sama? Varðar okkur, foreldra, ömmur og afa, langömmur og langafa ekki um hvað blasir við í skólum okkar? Kæru aðstandendur-foreldrar, afar og ömmur, frændur og frænkur, Íslendingar! Leggjum skólastarfi í landinu okkar lið með því að styðja við kennarana og réttmætar kröfur þeirra. Kröfurnar snúa bæði að starfsaðstöðu og launum. Látum í okkur heyra ef við látum okkur varða framtíð barnanna okkar. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Víglundsdóttir Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Ég er hugsi yfir þröngri stöðu skólastarfs á Íslandi. Þessi þrengsli eru á öllum skólastigum og þetta „reddast ekki“ nema tekið sé á vandanum. Nú er fyrirskipað að skólinn skuli vera án aðgreiningar. Þetta þýðir að börn sem glíma við margslunginn vanda, skerta námsgetu og skert andlegt heilbrigði skulu sækja menntun sína í sömu smiðju og börnin sem fengu meiri námsgetu í vöggugjöf og þau sem ekki glíma við veikindi á geði. Börnin sem verið er að mennta í skólum okkar eiga eftir nokkur ár að bera uppi samfélag okkar. Gert er ráð fyrir því í lögum og reglugerðum um skólastarf á Íslandi að börn skuli fá menntun við hæfi hvers og eins, enda sé stuðningur við námið tiltækur. Mikið vantar á að þessi stuðningur sé annað en orðin tóm. Ekki er við stjórnendur skólanna að sakast. Þeir fá ekki fólk til starfa. Flóknara er það ekki. Löngum hefur það viðhorfið þrifist hér að hver sem er geti „sagt börnum til“. Margt má segja börnum með góðum árangri. En það er þegar kenna á börnum sem búa við ýmsar skerðingar að reynir á hvort kennarinn-leiðbeinandinn kann til verka. Það er ekki fleipur þegar koma fréttir um að fjöldi kennara sé orðinn uppgefinn. Leiðbeinendur/stuðningsfulltrúar eru ráðnir til starfa í skólunum án nokkurrar þjálfunar og þeim fengin mörg flókin verkefni til úrlausnar. Börn fá ekki það sem þeim berNiðurstaðan er sú að börnin fá ekki það sem þeim ber, hvar í getuflokki sem þau standa. Það er niðurlægjandi fyrir fagmenn að vinna í umhverfi þar sem aðstæður allar hamla því að unnt sé að vinna í samræmi við þekkingu og hugsjónirnar. Svona er staðan í skólastofunni og svo kemur að laununum. Unga fólkinu hugnast ekki launin sem eru í boði fyrir kennslustörfin. Nýnemum í kennaranámi fækkar og vantar mikið á að hægt verði að ráða kennara í stöður sem losna á næstu misserum. Varðar okkur, borgarana ekki um þetta? Á okkur að standa á sama? Varðar okkur, foreldra, ömmur og afa, langömmur og langafa ekki um hvað blasir við í skólum okkar? Kæru aðstandendur-foreldrar, afar og ömmur, frændur og frænkur, Íslendingar! Leggjum skólastarfi í landinu okkar lið með því að styðja við kennarana og réttmætar kröfur þeirra. Kröfurnar snúa bæði að starfsaðstöðu og launum. Látum í okkur heyra ef við látum okkur varða framtíð barnanna okkar. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun