Játa þátt kaþólsku kirkjunnar í þjóðarmorðunum 1994 í Rúanda Jóhann Óli Eiðsson skrifar 21. nóvember 2016 00:03 Höfuðkúpur margra sem slátrað var árið 1994 eru nú geymdar á safni í Kigali, höfuðborg Rúanda, sem geymir ýmsa muni tengda þjóðarmorðunum. vísir/getty Forstöðumenn kaþólsku kirkjunnar í Rúanda hafa beðist afsökunar á þætti hennar og gjörðum kristinna manna í þjóðarmorðunum sem áttu sér stað þar í landi árið 1994. Þetta kemur fram í frétt á vef Al-Jazeera. Í yfirlýsingu frá biskupum kirkjunnar, sem birtist í dag, var viðurkennt að meðlimir hennar hefðu lagt á ráð um og tekið þátt í að myrða meira en 800 þúsund Tútsía og Hútúa. Flestir vígamannanna voru öfgamenn úr hópi Hútúa. „Við biðjumst afsökunar á öllu því ranga sem kirkjan átti þátt í. Við biðjumst afsökunar fyrir hönd allra kristinna manna. Það er okkur mikill harmur að meðlimir kirkjunnar hafi brotið gegn hollustu sinni við boðorð Guðs,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. Margir, sem sluppu lifandi úr hörmungunum, báru vitni um að klerkar, prestar, nunnur og aðrir þjónar kirkjunnar hefðu tekið þátt í morðunum. Í skýrslum, sem unnar hafa verið af yfirvöldum í landinu, kemur meðal annars fram að kirkjunnar menn hafi banað fólki sem leitaði náðar í húsum Guðs. Þjóðarmorðin áttu sér stað fyrir rúmum tuttugu árum eftir að þáverandi forseti landsins, Hútúinn Juvénal Habyarimana, lést í flugslysi. Kirkjan hefur löngum neitað þætti sínum í þjóðarmorðunum og hefur hingað til borið því við að böðlarnir hefðu tekið sjálfir upp á ósómanum. „Fyrirgefið okkur þessa hræðilegu hatursglæpi sem áttu sér stað í landinu og hatrið sem við sýndum fólki af öðrum ættbálkum. Í stað þess að vera ein fjölskylda gripum við til vopna og morða,“ segir í yfirlýsingunni. Rúanda Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Sjá meira
Forstöðumenn kaþólsku kirkjunnar í Rúanda hafa beðist afsökunar á þætti hennar og gjörðum kristinna manna í þjóðarmorðunum sem áttu sér stað þar í landi árið 1994. Þetta kemur fram í frétt á vef Al-Jazeera. Í yfirlýsingu frá biskupum kirkjunnar, sem birtist í dag, var viðurkennt að meðlimir hennar hefðu lagt á ráð um og tekið þátt í að myrða meira en 800 þúsund Tútsía og Hútúa. Flestir vígamannanna voru öfgamenn úr hópi Hútúa. „Við biðjumst afsökunar á öllu því ranga sem kirkjan átti þátt í. Við biðjumst afsökunar fyrir hönd allra kristinna manna. Það er okkur mikill harmur að meðlimir kirkjunnar hafi brotið gegn hollustu sinni við boðorð Guðs,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. Margir, sem sluppu lifandi úr hörmungunum, báru vitni um að klerkar, prestar, nunnur og aðrir þjónar kirkjunnar hefðu tekið þátt í morðunum. Í skýrslum, sem unnar hafa verið af yfirvöldum í landinu, kemur meðal annars fram að kirkjunnar menn hafi banað fólki sem leitaði náðar í húsum Guðs. Þjóðarmorðin áttu sér stað fyrir rúmum tuttugu árum eftir að þáverandi forseti landsins, Hútúinn Juvénal Habyarimana, lést í flugslysi. Kirkjan hefur löngum neitað þætti sínum í þjóðarmorðunum og hefur hingað til borið því við að böðlarnir hefðu tekið sjálfir upp á ósómanum. „Fyrirgefið okkur þessa hræðilegu hatursglæpi sem áttu sér stað í landinu og hatrið sem við sýndum fólki af öðrum ættbálkum. Í stað þess að vera ein fjölskylda gripum við til vopna og morða,“ segir í yfirlýsingunni.
Rúanda Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Sjá meira