ISIS-liðar náðu skriðdrekum og skotvopnum í Palmyra Samúel Karl Ólason skrifar 12. desember 2016 14:45 ISIS-liðar hafa birt myndir af ýmsum vopnum og skriðdrekum í Palmyra. Vígamenn Íslamska ríkisins hafa tekið borgina Palmyra úr höndum stjórnarhers Sýrlands. Þeir voru reknir úr borginni í mars með aðstoða loftárása Rússa. Eftir harða bardaga í fjóra daga flúði stjórnarherinn og skildi eftir fjölda skriðdreka og þungavopn í borginni sem ISIS-liðar hafa nú tekið stjórn á. Þar á meðal eru skriðdrekar, brynvarðir bílar og eldflaugar og fleira.The #Syria|n Army left many Vehicles including a huge number of Tanks, now in the hands of #ISIS in #Palmyra. pic.twitter.com/triq2vnyGt— KhalilMENA (@WarNews24_7) December 11, 2016 Samkvæmt Financial Times vekur fall Palmyra upp spurningar um hvort að stjórnarherinn búi yfir nægum mannafla til að berjast gegn uppreisnarmönnum og ISIS í Sýrlandi. Undanfarnar vikur hefur herinn og Rússar einbeitt sér að uppreisnarmönnum og vígamönnum í Aleppo í norðanverðu landinu, sem er nú að falli komin. Syrian observatory for human righst segja hundruð vígamanna ISIS hafa flúið frá Mosul í Írak og að þeir hafi verið sendir vítt og breitt um Sýrland. Þorri þeirra hafi þó verið sendur til að taka þátt í árásinni á Palmyra. ISIS-liðar hafa einnig birt myndir af stórskotavopnum, eldflaugum, brynvörðum bílum og jafnvel loftvarnarbyssum.After the video, #ISIS also released several pictures of the heavy weaponry including tanks, self-propelled anti-aircraft system (Shilka) pic.twitter.com/AYifEp6ZRs— Michael Horowitz (@michaelh992) December 12, 2016 Áður en vígamenn ISIS voru reknir frá Palmyra í mars höfðu þeir stjórnað borginni í tæpt ár. Á þeim tíma höfðu þeir sprengt upp fjölda fornra hofa og rústa og haldið fjöldaaftökur í rústum rómversks hringleikahúss. Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira
Vígamenn Íslamska ríkisins hafa tekið borgina Palmyra úr höndum stjórnarhers Sýrlands. Þeir voru reknir úr borginni í mars með aðstoða loftárása Rússa. Eftir harða bardaga í fjóra daga flúði stjórnarherinn og skildi eftir fjölda skriðdreka og þungavopn í borginni sem ISIS-liðar hafa nú tekið stjórn á. Þar á meðal eru skriðdrekar, brynvarðir bílar og eldflaugar og fleira.The #Syria|n Army left many Vehicles including a huge number of Tanks, now in the hands of #ISIS in #Palmyra. pic.twitter.com/triq2vnyGt— KhalilMENA (@WarNews24_7) December 11, 2016 Samkvæmt Financial Times vekur fall Palmyra upp spurningar um hvort að stjórnarherinn búi yfir nægum mannafla til að berjast gegn uppreisnarmönnum og ISIS í Sýrlandi. Undanfarnar vikur hefur herinn og Rússar einbeitt sér að uppreisnarmönnum og vígamönnum í Aleppo í norðanverðu landinu, sem er nú að falli komin. Syrian observatory for human righst segja hundruð vígamanna ISIS hafa flúið frá Mosul í Írak og að þeir hafi verið sendir vítt og breitt um Sýrland. Þorri þeirra hafi þó verið sendur til að taka þátt í árásinni á Palmyra. ISIS-liðar hafa einnig birt myndir af stórskotavopnum, eldflaugum, brynvörðum bílum og jafnvel loftvarnarbyssum.After the video, #ISIS also released several pictures of the heavy weaponry including tanks, self-propelled anti-aircraft system (Shilka) pic.twitter.com/AYifEp6ZRs— Michael Horowitz (@michaelh992) December 12, 2016 Áður en vígamenn ISIS voru reknir frá Palmyra í mars höfðu þeir stjórnað borginni í tæpt ár. Á þeim tíma höfðu þeir sprengt upp fjölda fornra hofa og rústa og haldið fjöldaaftökur í rústum rómversks hringleikahúss.
Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira