Körfubolti

James sjóðheitur í sigri meistarana | Myndbönd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
James var einu frákasti frá þrennunni.
James var einu frákasti frá þrennunni. vísir/getty
Tíu leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

LeBron James átti stórleik þegar Cleveland Cavaliers bar sigurorð af Charlotte Hornets, 116-105, á heimavelli.

James skoraði 44 stig, tók níu fráköst, gaf 10 stoðsendingar og stal þremur boltum. Hann hitti úr fimm af 10 þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Kevin Love bætti 22 stigum við fyrir Cleveland sem hefur unnið fjóra leiki í röð.

Kemba Walker skoraði 24 stig fyrir Charlotte sem er enn í 3. sæti Austurdeildarinnar.

Memphis Grizzlies skellti Golden State Warriors, 110-89, á heimavelli. Þetta var sjötti sigur Memphis í röð.

Skvettubræðurnir Stephen Curry og Klay Thompson voru ískaldir í leiknum og hittu aðeins úr átta af 28 skotum sínum. Kevin Durant var stigahæstur í liði Golden State með 21 stig.

Sjö leikmenn Memphis skoruðu 11 stig eða meira í leiknum. Tony Allen og Marc Gasol voru stigahæstir með 19 stig hvor.

Chris Paul skoraði 20 stig og gaf 20 stoðsendingar þegar Los Angeles Clippers vann öruggan sigur á New Orleans Pelicans, 133-105. Paul er fyrsti leikmaðurinn í sögu Clippers sem nær þessum tölum í einum leik.

Jamal Crawford var stigahæstur í liði Clippers með 22 stig. Annar varamaður, Maresse Speights, skilaði 17 stigum, 12 fráköstum og fjórum stoðsendingum.

Úrslitin í nótt:

Cleveland 116-105 Charlotte

Memphis 110-89 Golden State

LA Clippers 133-105 New Orleans

Washington 110-105 Milwaukee

Orlando 113-121 Denver

Indiana 118-111 Portland

Chicago 105-100 Miami

Houston 109-87 Dallas

San Antonio 130-101 Brooklyn

Utah 104-84 Sacramento

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×