Árásarmaðurinn í Berlín sagður 23 ára Pakistani Atli Ísleifsson skrifar 20. desember 2016 08:17 Alls tólf eru látnir og 48 særðir eftir að maðurinn ók vörubíl inn í fjölfarinn jólamarkað í Charlottenburg-hverfinu í Berlín í gær. Vísir/AFP Þýska blaðið Die Welt greinir frá því að árásarmaðurinn í Berlín sé 23 ára maður frá Pakistan. Blaðið kallar hann Naved B og segir fæðingardag hans vera 1. janúar 1993 og á hann að hafa komið til landsins í febrúar á þessu ári. Alls tólf eru látnir og 48 særðir eftir að maðurinn ók vörubíl inn í fjölfarinn jólamarkað í Charlottenburg-hverfinu í Berlín í gær. Þýska lögreglan telur nær fullvíst að um sé að ræða hryðjuverkaárás og rannsakar árásina sem slíka. Die Welt greinir frá því að öryggissveitir hafi gert áhlaup inn í flugskýli á Tempelhof-flugvelli í Berlín þar sem maðurinn er sagður hafa dvalið ásamt öðrum flóttamönnum. Maðurinn er sagður þekktur hjá lögreglunni fyrir smáglæpi en aldrei verið talinn hafa tengsl við hryðjuverkasamtök. Hann komst undan eftir árásina en var handtekinn nokkru síðar, um tveimur kílómetrum frá jólamarkaðnum. Sjónarvottur á að hafa elt manninn er hann lagði á flótta frá staðnum og tókst lögreglu loks að hafa uppi á honum. Árásarmaðurinn á að hafa farið út úr bílnum og hlaupið inn í garðinn Tiergarten. Einn maður fannst látinn í flutningabílnum; pólskur ríkisborgari en talið er að árásarmaðurinn hafi myrt hann og stolið bílnum. Eigandi flutningafyrirtækisins og frændi bílstjórans staðfesti við lögreglu að ekki hafi náðst í hann frá klukkan fjögur í gærdag. Flutningabíllinn var á pólskum númerum og inni í honum voru stálbitar, en losa átti farminn í dag. Jólamarkaðurinn í Charlottenburg er afar vinsæll enda skammt frá helstu verslunargötu borgarinnar, Kurfürstendamm. Ekki er vitað til þess að Íslendingar hafi lent í árásinni en utanríkisráðuneytið hvetur alla Íslendinga í Berlín sem ekki hafa látið vita af sér, að gera það svo fljótt sem auðið er. Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Tala látinna í Berlín komin í tólf Lögreglan gengur út frá því að um hryðjuverkaárás sé að ræða. 20. desember 2016 07:39 Hryllingur á jólamarkaði í Berlín Minnst níu létust þegar flutningabíll ók á hóp fólks á jólamarkaði í Berlín í gær. Íslendingar í borginni segja fólk í sjokki vegna atviksins. 20. desember 2016 06:45 Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Þýska blaðið Die Welt greinir frá því að árásarmaðurinn í Berlín sé 23 ára maður frá Pakistan. Blaðið kallar hann Naved B og segir fæðingardag hans vera 1. janúar 1993 og á hann að hafa komið til landsins í febrúar á þessu ári. Alls tólf eru látnir og 48 særðir eftir að maðurinn ók vörubíl inn í fjölfarinn jólamarkað í Charlottenburg-hverfinu í Berlín í gær. Þýska lögreglan telur nær fullvíst að um sé að ræða hryðjuverkaárás og rannsakar árásina sem slíka. Die Welt greinir frá því að öryggissveitir hafi gert áhlaup inn í flugskýli á Tempelhof-flugvelli í Berlín þar sem maðurinn er sagður hafa dvalið ásamt öðrum flóttamönnum. Maðurinn er sagður þekktur hjá lögreglunni fyrir smáglæpi en aldrei verið talinn hafa tengsl við hryðjuverkasamtök. Hann komst undan eftir árásina en var handtekinn nokkru síðar, um tveimur kílómetrum frá jólamarkaðnum. Sjónarvottur á að hafa elt manninn er hann lagði á flótta frá staðnum og tókst lögreglu loks að hafa uppi á honum. Árásarmaðurinn á að hafa farið út úr bílnum og hlaupið inn í garðinn Tiergarten. Einn maður fannst látinn í flutningabílnum; pólskur ríkisborgari en talið er að árásarmaðurinn hafi myrt hann og stolið bílnum. Eigandi flutningafyrirtækisins og frændi bílstjórans staðfesti við lögreglu að ekki hafi náðst í hann frá klukkan fjögur í gærdag. Flutningabíllinn var á pólskum númerum og inni í honum voru stálbitar, en losa átti farminn í dag. Jólamarkaðurinn í Charlottenburg er afar vinsæll enda skammt frá helstu verslunargötu borgarinnar, Kurfürstendamm. Ekki er vitað til þess að Íslendingar hafi lent í árásinni en utanríkisráðuneytið hvetur alla Íslendinga í Berlín sem ekki hafa látið vita af sér, að gera það svo fljótt sem auðið er.
Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Tala látinna í Berlín komin í tólf Lögreglan gengur út frá því að um hryðjuverkaárás sé að ræða. 20. desember 2016 07:39 Hryllingur á jólamarkaði í Berlín Minnst níu létust þegar flutningabíll ók á hóp fólks á jólamarkaði í Berlín í gær. Íslendingar í borginni segja fólk í sjokki vegna atviksins. 20. desember 2016 06:45 Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Tala látinna í Berlín komin í tólf Lögreglan gengur út frá því að um hryðjuverkaárás sé að ræða. 20. desember 2016 07:39
Hryllingur á jólamarkaði í Berlín Minnst níu létust þegar flutningabíll ók á hóp fólks á jólamarkaði í Berlín í gær. Íslendingar í borginni segja fólk í sjokki vegna atviksins. 20. desember 2016 06:45