Körfubolti

Tröllaþrenna er Harden setti nýtt met | Úrslit gærkvöldsins

Kristinn Páll Teitsson skrifar
New York átti engin svör við sóknarleik Harden.
New York átti engin svör við sóknarleik Harden. Vísir/Getty
James Harden átti sannkallaðan stórleik í 129-122 sigri Houston Rockets á New York Knicks í gær en Harden bauð upp á sannkallaða tröllaþrennu.

Var hann með þrefalda tvennu, 53 stig, 16 fráköst og 17 stoðsendingar en eftir að hafa náð forskotinu í öðrum leikhluta missti Houston forskotið aldrei til gestanna á ný.

Varð hann með því fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar sem gefur meira en 15 stoðsendingar og tekur fleiri en 15 fráköst í sama leik og hann skorar meira en 50 stig.

Cleveland Cavaliers lenti í engum vandræðum gegn Charlotte Hornets þrátt fyrir að leika án Kyrie Irving í nótt.

Kevin Love og LeBron James fóru mikinn í stigaskorun í fjarveru Irving en þeir voru með 60 stig samtals.

Þá gat Russell Westbrook tekið því rólega í öruggum sigri á vængbrotnu liði Los Angeles Clippers á heimavelli í kvöld.

Westbrook lauk leik að vanda með þrefalda tvennu, 17 stig, 12 fráköst og 14 stoðsendingar en hann lék aðeins 28. mínútur í leiknum þar sem sigurinn var snemma í höfn.

Leikir gærkvöldsins:

Sacramento Kings 98-112 Memphis Grizzlies

Chicago Bulls 96-116 Milwaukee Bucks

Charlotte Hornets 109-121 Cleveland Cavaliers

Houston Rockets 129-122 New York Knicks

Utah 91-86 Phoenix Suns

Oklahoma City Thunder 114-88 Los Angeles Clippers

Tilþrif Harden í nótt: Þrenna Westbrook:
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×