Körfubolti

Flautukarfa tryggði Minnsota sigurinn | Myndbönd

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Andrew Wiggins setur hér niður sigurkörfu Minnesota í leiknum í nótt.
Andrew Wiggins setur hér niður sigurkörfu Minnesota í leiknum í nótt. Vísir/Getty
Andrew Wiggins var hetja Minnesota Timberwolves en hann tryggði liði sínu sigur á Phoenix Suns, 111-110, með löngu skoti um leið og leiktíminn rann út.

Wiggins skoraði alls 31 stig í leiknum en Minnesota fékk boltann þegar 6,3 sekúndur voru eftir. Það reyndist nóg fyrir gestina frá Minnesota.



Devin Booker skoraði 26 stig fyir Phoenix sem er í neðsta sæti vesturdeildarinnar með fimmtán sigra. Minnesota er með sautján sigra fjórum sætum frá botninum í sömu deild.



Philadelphia vann afar óvæntan sigur á LA Clippers, 121-110, þó svo að Joel Embiid hafi ekki verð með 76ers í nótt.

Blake Griffin náði sér engan veginn á strik fyrir Clippers og nýtti aðeins 3 af 11 skotum sínum. Hann endaði með tólf stig í leiknum.

Clippers hefur unnið 30 leiki í vetur en þetta var sextándi sigur Philadelphia sem hefur unnið sjö af síðustu tíu leikjum sínum og á mikilli uppleið.



San Antonio Spurs vann Toronto, 108-106, og þar með sinn fimmta sigur í röð þrátt fyrir að Kawhi Leonard, Tony Parker og Pau Gasol hafi ekki spilað með liðinu í nótt.

LaMarcus Aldridge var með 21 stig en stigahæstur hjá Toronto var Kyle Lowry með 30 stig. Toronto hefur nú tapað fjórum leikjum í röð. Toronto er þó enn í öðru sæti austurdeildarinnar með 28 sigra en San Antonio er í öðru sæti vestursins með 36 sigra.

Úrslit næturinnar:

Toronto - San Antonio 106-108

Philadelphia - LA Clippers 121-110

Washington - Boston 123-108

Orlando - Chicago 92-100

Denver - Utah 103-93

Phoenix - Minnesota 111-112

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×