Erlent

Fjórir handteknir fyrir skipulagningu hryðjuverks í París

Samúel Karl Ólason skrifar
Franskir lögregluþjónar að störfum.
Franskir lögregluþjónar að störfum. Vísir/AFP
Fjórir einstaklingar hafa verið handteknir í Frakklandi fyrir að skipuleggja hryðjuverk. Lögreglan mun hafa fundið sprengiefni og aðstöðu til sprengiefnaframleiðslu á heimli í borginni Montpellier í morgun. Meðal hinna handteknu er 16 ára stúlka og 21 árs gamall kærasti hennar.

Samkvæmt Independent, sem vísar í franska miðla, eru fjórmenningarnir sagðir hafa skipulagt sjálfsmorðsárás á ótilgreindan ferðamannastað í París.

Lögreglan fann 71 gramm af sprengiefni sem gengur undir nafninu TATP og hefur víða verið notað af vígamönnum Íslamska ríkisins. Sprengiefnið var til dæmis notað í árásunum í Brussel og í París. Áróðurstímarit ISIS hafa birt ítarlegar leiðbeiningar um hvernig framleiða megi TATP.

Þá eru fjórmenningarnir sagðir hafa verið undir eftirliti yfirvalda í Frakklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×