Konur gegndu lykilhlutverki við uppbyggingu Rúanda Guðsteinn Bjarnason skrifar 18. mars 2017 07:00 Christine Nkulikiyinka, sendiherra Rúanda, segir landið nú með þeim öruggustu í heimi. vísir/eyþór Christine Ngulikiyinka er sendiherra Rúanda á Norðurlöndunum. Í vikunni kom hún til Íslands til að afhenda Guðna Th. Jóhannessyni trúnaðarbréf sitt. Hún segir að árið 1994 hafi Rúanda verið gjörsamlega í rúst eftir þjóðarmorðið. Það þurfti að byggja algerlega upp frá grunni og það þurfti að gera það án fordæmis því hvergi annars staðar hafði neitt þessu líkt gerst. „Við þurftum að setjast niður til að reyna að finna einhverja leið út úr þessari afar erfiðu stöðu. Út úr öllum þessum samræðum og hugmyndum sem skoðaðar voru kom áherslan á mikilvægi þess að við séum ein þjóð. Við erum öll Rúandabúar og gamla skiptingin í hútúa og tútsa þyrfti að hverfa. Hútúar og tútsar eiga raunar margt sameiginlegt og við vitum að saman getum við náð langt en sundraðir komumst við ekkert.“ Eitt af því fyrsta sem gert var, strax í júlí 1994, var að taka úr persónuskilríkjum fólks skráningu um það hvort viðkomandi sé hútúi eða tútsi. En í reynd var þetta erfitt ferli fyrir íbúa landsins og er það enn í dag. „Þetta gerðist í þorpunum og þar vita menn nákvæmlega hver drap hvern, og þekkja þá með nafni. Það tók okkur töluverðan tíma að geta undirbúið það, að byggja upp traust á meðal íbúanna sjálfra, en það var afar mikilvægt. Og það þurfti að byggja upp traust til ríkisvaldsins, því það var fyrrverandi stjórn sem skipulagði morðin. Traustið var ekki lengur fyrir hendi.“ Niðurstaðan varð sú að leita aftur til gamalla hefða og endurvekja þær til að byggja upp nýtt samfélag. Þessi leið er í raun einstæð fyrir Rúanda og hefur reynst vel, þótt misjafnlega hafi gengið. „Við tókum upp þessar gömlu hefðir og aðlöguðum þær samfélagi samtímans. Við kölluðum þær heimagerðar lausnir, lausnir sem koma beint úr hefðum okkar og hafa rúandísk heiti, þannig að allir skilja strax að þetta er eitthvað sem Rúanda stendur fyrir,“ segir hún. „Sú vinsælasta kallast gacaca, en það er eins konar hefðbundið úrskurðarvald í ágreiningsmálum. Við sáum að ef við ættum að fara með öll afbrot tengd þjóðarmorðinu í gegnum réttarkerfið þá myndi það taka meira en hundrað ár, því við vorum þá komin með 120 þúsund fanga vegna þjóðarmorðsins. En við þurftum að leita réttlætis til að geta náð sáttum og byggja upp nýtt samfélag. Þannig að við fundum þessa hefð sem við köllum gacaca, og hún virkar ekki ósvipað gamla alþinginu ykkar: Fólk kemur saman og ræðir málin og finnur lausn.“ Hún segir að oft séu margir ekkert almennilega sáttir við niðurstöðuna, en viti samt að þetta sé það besta sem hægt var að gera í stöðunni. „Það mikilvægasta er ekki endilega að refsa heldur að finna lausn til þess að fólk geti haldið áfram að búa áfram saman. Einn fær það á tilfinninguna að réttlætinu hafi að einhverju leyti verið náð fram, og annar fær það á tilfinninguna að hann geti komið aftur inn í samfélagið eftir að hafa verið kannski 15 eða 20 ár í fangelsi.“ Þetta er einmitt það sem er að gerast núna. Þeir sem tóku þátt í þjóðarmorðinu eru að koma aftur inn í samfélagið eftir tuttugu ár eða svo í fangelsi. „Þeir eru að koma aftur inn í gömlu hverfin, til sama fólksins sem þeir voru kannski að reyna að drepa á sínum tíma en gátu ekki. Fólkið lifði af og býr nú í hverfinu eins og áður. Þannig er ástandið og þetta er oft mjög erfitt. En við erum með mjög góðar aðgerðaráætlanir, bæði stjórnvöld og óháð félagasamtök, sem eiga að hjálpa fólki að ná saman og finna sættir, fræða fólk um fyrirgefninguna og um mannréttindi, að maður verði að virða líf annarra. Þetta er gert til þess að koma í veg fyrir að þessar hörmungar endurtaki sig.“ Uppbyggingin hefur gengið ótrúlega vel. Hagvöxtur hefur verið mikill á nánast hverju ári allt frá aldamótum, unnið hefur verið markvisst gegn spillingu og verulega hefur dregið úr fátækt þótt enn búi 37 prósent landsmanna við mikla fátækt. Ferðaþjónusta er hratt vaxandi og Rúanda er eitt öruggasta land í heimi. Og landið er orðið þekkt fyrir það hve góður árangur hefur náðst í því að jafna stöðu kynjanna. „Konur eru nú 64 prósent þingmanna í Rúanda,“ segir Nkulikiyinka. Hvergi er þetta hlutfall hærra. Hún segist telja að sterk staða kvenna í stjórnkerfinu eigi töluverðan þátt í því hve vel hefur gengið að ná sáttum í samfélaginu og vinna að uppbyggingu. „Konur gegna afar mikilvægu hlutverki í samfélaginu, og það á öllum sviðum. Þess vegna var það svo mikilvægt að gefa konum tækifæri til að taka þátt í að byggja upp samfélagið og vinna að sáttum,“ segir hún. „En það mikilvægasta í þessu eru samt þau skýru skilaboð sem stjórnvöld hafa gefið frá sér, um að við séum ein þjóð og allir eigi virðingu skilda. Það ríkir mikil bjartsýni í landinu núna.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Rúanda Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Christine Ngulikiyinka er sendiherra Rúanda á Norðurlöndunum. Í vikunni kom hún til Íslands til að afhenda Guðna Th. Jóhannessyni trúnaðarbréf sitt. Hún segir að árið 1994 hafi Rúanda verið gjörsamlega í rúst eftir þjóðarmorðið. Það þurfti að byggja algerlega upp frá grunni og það þurfti að gera það án fordæmis því hvergi annars staðar hafði neitt þessu líkt gerst. „Við þurftum að setjast niður til að reyna að finna einhverja leið út úr þessari afar erfiðu stöðu. Út úr öllum þessum samræðum og hugmyndum sem skoðaðar voru kom áherslan á mikilvægi þess að við séum ein þjóð. Við erum öll Rúandabúar og gamla skiptingin í hútúa og tútsa þyrfti að hverfa. Hútúar og tútsar eiga raunar margt sameiginlegt og við vitum að saman getum við náð langt en sundraðir komumst við ekkert.“ Eitt af því fyrsta sem gert var, strax í júlí 1994, var að taka úr persónuskilríkjum fólks skráningu um það hvort viðkomandi sé hútúi eða tútsi. En í reynd var þetta erfitt ferli fyrir íbúa landsins og er það enn í dag. „Þetta gerðist í þorpunum og þar vita menn nákvæmlega hver drap hvern, og þekkja þá með nafni. Það tók okkur töluverðan tíma að geta undirbúið það, að byggja upp traust á meðal íbúanna sjálfra, en það var afar mikilvægt. Og það þurfti að byggja upp traust til ríkisvaldsins, því það var fyrrverandi stjórn sem skipulagði morðin. Traustið var ekki lengur fyrir hendi.“ Niðurstaðan varð sú að leita aftur til gamalla hefða og endurvekja þær til að byggja upp nýtt samfélag. Þessi leið er í raun einstæð fyrir Rúanda og hefur reynst vel, þótt misjafnlega hafi gengið. „Við tókum upp þessar gömlu hefðir og aðlöguðum þær samfélagi samtímans. Við kölluðum þær heimagerðar lausnir, lausnir sem koma beint úr hefðum okkar og hafa rúandísk heiti, þannig að allir skilja strax að þetta er eitthvað sem Rúanda stendur fyrir,“ segir hún. „Sú vinsælasta kallast gacaca, en það er eins konar hefðbundið úrskurðarvald í ágreiningsmálum. Við sáum að ef við ættum að fara með öll afbrot tengd þjóðarmorðinu í gegnum réttarkerfið þá myndi það taka meira en hundrað ár, því við vorum þá komin með 120 þúsund fanga vegna þjóðarmorðsins. En við þurftum að leita réttlætis til að geta náð sáttum og byggja upp nýtt samfélag. Þannig að við fundum þessa hefð sem við köllum gacaca, og hún virkar ekki ósvipað gamla alþinginu ykkar: Fólk kemur saman og ræðir málin og finnur lausn.“ Hún segir að oft séu margir ekkert almennilega sáttir við niðurstöðuna, en viti samt að þetta sé það besta sem hægt var að gera í stöðunni. „Það mikilvægasta er ekki endilega að refsa heldur að finna lausn til þess að fólk geti haldið áfram að búa áfram saman. Einn fær það á tilfinninguna að réttlætinu hafi að einhverju leyti verið náð fram, og annar fær það á tilfinninguna að hann geti komið aftur inn í samfélagið eftir að hafa verið kannski 15 eða 20 ár í fangelsi.“ Þetta er einmitt það sem er að gerast núna. Þeir sem tóku þátt í þjóðarmorðinu eru að koma aftur inn í samfélagið eftir tuttugu ár eða svo í fangelsi. „Þeir eru að koma aftur inn í gömlu hverfin, til sama fólksins sem þeir voru kannski að reyna að drepa á sínum tíma en gátu ekki. Fólkið lifði af og býr nú í hverfinu eins og áður. Þannig er ástandið og þetta er oft mjög erfitt. En við erum með mjög góðar aðgerðaráætlanir, bæði stjórnvöld og óháð félagasamtök, sem eiga að hjálpa fólki að ná saman og finna sættir, fræða fólk um fyrirgefninguna og um mannréttindi, að maður verði að virða líf annarra. Þetta er gert til þess að koma í veg fyrir að þessar hörmungar endurtaki sig.“ Uppbyggingin hefur gengið ótrúlega vel. Hagvöxtur hefur verið mikill á nánast hverju ári allt frá aldamótum, unnið hefur verið markvisst gegn spillingu og verulega hefur dregið úr fátækt þótt enn búi 37 prósent landsmanna við mikla fátækt. Ferðaþjónusta er hratt vaxandi og Rúanda er eitt öruggasta land í heimi. Og landið er orðið þekkt fyrir það hve góður árangur hefur náðst í því að jafna stöðu kynjanna. „Konur eru nú 64 prósent þingmanna í Rúanda,“ segir Nkulikiyinka. Hvergi er þetta hlutfall hærra. Hún segist telja að sterk staða kvenna í stjórnkerfinu eigi töluverðan þátt í því hve vel hefur gengið að ná sáttum í samfélaginu og vinna að uppbyggingu. „Konur gegna afar mikilvægu hlutverki í samfélaginu, og það á öllum sviðum. Þess vegna var það svo mikilvægt að gefa konum tækifæri til að taka þátt í að byggja upp samfélagið og vinna að sáttum,“ segir hún. „En það mikilvægasta í þessu eru samt þau skýru skilaboð sem stjórnvöld hafa gefið frá sér, um að við séum ein þjóð og allir eigi virðingu skilda. Það ríkir mikil bjartsýni í landinu núna.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Rúanda Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira