Leiðtogar ESB-ríkja segja ummæli Erdogan vera óásættanleg Atli Ísleifsson skrifar 13. mars 2017 08:17 Leiðtogar nokkurra aðildarríkja Evrópusambandsins hafa gagnrýnt tyrknesk stjórnvöld um helgina, eftir að Recip Tayip Erdogan Tyrklandsforseti sakaði Þjóðverja og Hollendinga um nasisma. Ástæða ummæla Erdogans er sú ákvörðun að banna fjöldamótmæli sem fara áttu fram í löndunum og virðast hafa verið skipulögð af tyrkneskum yfirvöldum. Hollenski forsætisráðherrann Mark Rutte segir ummælin óásættanleg og Sigmar Gabriel, utanríkisráðherra Þjóðverja, segist hafa vonað að Tyrkir færu að ná áttum. Þá hefur Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Dana, frestað fyrirhuguðum fundi með Erdogan og segist óttast að lýðræðið standi nú afar höllum fæti í Tyrklandi.Segir nasismann lifa enn Erdogan sagði í ræðu í Istanbúl í gær að hann hafi ávallt sagt að hann hafi talið nasismann dauðan en nú sé það breytt. „Ég hafði rangt fyrir mér. Nasismi lifir enn á Vesturlöndum,“ sagði forsetinn. Erdogan var þar að vísa til þess að tveimur ráðherrum tyrknesku ríkisstjórnarinnar hafi verið meinað að ávarpa tyrkneska innflytjendur í hollensku borginni Rotterdam á laugardag. Fjölskyldumálaráðherranum Fatma Betul Sayan Kaya var meinað að koma inn í skrifstofu ræðismanns Tyrkja í Rotterdam. Því næst fylgdi hollenska lögreglan honum að landamærunum við Þýskaland. Þá reyndi utanríkisráðherrann Mevlut Cavosoglu að fljúga til Hollands en var honum meinuð innganga í landið. Cavosoglu fékk hins vegar að fara til frönsku borgarinnar Metz. Þar hélt hann ræðu og sagði Holland höfuðvígi fasismans.Afstaða til stjórnarskrárbreytingar að breytast Ráðherrarnir ætluðu að halda ræðu í Hollandi til þess að reyna að afla stuðnings við breytingartillögur á stjórnarskrá Tyrklands sem myndu færa forsetanum aukið vald. Kosið verður þann 16. apríl og hefur afstaða Tyrkja sveiflast gríðarlega ef marka má kannanir. Þannig styðja 36 prósent tillöguna í könnun AKAM frá 9. mars, 52 prósent í könnun ORC frá 7. mars og 53 prósent í könnun MAK frá því 2. mars. Tengdar fréttir Erdogan líkir þýskum stjórnvöldum við nasista Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, líkir þýskum stjórnvöldum við nasista eftir að þau bönnuðu fjöldasamkomur Tyrkja í Þýskalandi, sem miðuðu að því að tryggja stuðning Tyrkja í Þýskalandi við stjórnarskrárbreytingar. 5. mars 2017 16:27 Erdogan segir nasisma á lífi í vestrinu Forseti Tyrklands gagnrýnir hollensk stjórnvöld harðlega. Utanríkisráðherrann kallar ríkið höfuðstað fasismans. Ráðherrar Tyrkja ætluðu að afla stuðnings við stjórnarskrárbreytingar á meðal Tyrkja sem staðsettir eru í Hollandi en 13. mars 2017 07:00 Tyrkir hóta Hollendingum gagnaðgerðum vegna brottvísunar ráðherra Erdogan forseti Tyrklands kallar Hollendinga "leifar nasismans“ og fasista á meðan deilur hollenskra og tyrkneskra stjórnvalda harðna. 12. mars 2017 12:46 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Fleiri fréttir Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Sjá meira
Leiðtogar nokkurra aðildarríkja Evrópusambandsins hafa gagnrýnt tyrknesk stjórnvöld um helgina, eftir að Recip Tayip Erdogan Tyrklandsforseti sakaði Þjóðverja og Hollendinga um nasisma. Ástæða ummæla Erdogans er sú ákvörðun að banna fjöldamótmæli sem fara áttu fram í löndunum og virðast hafa verið skipulögð af tyrkneskum yfirvöldum. Hollenski forsætisráðherrann Mark Rutte segir ummælin óásættanleg og Sigmar Gabriel, utanríkisráðherra Þjóðverja, segist hafa vonað að Tyrkir færu að ná áttum. Þá hefur Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Dana, frestað fyrirhuguðum fundi með Erdogan og segist óttast að lýðræðið standi nú afar höllum fæti í Tyrklandi.Segir nasismann lifa enn Erdogan sagði í ræðu í Istanbúl í gær að hann hafi ávallt sagt að hann hafi talið nasismann dauðan en nú sé það breytt. „Ég hafði rangt fyrir mér. Nasismi lifir enn á Vesturlöndum,“ sagði forsetinn. Erdogan var þar að vísa til þess að tveimur ráðherrum tyrknesku ríkisstjórnarinnar hafi verið meinað að ávarpa tyrkneska innflytjendur í hollensku borginni Rotterdam á laugardag. Fjölskyldumálaráðherranum Fatma Betul Sayan Kaya var meinað að koma inn í skrifstofu ræðismanns Tyrkja í Rotterdam. Því næst fylgdi hollenska lögreglan honum að landamærunum við Þýskaland. Þá reyndi utanríkisráðherrann Mevlut Cavosoglu að fljúga til Hollands en var honum meinuð innganga í landið. Cavosoglu fékk hins vegar að fara til frönsku borgarinnar Metz. Þar hélt hann ræðu og sagði Holland höfuðvígi fasismans.Afstaða til stjórnarskrárbreytingar að breytast Ráðherrarnir ætluðu að halda ræðu í Hollandi til þess að reyna að afla stuðnings við breytingartillögur á stjórnarskrá Tyrklands sem myndu færa forsetanum aukið vald. Kosið verður þann 16. apríl og hefur afstaða Tyrkja sveiflast gríðarlega ef marka má kannanir. Þannig styðja 36 prósent tillöguna í könnun AKAM frá 9. mars, 52 prósent í könnun ORC frá 7. mars og 53 prósent í könnun MAK frá því 2. mars.
Tengdar fréttir Erdogan líkir þýskum stjórnvöldum við nasista Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, líkir þýskum stjórnvöldum við nasista eftir að þau bönnuðu fjöldasamkomur Tyrkja í Þýskalandi, sem miðuðu að því að tryggja stuðning Tyrkja í Þýskalandi við stjórnarskrárbreytingar. 5. mars 2017 16:27 Erdogan segir nasisma á lífi í vestrinu Forseti Tyrklands gagnrýnir hollensk stjórnvöld harðlega. Utanríkisráðherrann kallar ríkið höfuðstað fasismans. Ráðherrar Tyrkja ætluðu að afla stuðnings við stjórnarskrárbreytingar á meðal Tyrkja sem staðsettir eru í Hollandi en 13. mars 2017 07:00 Tyrkir hóta Hollendingum gagnaðgerðum vegna brottvísunar ráðherra Erdogan forseti Tyrklands kallar Hollendinga "leifar nasismans“ og fasista á meðan deilur hollenskra og tyrkneskra stjórnvalda harðna. 12. mars 2017 12:46 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Fleiri fréttir Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Sjá meira
Erdogan líkir þýskum stjórnvöldum við nasista Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, líkir þýskum stjórnvöldum við nasista eftir að þau bönnuðu fjöldasamkomur Tyrkja í Þýskalandi, sem miðuðu að því að tryggja stuðning Tyrkja í Þýskalandi við stjórnarskrárbreytingar. 5. mars 2017 16:27
Erdogan segir nasisma á lífi í vestrinu Forseti Tyrklands gagnrýnir hollensk stjórnvöld harðlega. Utanríkisráðherrann kallar ríkið höfuðstað fasismans. Ráðherrar Tyrkja ætluðu að afla stuðnings við stjórnarskrárbreytingar á meðal Tyrkja sem staðsettir eru í Hollandi en 13. mars 2017 07:00
Tyrkir hóta Hollendingum gagnaðgerðum vegna brottvísunar ráðherra Erdogan forseti Tyrklands kallar Hollendinga "leifar nasismans“ og fasista á meðan deilur hollenskra og tyrkneskra stjórnvalda harðna. 12. mars 2017 12:46