Silfurberg og landvarsla Ari Trausti Guðmundsson skrifar 29. mars 2017 07:00 Þegar kemur að lýsingum á því hve merkileg íslensk náttúra er förum við stundum fram úr okkur að margra mati. Nú er sagt í umfjöllun um vanda Helgustaðanámu að fundarstaðir silfurbergs séu fáir í heiminum. Þessi náma er vissulega afar merkileg, bæði fyrir fyrsta flokks silfurbergsskristalla í eina tíð og vegna þess að hún hefur sögulega sérstöðu. Er fyrsta náman sem tengja má merkum notum af steindinni í raunvísindum og langri sögu silfurbergsnáms. Þetta friðaða náttúruvætti er einn af örfáum fundarstöðum silfurbergs í Evrópu en ekki heiminum öllum. Verulegt magn af tæru silfurbergi finnst til dæmis á nokkrum stöðum í Bandaríkjunum, í Kína, Ástralíu, Síberíu, Tyrklandi, Mexíkó og þó einkum í Brasilíu. Á eBay er hægt að kaupa tæra kristalla á 6 til 50 dollara eftir stærð og í annarri netverslun er 4 kg kristall til sölu á 126 dollara.Okkur vantar landverði Ég nefni þetta hér í samhengi við illa umgengni um námuna og brottnám sýna þaðan, á meðan landvörður nær ekki að koma þar við nema örfáum sinnum á ári. Sú afleita staða er aðalatriðið í þessu máli. Enda þótt á annað hundrað landverðir séu sumarráðnir til að gæta þjóðgarða og annarra friðaðra svæða, dugar það hvergi. Okkur vantar á þessu og næsta ári annað eins af menntuðum landvörðum sem eru um leið fræðendur ferðamanna, okkur vantar nýja tegund landvarða að auki, þ.e. allstóran hóp sérmenntaðra landvarða með lögregluvald, líkt og þá sem kallast NPS rangers í Ameríku, og okkur vantar mun fleiri menntaða leiðsögumenn, alla með löggildingu (sem flestum ferðahópum væri skylt að hafa hjá sér). Einnig þurfum við að stemma stigu við ólöglegri vinnu í ferðageiranum, t.d. akstri og leiðsögn án tilskilinna leyfa eða tilkynninga og á það m.a. við um erlenda aðila. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Þegar kemur að lýsingum á því hve merkileg íslensk náttúra er förum við stundum fram úr okkur að margra mati. Nú er sagt í umfjöllun um vanda Helgustaðanámu að fundarstaðir silfurbergs séu fáir í heiminum. Þessi náma er vissulega afar merkileg, bæði fyrir fyrsta flokks silfurbergsskristalla í eina tíð og vegna þess að hún hefur sögulega sérstöðu. Er fyrsta náman sem tengja má merkum notum af steindinni í raunvísindum og langri sögu silfurbergsnáms. Þetta friðaða náttúruvætti er einn af örfáum fundarstöðum silfurbergs í Evrópu en ekki heiminum öllum. Verulegt magn af tæru silfurbergi finnst til dæmis á nokkrum stöðum í Bandaríkjunum, í Kína, Ástralíu, Síberíu, Tyrklandi, Mexíkó og þó einkum í Brasilíu. Á eBay er hægt að kaupa tæra kristalla á 6 til 50 dollara eftir stærð og í annarri netverslun er 4 kg kristall til sölu á 126 dollara.Okkur vantar landverði Ég nefni þetta hér í samhengi við illa umgengni um námuna og brottnám sýna þaðan, á meðan landvörður nær ekki að koma þar við nema örfáum sinnum á ári. Sú afleita staða er aðalatriðið í þessu máli. Enda þótt á annað hundrað landverðir séu sumarráðnir til að gæta þjóðgarða og annarra friðaðra svæða, dugar það hvergi. Okkur vantar á þessu og næsta ári annað eins af menntuðum landvörðum sem eru um leið fræðendur ferðamanna, okkur vantar nýja tegund landvarða að auki, þ.e. allstóran hóp sérmenntaðra landvarða með lögregluvald, líkt og þá sem kallast NPS rangers í Ameríku, og okkur vantar mun fleiri menntaða leiðsögumenn, alla með löggildingu (sem flestum ferðahópum væri skylt að hafa hjá sér). Einnig þurfum við að stemma stigu við ólöglegri vinnu í ferðageiranum, t.d. akstri og leiðsögn án tilskilinna leyfa eða tilkynninga og á það m.a. við um erlenda aðila. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar