Segja samfélagsmiðla þurfa að gera meira gegn öfgum Samúel Karl Ólason skrifar 26. mars 2017 08:51 Ráðherrar í Bretlandi segja að tæknifyrirtæki og samfélagsmiðlafyrirtæki verði að grípa til aðgerða gegn öfgum og koma í veg fyrir dreifingu áróðurs hryðjuverkasamtaka. Amber Rudd, innanríkisráðherra, segir fyrirtæki eins og Twitter, Google og Facebook þurfa að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða.Boris Johnson, utanríkisráðherra, kallar eftir því internetfyrirtæki þrói aðferðir til að bera kennsl á boðskap og áróður og fjarlægja efnið og segir „ógeðslegt“ hve illa fyrirtæki hafa staðið sig í þessum efnum. Rudd skrifaði grein í Telegraph í kjölfar Westminnsterárásarinnar. Þar segir hún að hver einasta hryðjuverkaárás staðfesti hlutverk internetsins í dreifingu efnis sem sem ýti undir ofbeldi og dreifingu áróðurs. Lögreglan í Bretlandi segir Khalid Masood, árásarmanninn í Westminnster, hafa verið einan að verki. Þó sagðist lögreglan staðráðin í að komast að því hvort hann hefði orðið fyrir áhrifum hryðjuverkasamtaka. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni og sagt að Masood hafi verið „hermaður“ samtakanna. „Við þurfum hjálp frá samfélagsmiðlafyrirtækjum eins og Google, Twitter og Facebook,“ skrifaði Rudd. Hún nefndi ekki einungis risana í samfélagsmiðlaheimum, heldur einnig fyrirtæki eins og Telegram, Wordpress og Justpaste.it.Johson var í viðtali við Sunday Times þar sem hann segir „ógeðslegt“ hve illa Google og aðrir tæknirisar hafi staðið sig í að eyða efni hryðjuverkasamtaka og öfgamanna. Þessi sömu fyrirtæki birtu auglýsingar við hlið þessa áróðurs. Hann sagði fyrirtækin ekki grípa til aðgerða þegar þeim væri bent á efni hryðjuverka- og öfgasamtaka og kallaði eftir því að umrædd fyrirtæki þrói tæknilegar aðferðir til að bera kennsl á efnið og fjarlægja það. „Illskan blómstrar þegar góðir menn eru aðgerðarlausir og það er að gerast í þessu tilfelli.“Samkvæmt frétt BBC baðst yfirmaður Google í Evrópu afsökunar fyrr í mánuðinum eftir að auglýsingar birtust með efni hryðjuverkasamtaka á Youtube. Hann hét því að endurskoða stefnur Google og auka eftirlit. Hryðjuverk í Evrópu Hryðjuverk í London Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Ráðherrar í Bretlandi segja að tæknifyrirtæki og samfélagsmiðlafyrirtæki verði að grípa til aðgerða gegn öfgum og koma í veg fyrir dreifingu áróðurs hryðjuverkasamtaka. Amber Rudd, innanríkisráðherra, segir fyrirtæki eins og Twitter, Google og Facebook þurfa að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða.Boris Johnson, utanríkisráðherra, kallar eftir því internetfyrirtæki þrói aðferðir til að bera kennsl á boðskap og áróður og fjarlægja efnið og segir „ógeðslegt“ hve illa fyrirtæki hafa staðið sig í þessum efnum. Rudd skrifaði grein í Telegraph í kjölfar Westminnsterárásarinnar. Þar segir hún að hver einasta hryðjuverkaárás staðfesti hlutverk internetsins í dreifingu efnis sem sem ýti undir ofbeldi og dreifingu áróðurs. Lögreglan í Bretlandi segir Khalid Masood, árásarmanninn í Westminnster, hafa verið einan að verki. Þó sagðist lögreglan staðráðin í að komast að því hvort hann hefði orðið fyrir áhrifum hryðjuverkasamtaka. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni og sagt að Masood hafi verið „hermaður“ samtakanna. „Við þurfum hjálp frá samfélagsmiðlafyrirtækjum eins og Google, Twitter og Facebook,“ skrifaði Rudd. Hún nefndi ekki einungis risana í samfélagsmiðlaheimum, heldur einnig fyrirtæki eins og Telegram, Wordpress og Justpaste.it.Johson var í viðtali við Sunday Times þar sem hann segir „ógeðslegt“ hve illa Google og aðrir tæknirisar hafi staðið sig í að eyða efni hryðjuverkasamtaka og öfgamanna. Þessi sömu fyrirtæki birtu auglýsingar við hlið þessa áróðurs. Hann sagði fyrirtækin ekki grípa til aðgerða þegar þeim væri bent á efni hryðjuverka- og öfgasamtaka og kallaði eftir því að umrædd fyrirtæki þrói tæknilegar aðferðir til að bera kennsl á efnið og fjarlægja það. „Illskan blómstrar þegar góðir menn eru aðgerðarlausir og það er að gerast í þessu tilfelli.“Samkvæmt frétt BBC baðst yfirmaður Google í Evrópu afsökunar fyrr í mánuðinum eftir að auglýsingar birtust með efni hryðjuverkasamtaka á Youtube. Hann hét því að endurskoða stefnur Google og auka eftirlit.
Hryðjuverk í Evrópu Hryðjuverk í London Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira