Segja samfélagsmiðla þurfa að gera meira gegn öfgum Samúel Karl Ólason skrifar 26. mars 2017 08:51 Ráðherrar í Bretlandi segja að tæknifyrirtæki og samfélagsmiðlafyrirtæki verði að grípa til aðgerða gegn öfgum og koma í veg fyrir dreifingu áróðurs hryðjuverkasamtaka. Amber Rudd, innanríkisráðherra, segir fyrirtæki eins og Twitter, Google og Facebook þurfa að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða.Boris Johnson, utanríkisráðherra, kallar eftir því internetfyrirtæki þrói aðferðir til að bera kennsl á boðskap og áróður og fjarlægja efnið og segir „ógeðslegt“ hve illa fyrirtæki hafa staðið sig í þessum efnum. Rudd skrifaði grein í Telegraph í kjölfar Westminnsterárásarinnar. Þar segir hún að hver einasta hryðjuverkaárás staðfesti hlutverk internetsins í dreifingu efnis sem sem ýti undir ofbeldi og dreifingu áróðurs. Lögreglan í Bretlandi segir Khalid Masood, árásarmanninn í Westminnster, hafa verið einan að verki. Þó sagðist lögreglan staðráðin í að komast að því hvort hann hefði orðið fyrir áhrifum hryðjuverkasamtaka. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni og sagt að Masood hafi verið „hermaður“ samtakanna. „Við þurfum hjálp frá samfélagsmiðlafyrirtækjum eins og Google, Twitter og Facebook,“ skrifaði Rudd. Hún nefndi ekki einungis risana í samfélagsmiðlaheimum, heldur einnig fyrirtæki eins og Telegram, Wordpress og Justpaste.it.Johson var í viðtali við Sunday Times þar sem hann segir „ógeðslegt“ hve illa Google og aðrir tæknirisar hafi staðið sig í að eyða efni hryðjuverkasamtaka og öfgamanna. Þessi sömu fyrirtæki birtu auglýsingar við hlið þessa áróðurs. Hann sagði fyrirtækin ekki grípa til aðgerða þegar þeim væri bent á efni hryðjuverka- og öfgasamtaka og kallaði eftir því að umrædd fyrirtæki þrói tæknilegar aðferðir til að bera kennsl á efnið og fjarlægja það. „Illskan blómstrar þegar góðir menn eru aðgerðarlausir og það er að gerast í þessu tilfelli.“Samkvæmt frétt BBC baðst yfirmaður Google í Evrópu afsökunar fyrr í mánuðinum eftir að auglýsingar birtust með efni hryðjuverkasamtaka á Youtube. Hann hét því að endurskoða stefnur Google og auka eftirlit. Hryðjuverk í Evrópu Hryðjuverk í London Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Ráðherrar í Bretlandi segja að tæknifyrirtæki og samfélagsmiðlafyrirtæki verði að grípa til aðgerða gegn öfgum og koma í veg fyrir dreifingu áróðurs hryðjuverkasamtaka. Amber Rudd, innanríkisráðherra, segir fyrirtæki eins og Twitter, Google og Facebook þurfa að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða.Boris Johnson, utanríkisráðherra, kallar eftir því internetfyrirtæki þrói aðferðir til að bera kennsl á boðskap og áróður og fjarlægja efnið og segir „ógeðslegt“ hve illa fyrirtæki hafa staðið sig í þessum efnum. Rudd skrifaði grein í Telegraph í kjölfar Westminnsterárásarinnar. Þar segir hún að hver einasta hryðjuverkaárás staðfesti hlutverk internetsins í dreifingu efnis sem sem ýti undir ofbeldi og dreifingu áróðurs. Lögreglan í Bretlandi segir Khalid Masood, árásarmanninn í Westminnster, hafa verið einan að verki. Þó sagðist lögreglan staðráðin í að komast að því hvort hann hefði orðið fyrir áhrifum hryðjuverkasamtaka. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni og sagt að Masood hafi verið „hermaður“ samtakanna. „Við þurfum hjálp frá samfélagsmiðlafyrirtækjum eins og Google, Twitter og Facebook,“ skrifaði Rudd. Hún nefndi ekki einungis risana í samfélagsmiðlaheimum, heldur einnig fyrirtæki eins og Telegram, Wordpress og Justpaste.it.Johson var í viðtali við Sunday Times þar sem hann segir „ógeðslegt“ hve illa Google og aðrir tæknirisar hafi staðið sig í að eyða efni hryðjuverkasamtaka og öfgamanna. Þessi sömu fyrirtæki birtu auglýsingar við hlið þessa áróðurs. Hann sagði fyrirtækin ekki grípa til aðgerða þegar þeim væri bent á efni hryðjuverka- og öfgasamtaka og kallaði eftir því að umrædd fyrirtæki þrói tæknilegar aðferðir til að bera kennsl á efnið og fjarlægja það. „Illskan blómstrar þegar góðir menn eru aðgerðarlausir og það er að gerast í þessu tilfelli.“Samkvæmt frétt BBC baðst yfirmaður Google í Evrópu afsökunar fyrr í mánuðinum eftir að auglýsingar birtust með efni hryðjuverkasamtaka á Youtube. Hann hét því að endurskoða stefnur Google og auka eftirlit.
Hryðjuverk í Evrópu Hryðjuverk í London Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira