Vilja fella Bandaríkin með kjarnorkueldi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. apríl 2017 07:00 Flugmóðurskipið Carl Vinson. vísir/epa Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) greindi í gær frá því að Bandaríkjamenn mættu eiga von á gagnaðgerðum eftir að Carl Vinson-flotadeild bandaríska sjóhersins var siglt upp að Kóreuskaga. Eru skipin þar staðsett til að bregðast við eldflaugatilraunum Norður-Kóreu. „Við grátbiðjum aldrei um frið en við munum beita hörðustu gagnaðgerðum gegn þessum ögrandi aðgerðum Bandaríkjamanna. Við munum verja okkur með miklu vopnaafli,“ segir í frétt KCNA sem birt var á ensku. Vísað var í starfsmann utanríkisráðuneytis ríkisins. „Við munum sjá til þess að Bandaríkjamenn beri ábyrgð á hörmulegum afleiðingum sem munu verða vegna svívirðilegra gjörða þeirra,“ segir enn fremur. Í kóreskri útgáfu fréttarinnar kemur fram að ríkið muni ekki missa af tækifærinu til þess að fella heimsveldið með „réttlátum eldi kjarnorkunnar“. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tjáði sig um Norður-Kóreu á Twitter í gær. Sagðist hann hafa látið Xi Jinping, forseta Kína, vita að væntanlegur fríverslunarsamningur ríkjanna yrði betri ef Kínverjar „hjálpuðu til við að leysa Norður-Kóreuvandann“. Trump fundaði með Xi í síðustu viku. „Norður-Kórea er að leita eftir vandræðum. Ef Kínverjar ákveða að hjálpa væri það frábært. Ef ekki þá munum við leysa málin án þeirra!“ segir í tísti Trumps frá því í gær. Þá greindu erlendir miðlar frá því í gær að kínverski herinn hefði sent 150.000 hermenn að landamærunum við Norður-Kóreu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir N-Kóreumenn hóta að varpa kjarnorkusprengju á Bandaríkin Norður-Kóreumenn hóta að varpa kjarnorkusprengju á bandarískt meginland vegna herskipa sem sigla í átt að Kóreuskaganum. 11. apríl 2017 21:57 Skipum Bandaríkjahers siglt í átt að Kóreuskaga Ákvörðunin er sögð tekin vegna vaxandi ógnar vegna kjarnorkuáætlunar Norður-Kóreu. 9. apríl 2017 08:21 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) greindi í gær frá því að Bandaríkjamenn mættu eiga von á gagnaðgerðum eftir að Carl Vinson-flotadeild bandaríska sjóhersins var siglt upp að Kóreuskaga. Eru skipin þar staðsett til að bregðast við eldflaugatilraunum Norður-Kóreu. „Við grátbiðjum aldrei um frið en við munum beita hörðustu gagnaðgerðum gegn þessum ögrandi aðgerðum Bandaríkjamanna. Við munum verja okkur með miklu vopnaafli,“ segir í frétt KCNA sem birt var á ensku. Vísað var í starfsmann utanríkisráðuneytis ríkisins. „Við munum sjá til þess að Bandaríkjamenn beri ábyrgð á hörmulegum afleiðingum sem munu verða vegna svívirðilegra gjörða þeirra,“ segir enn fremur. Í kóreskri útgáfu fréttarinnar kemur fram að ríkið muni ekki missa af tækifærinu til þess að fella heimsveldið með „réttlátum eldi kjarnorkunnar“. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tjáði sig um Norður-Kóreu á Twitter í gær. Sagðist hann hafa látið Xi Jinping, forseta Kína, vita að væntanlegur fríverslunarsamningur ríkjanna yrði betri ef Kínverjar „hjálpuðu til við að leysa Norður-Kóreuvandann“. Trump fundaði með Xi í síðustu viku. „Norður-Kórea er að leita eftir vandræðum. Ef Kínverjar ákveða að hjálpa væri það frábært. Ef ekki þá munum við leysa málin án þeirra!“ segir í tísti Trumps frá því í gær. Þá greindu erlendir miðlar frá því í gær að kínverski herinn hefði sent 150.000 hermenn að landamærunum við Norður-Kóreu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir N-Kóreumenn hóta að varpa kjarnorkusprengju á Bandaríkin Norður-Kóreumenn hóta að varpa kjarnorkusprengju á bandarískt meginland vegna herskipa sem sigla í átt að Kóreuskaganum. 11. apríl 2017 21:57 Skipum Bandaríkjahers siglt í átt að Kóreuskaga Ákvörðunin er sögð tekin vegna vaxandi ógnar vegna kjarnorkuáætlunar Norður-Kóreu. 9. apríl 2017 08:21 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
N-Kóreumenn hóta að varpa kjarnorkusprengju á Bandaríkin Norður-Kóreumenn hóta að varpa kjarnorkusprengju á bandarískt meginland vegna herskipa sem sigla í átt að Kóreuskaganum. 11. apríl 2017 21:57
Skipum Bandaríkjahers siglt í átt að Kóreuskaga Ákvörðunin er sögð tekin vegna vaxandi ógnar vegna kjarnorkuáætlunar Norður-Kóreu. 9. apríl 2017 08:21