Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna segja árásina hafa verið gerða í samvinnu við heimamenn sem hafi verið með í för. Hún var gerði nærri staðnum þar sem Bandaríkin vörpuðu gríðarstórri sprengju fyrr í mánuðinum.
Talsmaður ríkisstjóra Nangarhar sagði BBC að um 40 vígamenn hefðu verið felldir og þrettán hefðu verið handsamaðir. Bandaríkin telja um 700 vígamenn halda til héraðinu, en heimamenn áætla að þeir séu um 1.500.
Einn bandarískur hermaður til viðbótar særðist lítillega í átökunum.