Segjast hættir að treysta Trump Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. apríl 2017 06:00 Carl Vinson flugmóðurskipið. Nordicphotos/AFP Mikil reiði ríkir í Suður-Kóreu í garð Bandaríkjamanna og einkum forsetans, Donalds Trump, eftir misvísandi skilaboð um leið Carl Vinson-flotadeildar bandaríska sjóhersins upp að Norður-Kóreu. Þann áttunda apríl síðastliðinn var tilkynnt að verið væri að senda flotadeildina upp að Kóreuskaga. Viðbrögðin við tilkynningunni voru góð. Moon Sang-kyun, talsmaður varnarmálaráðuneytis Suður-Kóreu, sagði ákvörðunina merki um að Bandaríkin sýndu alvarlegu og hættulegu ástandi skilning og virðingu. Norður-Kóreumenn brugðust hins vegar illa við og hótuðu Bandaríkjamönnum kjarnorkustríði. Svo virðist sem um misskilning hafi verið að ræða. Þann 12. apríl sagði Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að varast bæri að lesa of mikið í leið flotadeildarinnar. Ekkert sérstakt verkefni biði hennar við Kóreuskaga. Sama dag sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þó að verið væri að senda flotadeild upp að Kóreuskaga. Hún væri afar öflug.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.Nordicphotos/AFPÞegar Trump lét þau orð falla var flotadeildin hins vegar alls ekki á leið upp að Kóreuskaga heldur í heræfingar með ástralska sjóhernum. Nú fullyrða talsmenn bandaríska sjóhersins að skipið sé á leið upp að Kóreuskaga en þangað er það enn ekki komið samkvæmt heimildum CNN. „Það sem Trump sagði var mjög þýðingarmikið fyrir þjóðaröryggi Suður-Kóreu,“ sagði Hong Joon-pyo, forsetaframbjóðandi í Suður-Kóreu, í samtali við Wall Street Journal í gær en kosningar fara fram þar í landi í maí. „Ef Trump var að ljúga mun Suður-Kórea ekki geta treyst neinu sem hann segir það sem eftir lifir forsetatíðar hans,“ sagði Hong enn fremur. Fleiri hafa gagnrýnt Trump en Hong. Í viðtali við CNN sagði Yang Moo-jin, hjá Háskólanum í norðurkóreskum fræðum í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu, að Trump og ríkisstjórn hans hafi með þessum misvísandi skilaboðum aukið togstreituna á Kóreuskaga. „Hvernig eiga Suður-Kóreumenn að treysta Bandaríkjunum þegar leiðtogi þeirra blekkir og ýkir? Það særir tilfinningar okkar þegar bandamenn okkar gerast sekir um slíkt,“ sagði Yang. Þetta er í annað skipti á skömmum tíma sem Trump veldur fjaðrafoki í Suður-Kóreu. Eftir fund sinn með Xi Jinping fyrr í mánuðinum sagði hann í viðtali við Wall Street Journal að Kóreuskagi hafi „reyndar einu sinni tilheyrt Kína“. Í fréttatilkynningu frá suðurkóreska utanríkisráðuneytinu var ummælum hans svarað. „Það er einróma álit alþjóðasamfélagsins að Kórea hafi aldrei í þúsunda ára menningarsögu skagans tilheyrt Kína. Því getur enginn neitað.“ Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Sjá meira
Mikil reiði ríkir í Suður-Kóreu í garð Bandaríkjamanna og einkum forsetans, Donalds Trump, eftir misvísandi skilaboð um leið Carl Vinson-flotadeildar bandaríska sjóhersins upp að Norður-Kóreu. Þann áttunda apríl síðastliðinn var tilkynnt að verið væri að senda flotadeildina upp að Kóreuskaga. Viðbrögðin við tilkynningunni voru góð. Moon Sang-kyun, talsmaður varnarmálaráðuneytis Suður-Kóreu, sagði ákvörðunina merki um að Bandaríkin sýndu alvarlegu og hættulegu ástandi skilning og virðingu. Norður-Kóreumenn brugðust hins vegar illa við og hótuðu Bandaríkjamönnum kjarnorkustríði. Svo virðist sem um misskilning hafi verið að ræða. Þann 12. apríl sagði Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að varast bæri að lesa of mikið í leið flotadeildarinnar. Ekkert sérstakt verkefni biði hennar við Kóreuskaga. Sama dag sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þó að verið væri að senda flotadeild upp að Kóreuskaga. Hún væri afar öflug.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.Nordicphotos/AFPÞegar Trump lét þau orð falla var flotadeildin hins vegar alls ekki á leið upp að Kóreuskaga heldur í heræfingar með ástralska sjóhernum. Nú fullyrða talsmenn bandaríska sjóhersins að skipið sé á leið upp að Kóreuskaga en þangað er það enn ekki komið samkvæmt heimildum CNN. „Það sem Trump sagði var mjög þýðingarmikið fyrir þjóðaröryggi Suður-Kóreu,“ sagði Hong Joon-pyo, forsetaframbjóðandi í Suður-Kóreu, í samtali við Wall Street Journal í gær en kosningar fara fram þar í landi í maí. „Ef Trump var að ljúga mun Suður-Kórea ekki geta treyst neinu sem hann segir það sem eftir lifir forsetatíðar hans,“ sagði Hong enn fremur. Fleiri hafa gagnrýnt Trump en Hong. Í viðtali við CNN sagði Yang Moo-jin, hjá Háskólanum í norðurkóreskum fræðum í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu, að Trump og ríkisstjórn hans hafi með þessum misvísandi skilaboðum aukið togstreituna á Kóreuskaga. „Hvernig eiga Suður-Kóreumenn að treysta Bandaríkjunum þegar leiðtogi þeirra blekkir og ýkir? Það særir tilfinningar okkar þegar bandamenn okkar gerast sekir um slíkt,“ sagði Yang. Þetta er í annað skipti á skömmum tíma sem Trump veldur fjaðrafoki í Suður-Kóreu. Eftir fund sinn með Xi Jinping fyrr í mánuðinum sagði hann í viðtali við Wall Street Journal að Kóreuskagi hafi „reyndar einu sinni tilheyrt Kína“. Í fréttatilkynningu frá suðurkóreska utanríkisráðuneytinu var ummælum hans svarað. „Það er einróma álit alþjóðasamfélagsins að Kórea hafi aldrei í þúsunda ára menningarsögu skagans tilheyrt Kína. Því getur enginn neitað.“
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Sjá meira