Ekki vera nasisti Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar 2. maí 2017 11:25 Að bera fólk sem berst gegn hatursorðræðu eða krefst þess að fólk beri ábyrgð á opinberum ummælum sínum við nasista og einræðisherra er að verða að þrálátu stefi þjóðfélagsumræðunni. Fólk sem á opinberum vettvangi lætur út úr sér hatursfull ummæli um hinsegin fólk, hvetur til ofbeldis gegn múslimum eða kennir þolendum stafrænna kynferðisbrota um brotin eru þar talin helstu fórnarlömb fasískra réttlætisriddara. Það að fólk fái ekki að tjá skoðanir sínar án þess að þær séu gagnrýndar eða það séu afleiðingar er augljós skerðing á þeirra tjáningarfrelsi og kröfur um að þau beri ábyrgð, rekin úr vinnu sinni eða séu sótt til saka eru taldir fasískir tilburðir og jafnvel bornir saman við aðferðir þriðja ríksins í seinni heimstyrjöldinni. Það er aukaatriði að það sé hluti af tjáningarfrelsi að gagnrýna opinber ummæli og kemur þessu augljóslega ekkert við. Fólkið sem vill láta hvað sem er út úr sér án afleiðinga keppist við að gagnrýna fólkið sem gagnrýnir þau og fer að kvarta undan því að það sé að þeirra rétti vegið. Þeir hópar sem eru þolendur hatursorðræðunnar eða kynferðisofbeldis eiga bara að hafa hljótt og sætta sig við málefnalega og opna umræðu. Öll gagnrýni er kveðin niður með einu orði: tjáningarfrelsi. Öllum er því leyfilegt að tjá sitt hatur, hvetja til hatursaðgerða og ýta undir skaðlegar hugmyndir sem leiða til frekari kúgunar og jaðarsetningar. Þrátt fyrir að það hafi margsinnið sýnt sig að hatursfull orðræða leiði til fordóma, sem leiðir til mismununar, sem leiðir síðar til aðgerða á borð við ofbeldi og útrýmingu heils hóps fólks, þá á fólk að fá að tjá hatur sitt opinberlega án neinna afleiðinga. Útrýmingarbúðir á borð við þær sem eiga sér nú stað í Tjetsjeníu eru þá væntanlega ekki af sökum hatursorðræðu heldur er gjörsamlega ótengt að öllu leyti. Enginn þarf að bera ábyrgð á orðum sínum og þess sem þau geta leitt til og það er mjög langsótt að telja að hatursorðræða geti leitt til slíks. Tjáningarfrelsið firrar þig ábyrgð. Engar áhyggjur. Ef þú ert í valdastöðu gagnvart hópum fólks í samfélaginu í starfi þínu þá er það alveg í lagi að segja hvað sem þú vilt og búast ekki við neinum afleiðingum. Vegna þess að þú hefur tjáningarfrelsi. Allar kröfur um að það verði hugsanlegar afleiðingar vegna opinberra ummæla sem verja kynferðisafbrotamenn er auðvelt að kveða niður með að bera það saman við nasisma og fasíska tilburði. Fólk sem gagnrýnir slík ummæli eru bara nasistar. Vegna þess að það er fullkomlega samanburðarhæft að fólk í jaðarstöðu krefjist virðingar og réttlætis og að fasísk stjórnvöld sem myrtu 6 milljónir manna í útrýmingarbúðum losi sig við fólk sem gagnrýnir einræðisstefnu þeirra. Ekki krefjast virðingar eða réttlætis. Ekki krefjast þess að fólk beri ábyrgð á orðum sínum. Ekki vera nasisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ugla Stefanía Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Að bera fólk sem berst gegn hatursorðræðu eða krefst þess að fólk beri ábyrgð á opinberum ummælum sínum við nasista og einræðisherra er að verða að þrálátu stefi þjóðfélagsumræðunni. Fólk sem á opinberum vettvangi lætur út úr sér hatursfull ummæli um hinsegin fólk, hvetur til ofbeldis gegn múslimum eða kennir þolendum stafrænna kynferðisbrota um brotin eru þar talin helstu fórnarlömb fasískra réttlætisriddara. Það að fólk fái ekki að tjá skoðanir sínar án þess að þær séu gagnrýndar eða það séu afleiðingar er augljós skerðing á þeirra tjáningarfrelsi og kröfur um að þau beri ábyrgð, rekin úr vinnu sinni eða séu sótt til saka eru taldir fasískir tilburðir og jafnvel bornir saman við aðferðir þriðja ríksins í seinni heimstyrjöldinni. Það er aukaatriði að það sé hluti af tjáningarfrelsi að gagnrýna opinber ummæli og kemur þessu augljóslega ekkert við. Fólkið sem vill láta hvað sem er út úr sér án afleiðinga keppist við að gagnrýna fólkið sem gagnrýnir þau og fer að kvarta undan því að það sé að þeirra rétti vegið. Þeir hópar sem eru þolendur hatursorðræðunnar eða kynferðisofbeldis eiga bara að hafa hljótt og sætta sig við málefnalega og opna umræðu. Öll gagnrýni er kveðin niður með einu orði: tjáningarfrelsi. Öllum er því leyfilegt að tjá sitt hatur, hvetja til hatursaðgerða og ýta undir skaðlegar hugmyndir sem leiða til frekari kúgunar og jaðarsetningar. Þrátt fyrir að það hafi margsinnið sýnt sig að hatursfull orðræða leiði til fordóma, sem leiðir til mismununar, sem leiðir síðar til aðgerða á borð við ofbeldi og útrýmingu heils hóps fólks, þá á fólk að fá að tjá hatur sitt opinberlega án neinna afleiðinga. Útrýmingarbúðir á borð við þær sem eiga sér nú stað í Tjetsjeníu eru þá væntanlega ekki af sökum hatursorðræðu heldur er gjörsamlega ótengt að öllu leyti. Enginn þarf að bera ábyrgð á orðum sínum og þess sem þau geta leitt til og það er mjög langsótt að telja að hatursorðræða geti leitt til slíks. Tjáningarfrelsið firrar þig ábyrgð. Engar áhyggjur. Ef þú ert í valdastöðu gagnvart hópum fólks í samfélaginu í starfi þínu þá er það alveg í lagi að segja hvað sem þú vilt og búast ekki við neinum afleiðingum. Vegna þess að þú hefur tjáningarfrelsi. Allar kröfur um að það verði hugsanlegar afleiðingar vegna opinberra ummæla sem verja kynferðisafbrotamenn er auðvelt að kveða niður með að bera það saman við nasisma og fasíska tilburði. Fólk sem gagnrýnir slík ummæli eru bara nasistar. Vegna þess að það er fullkomlega samanburðarhæft að fólk í jaðarstöðu krefjist virðingar og réttlætis og að fasísk stjórnvöld sem myrtu 6 milljónir manna í útrýmingarbúðum losi sig við fólk sem gagnrýnir einræðisstefnu þeirra. Ekki krefjast virðingar eða réttlætis. Ekki krefjast þess að fólk beri ábyrgð á orðum sínum. Ekki vera nasisti.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun