Þau eru of mörg Akranesin Ari Trausti Guðmundsson skrifar 16. maí 2017 07:00 Enn einu sinni eru málefni sjávarútvegsins og byggða í brennidepli. Hvað sem sagt er um gæði fiskveiðistjórnunarkerfisins má setja stórt spurningamerki við sjálfbærni atvinnugreinarinnar. Sjálfbærni tiltekinnar greinar náttúrunytja er skilgreind með þrennum hætti: Áhrifum á náttúruna (á auðlindina sjálfa), á samfélagið í heild og sérhvern hluta þess sem atvinnan varðar og loks út frá efnahagslegum áhrifum nytjanna. Margreynt er að samþjöppun í kvótakerfinu veldur æ víðar og oftar ólíðandi vandræðum í samfélögum sem reiða sig að verulegum hluta á útgerð og fiskvinnslu. Milli 10 og 20 fyrirtæki ráða nú um og yfir helmingi kvóta og þau taka ákvarðanir oftar en ekki eftir hag sínum einum en sjaldnar eftir þörfum byggða, sem þau starfa í, eða fara eftir því sem við nefnum samfélagslega ábyrgð. Með slík viðmið í huga er ekki hægt að setja merkið sjálfbærni á sjávarútveginn. Til þess eru of mörg byggðalög í sárum og of mikil óeining um kvótaúthlutun, kvótastöðu og samþjöppun kvóta. Sé litið á efnahagsþátt sjálfbærninnar er nauðsynlegt að horfa bæði á heildina alla (greinina sem slíka), á vegferð hvers fyrirtækis og loks á ástand hverrar byggðar sem reynir og vill stunda útgerð og vinnslu. Góð afkoma heildarinnar, eins og gjarnan er orðað, má ekki yfirskyggja efnahagsþrengingar samfélaga eða minni fyrirtækja, svo dæmi séu nefnd. Fiskveiðistjórnunarkerfi sem tekur fyrst mið af velferð samfélaga í ólíkum byggðum (stórum og smáum) verður að taka fram yfir kerfi sem snýst fyrst og fremst um hagkvæmni stakra og stórra fyrirtækja og samkeppnistöðuna utanlands. Í heimi þar sem matvælaframleiðsla verður sífellt stærri áskorun er Ísland í góðri stöðu. Það leyfir mikinn slaka á kröfum um samþjöppun í greininni. Löngu er kominn tími til gagngerra breytinga í sjávarútvegi, bæði hvað varðar auðlindanýtinguna sjálfa og afrakstur í þágu nærsamfélaga um allt land, þorra íbúa alls landsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Enn einu sinni eru málefni sjávarútvegsins og byggða í brennidepli. Hvað sem sagt er um gæði fiskveiðistjórnunarkerfisins má setja stórt spurningamerki við sjálfbærni atvinnugreinarinnar. Sjálfbærni tiltekinnar greinar náttúrunytja er skilgreind með þrennum hætti: Áhrifum á náttúruna (á auðlindina sjálfa), á samfélagið í heild og sérhvern hluta þess sem atvinnan varðar og loks út frá efnahagslegum áhrifum nytjanna. Margreynt er að samþjöppun í kvótakerfinu veldur æ víðar og oftar ólíðandi vandræðum í samfélögum sem reiða sig að verulegum hluta á útgerð og fiskvinnslu. Milli 10 og 20 fyrirtæki ráða nú um og yfir helmingi kvóta og þau taka ákvarðanir oftar en ekki eftir hag sínum einum en sjaldnar eftir þörfum byggða, sem þau starfa í, eða fara eftir því sem við nefnum samfélagslega ábyrgð. Með slík viðmið í huga er ekki hægt að setja merkið sjálfbærni á sjávarútveginn. Til þess eru of mörg byggðalög í sárum og of mikil óeining um kvótaúthlutun, kvótastöðu og samþjöppun kvóta. Sé litið á efnahagsþátt sjálfbærninnar er nauðsynlegt að horfa bæði á heildina alla (greinina sem slíka), á vegferð hvers fyrirtækis og loks á ástand hverrar byggðar sem reynir og vill stunda útgerð og vinnslu. Góð afkoma heildarinnar, eins og gjarnan er orðað, má ekki yfirskyggja efnahagsþrengingar samfélaga eða minni fyrirtækja, svo dæmi séu nefnd. Fiskveiðistjórnunarkerfi sem tekur fyrst mið af velferð samfélaga í ólíkum byggðum (stórum og smáum) verður að taka fram yfir kerfi sem snýst fyrst og fremst um hagkvæmni stakra og stórra fyrirtækja og samkeppnistöðuna utanlands. Í heimi þar sem matvælaframleiðsla verður sífellt stærri áskorun er Ísland í góðri stöðu. Það leyfir mikinn slaka á kröfum um samþjöppun í greininni. Löngu er kominn tími til gagngerra breytinga í sjávarútvegi, bæði hvað varðar auðlindanýtinguna sjálfa og afrakstur í þágu nærsamfélaga um allt land, þorra íbúa alls landsins.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun