Þau eru of mörg Akranesin Ari Trausti Guðmundsson skrifar 16. maí 2017 07:00 Enn einu sinni eru málefni sjávarútvegsins og byggða í brennidepli. Hvað sem sagt er um gæði fiskveiðistjórnunarkerfisins má setja stórt spurningamerki við sjálfbærni atvinnugreinarinnar. Sjálfbærni tiltekinnar greinar náttúrunytja er skilgreind með þrennum hætti: Áhrifum á náttúruna (á auðlindina sjálfa), á samfélagið í heild og sérhvern hluta þess sem atvinnan varðar og loks út frá efnahagslegum áhrifum nytjanna. Margreynt er að samþjöppun í kvótakerfinu veldur æ víðar og oftar ólíðandi vandræðum í samfélögum sem reiða sig að verulegum hluta á útgerð og fiskvinnslu. Milli 10 og 20 fyrirtæki ráða nú um og yfir helmingi kvóta og þau taka ákvarðanir oftar en ekki eftir hag sínum einum en sjaldnar eftir þörfum byggða, sem þau starfa í, eða fara eftir því sem við nefnum samfélagslega ábyrgð. Með slík viðmið í huga er ekki hægt að setja merkið sjálfbærni á sjávarútveginn. Til þess eru of mörg byggðalög í sárum og of mikil óeining um kvótaúthlutun, kvótastöðu og samþjöppun kvóta. Sé litið á efnahagsþátt sjálfbærninnar er nauðsynlegt að horfa bæði á heildina alla (greinina sem slíka), á vegferð hvers fyrirtækis og loks á ástand hverrar byggðar sem reynir og vill stunda útgerð og vinnslu. Góð afkoma heildarinnar, eins og gjarnan er orðað, má ekki yfirskyggja efnahagsþrengingar samfélaga eða minni fyrirtækja, svo dæmi séu nefnd. Fiskveiðistjórnunarkerfi sem tekur fyrst mið af velferð samfélaga í ólíkum byggðum (stórum og smáum) verður að taka fram yfir kerfi sem snýst fyrst og fremst um hagkvæmni stakra og stórra fyrirtækja og samkeppnistöðuna utanlands. Í heimi þar sem matvælaframleiðsla verður sífellt stærri áskorun er Ísland í góðri stöðu. Það leyfir mikinn slaka á kröfum um samþjöppun í greininni. Löngu er kominn tími til gagngerra breytinga í sjávarútvegi, bæði hvað varðar auðlindanýtinguna sjálfa og afrakstur í þágu nærsamfélaga um allt land, þorra íbúa alls landsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Enn einu sinni eru málefni sjávarútvegsins og byggða í brennidepli. Hvað sem sagt er um gæði fiskveiðistjórnunarkerfisins má setja stórt spurningamerki við sjálfbærni atvinnugreinarinnar. Sjálfbærni tiltekinnar greinar náttúrunytja er skilgreind með þrennum hætti: Áhrifum á náttúruna (á auðlindina sjálfa), á samfélagið í heild og sérhvern hluta þess sem atvinnan varðar og loks út frá efnahagslegum áhrifum nytjanna. Margreynt er að samþjöppun í kvótakerfinu veldur æ víðar og oftar ólíðandi vandræðum í samfélögum sem reiða sig að verulegum hluta á útgerð og fiskvinnslu. Milli 10 og 20 fyrirtæki ráða nú um og yfir helmingi kvóta og þau taka ákvarðanir oftar en ekki eftir hag sínum einum en sjaldnar eftir þörfum byggða, sem þau starfa í, eða fara eftir því sem við nefnum samfélagslega ábyrgð. Með slík viðmið í huga er ekki hægt að setja merkið sjálfbærni á sjávarútveginn. Til þess eru of mörg byggðalög í sárum og of mikil óeining um kvótaúthlutun, kvótastöðu og samþjöppun kvóta. Sé litið á efnahagsþátt sjálfbærninnar er nauðsynlegt að horfa bæði á heildina alla (greinina sem slíka), á vegferð hvers fyrirtækis og loks á ástand hverrar byggðar sem reynir og vill stunda útgerð og vinnslu. Góð afkoma heildarinnar, eins og gjarnan er orðað, má ekki yfirskyggja efnahagsþrengingar samfélaga eða minni fyrirtækja, svo dæmi séu nefnd. Fiskveiðistjórnunarkerfi sem tekur fyrst mið af velferð samfélaga í ólíkum byggðum (stórum og smáum) verður að taka fram yfir kerfi sem snýst fyrst og fremst um hagkvæmni stakra og stórra fyrirtækja og samkeppnistöðuna utanlands. Í heimi þar sem matvælaframleiðsla verður sífellt stærri áskorun er Ísland í góðri stöðu. Það leyfir mikinn slaka á kröfum um samþjöppun í greininni. Löngu er kominn tími til gagngerra breytinga í sjávarútvegi, bæði hvað varðar auðlindanýtinguna sjálfa og afrakstur í þágu nærsamfélaga um allt land, þorra íbúa alls landsins.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar