„Tortímandinn“ hefur látið ógilda 1500 barnahjónabönd Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. maí 2017 14:36 Emma Watson, velgjörðarsendiherra UN Women, ásamt Theresu Kachindamoto í Malaví. Nýlega tóku í gildi lög í Malaví þar sem stjórnarskrá landsins var breytt á þann veg að nú er ólöglegt að gifta sig fyrir 18 ára aldur. Malavíska þingið samþykkti um miðjan febrúar að breyta stjórnarskránni á þennan veg og í lok apríl staðfesti Peter Mutharika, forseti Malaví, breytinguna. Með henni er lokað fyrir smugu sem var í lögum Malaví og kváðu á um að leyfilegt væri að giftast 15 ára gömlum börnum ef foreldrarnir gæfu leyfi fyrir því.Mikið um barnahjónabönd í Malaví Lagabreytingin er þýðingarmikil í baráttunni gegn barnahjónaböndum í landinu en samkvæmt UNICEF er Malaví með 11. hæsta hlutfall barnahjónabanda í heiminum. Eru það aðallega ungar stúlkur sem giftar eru eldri mönnum þegar þær eru enn á barnsaldri. Einn ötulasti baráttumaðurinn gegn barnahjónaböndum í Malaví er Theresa Kachindamoto sem gengur jafnan undir nafninu „The Terminator“ eða „Tortímandinn.“ Ástæðan fyrir gælunafninu er sú að hún hefur á undanförnum sex árum látið ógilda 1500 barnahjónabönd og hjálpað stúlkum að komast aftur í skóla.Fræðir foreldra, karlmenn og stúlkur um alvarlegar afleiðingar barnahjónabanda Kachindamoto er einn af 300 héraðshöfðingjum í Malaví sem UN Women veita fjárhagslega og tæknilega aðstoð við að binda endi á barnahjónabönd. Í landinu er hlutverk héraðshöfðingjanna meðal annars að varðveita hefðir samfélagsins en það veitir þeim rétt til að afnema skaðlega siði á borð við þvinguð barnahjónabönd. Alls ræður Kachindamoto yfir 551 þorpi og hlutverk hennar meðal annars fólgið í því að leiðbeina þorpshöfðingjunum við að fræða íbúa þorpanna, foreldra, karlmenn og stúlkurnar sjálfar um alvarlegar afleiðingar barnahjónabanda fyrir stúlkur og konur. Þá fá kennarar einnig fræðslu en margir þeirra eru haldnir fordómum gagnvart barnsungum mæðrum sem koma aftur í skóla eftir að hafa eignast barn.Hægt að leggja baráttunni lið Með vinnu sinni hvetur Kachindamoto til viðhorfsbreytingar á meðal þorpsbúa en hún leggur mikla áherslu á að stúlkur gangi í skóla. Þá vinnur hún hörðum höndum að því að koma stúlkum sem hafa verið giftar í skóla. Ef einhver þorpshöfðingi undir stjórn Kachindamoto leyfir barnahjónaband er honum umsvifalaust vikið úr starfi en nú þegar hefur „Tortímandinn“ rekið fimm höfðingja úr embætti. Barátta hennar gegn barnahjónaböndum heldur áfram en Íslendingar geta stutt við málefnið með þvía ð senda sms-ið KONUR í símanúmerið 1900 og lagt þannig sitt af mörkum við að ógilda barnahjónabönd í Malaví. Hér að neðan má sjá umfjöllun UN Women um Kachindamoto og barnahjónabönd í Malaví og hér má lesa ítarlegt viðtal við Kachindamoto. Malaví Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Fleiri fréttir „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Sjá meira
Nýlega tóku í gildi lög í Malaví þar sem stjórnarskrá landsins var breytt á þann veg að nú er ólöglegt að gifta sig fyrir 18 ára aldur. Malavíska þingið samþykkti um miðjan febrúar að breyta stjórnarskránni á þennan veg og í lok apríl staðfesti Peter Mutharika, forseti Malaví, breytinguna. Með henni er lokað fyrir smugu sem var í lögum Malaví og kváðu á um að leyfilegt væri að giftast 15 ára gömlum börnum ef foreldrarnir gæfu leyfi fyrir því.Mikið um barnahjónabönd í Malaví Lagabreytingin er þýðingarmikil í baráttunni gegn barnahjónaböndum í landinu en samkvæmt UNICEF er Malaví með 11. hæsta hlutfall barnahjónabanda í heiminum. Eru það aðallega ungar stúlkur sem giftar eru eldri mönnum þegar þær eru enn á barnsaldri. Einn ötulasti baráttumaðurinn gegn barnahjónaböndum í Malaví er Theresa Kachindamoto sem gengur jafnan undir nafninu „The Terminator“ eða „Tortímandinn.“ Ástæðan fyrir gælunafninu er sú að hún hefur á undanförnum sex árum látið ógilda 1500 barnahjónabönd og hjálpað stúlkum að komast aftur í skóla.Fræðir foreldra, karlmenn og stúlkur um alvarlegar afleiðingar barnahjónabanda Kachindamoto er einn af 300 héraðshöfðingjum í Malaví sem UN Women veita fjárhagslega og tæknilega aðstoð við að binda endi á barnahjónabönd. Í landinu er hlutverk héraðshöfðingjanna meðal annars að varðveita hefðir samfélagsins en það veitir þeim rétt til að afnema skaðlega siði á borð við þvinguð barnahjónabönd. Alls ræður Kachindamoto yfir 551 þorpi og hlutverk hennar meðal annars fólgið í því að leiðbeina þorpshöfðingjunum við að fræða íbúa þorpanna, foreldra, karlmenn og stúlkurnar sjálfar um alvarlegar afleiðingar barnahjónabanda fyrir stúlkur og konur. Þá fá kennarar einnig fræðslu en margir þeirra eru haldnir fordómum gagnvart barnsungum mæðrum sem koma aftur í skóla eftir að hafa eignast barn.Hægt að leggja baráttunni lið Með vinnu sinni hvetur Kachindamoto til viðhorfsbreytingar á meðal þorpsbúa en hún leggur mikla áherslu á að stúlkur gangi í skóla. Þá vinnur hún hörðum höndum að því að koma stúlkum sem hafa verið giftar í skóla. Ef einhver þorpshöfðingi undir stjórn Kachindamoto leyfir barnahjónaband er honum umsvifalaust vikið úr starfi en nú þegar hefur „Tortímandinn“ rekið fimm höfðingja úr embætti. Barátta hennar gegn barnahjónaböndum heldur áfram en Íslendingar geta stutt við málefnið með þvía ð senda sms-ið KONUR í símanúmerið 1900 og lagt þannig sitt af mörkum við að ógilda barnahjónabönd í Malaví. Hér að neðan má sjá umfjöllun UN Women um Kachindamoto og barnahjónabönd í Malaví og hér má lesa ítarlegt viðtal við Kachindamoto.
Malaví Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Fleiri fréttir „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Sjá meira